Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 15.11.1997, Blaðsíða 6
6- LAVGARDAGUR 1 5 . N Ó V E MB E R 1997 PJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON stefAn JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) VitmuMðiir í skólum í fyrta lagi Með því að kennarar hafa samþykkt kjarasamninginn sem gerður var við launanefnd sveitarfélaga, hefði undir flestum kringumstæðum mátt gera ráð fyrir vinnufriði í grunnskólun- um fram yfir aldamót. Slíkt er þó síður en svo sjálfgefið. Nið- urstaðan úr atkvæðagreiðslunni sýnir að næstum annar hver kennari er hundóánægður með útkomuna og hefði verið tilbú- inn til að leggja í langt og erfitt verkfall til að knýja fram önn- ur málalok. Því er það, að þrátt fyrir formlegan vinnufrið í skólum, er ástandið ennþá mjög brothætt. í öðru lagi Þetta brothætta ástand lýsir sér m.a. í því að fáir ef nokkrir þeirra kennara, sem sögðu upp störfum í haust vegna bágra kjara, hafa afturkallað uppsagnir sínar í kjölfar samninganna. Það eitt sér er líklegt til að spilla starfsfriði í skólum í vetur. Ef horft er til lengri tíma er hættan á kennaraskorti í efnahag- slegri uppsveiflu í þjóðfélaginu jafnvel enn ljósari. Með samn- ingsgerðinni nú hefur því aðeins hálfur sigur unnist. Framundan bíður það verkefni að tryggja varanlegan starfsfrið og sátt í skólum þannig að hægt sé að byggja upp og þróa skól- ann á faglegum grunni. Bjóða íslenskum skólabörnum upp á menntun sem stenst alþjóðlegan samanburð. 1 þriðja lagi Boltinn er nú hjá hinum einstöku sveitarfélögum, sem þurfa að þreifa sig áfram á sviði sérsamninga við sína kennara. Ljóst er að kennarar líta á heildarsamninginn sem ákveðinn ramma, gólf til að standa á, og gera sér vonir um að geta náð fram meiru heima í héraði. Það eru ekki óeðlilegar væntingar. Hins vegar hljóta menn í öllum sérsamningum að taka á þeim grundvallarmálum sem gefist var upp á að leysa í síðustu samningalotu og varða vinnutíma kennara og skipulag skóla- halds í einsetnum skóla. Þá og því aðeins að tekist sé á við þau mál, fæst vinnufriður til frambúðar. Birgir Guðmundsson. Konur, stjómmál og strigaskór Garri er alltaf með samvisku- bit yfir því að vera ekki í takt við ungdóminn. Vera „gef- andi“. Svo Garra flaug í hug að bjóða tveimur ungum vin- konum sínum út eitt kvöldið. Garri er samfélagslega meðvitaður og tekur uppeldis- legt gildi þjóðfélagslegrar. stöðu sinnar alvarlega. Svo hann var ekki í vandræðum með að bjóða ungu vinkonun- um sínum út í vikunni. „Stelpur í stjórnmálum“ var yfirskrift fundarins. „Fund!“ fojaði Úlla og gretti sig, vonað- ist eftir Air Force One m e ð Harrison Ford enda í stjórn- m á 1 a - f r æ ð i . „Stjórn- m á 1 u m! “ ojaði Lúlla sem er í heimspeki og vonaðist eftir rauðvíni og pasta. Garri lofaði að koma við í ísbúð á leiðinni heim. „Round up the usual sus- pects,“ sagði Lúlla þegar við komum okkur fyrir á Kom- hlöðuloftinu og kvennalista- konurnar hjöluðu yfir teboll- unum. „The army of me,“ sönglaði í Úllu þegar hún sá Ingu Jónu; Úlla þekkir Björk. Svo byrjaði Helgi Há að segja að það þýddi ekkert að fá kon- ur í sjónvarpsviðtöl af því að þær væm svo vandvirkar og Garri komst ekki hjá því að reyna að stilla þær Úllu og Lúllu þegar þær teygðu V v tyggjóið, snéru því hratt um tunguna sem þær ráku út úr sér og ranghvolfdu augunum. Úlla sér um þátt á X-inu, hef- ur flutt ljóð í Dagsljósi, þrisvar sýnt undirföt með Lúllu „for the fun of it“; Lúlla hefur verið í beinni hjá MTV úr Tunglinu og þar af tvisvar með einni úr Spice girls og er „face“ stúlka. Asdís Halla var að tala um rótgróna íhalds- semi í þjóðfélaginu. Garri fór með stelpurnar í isbúð og þær ætl- uðu að springa úr hlátri því þ e i m hafði ekki dottið í hug að h a n n m e i n t i þetta. „Ég Helgi H. Jónsson. m fj n 3 ’ ---------- „va og Iétu hök- una detta og horfðu stórum stjörfum augum á Garra þegar hann spurði hvort þær vildu með dýfu eða án. Vinkonur Garra sleiktu ísinn pældu í helginni og dingluðu strigaskónum utan í ruslatunnu og Garri spurði svona útundir sig: „Hvað fannst ykkur um fund- inn?“ Var að hugsa um laugar- dagspistilinn. Þær þögðu, sleiktu ísinn: Úlla datt út, Lúlla dinglaði strigaskónum í rusladallinn og gerði tjs-hljóð með tungunni og fylltu fram- tönninni. Stelpur í stjórnmál- um? „Bara. Just do it“. Inga Jóna Þórðardóttir. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Allt er betra í útlöndum en á ís- landi, nema kannski hálendið, sem er afskaplega dýrmætt til að selja útlendingum, en í fæstum útlöndum er hálendi til. Þvf ber að varðveita það eins og ásjónu Laugavegarins, sem Drottinn skapaði í árdaga, eins og íbúarnir í bakhúsunum vita og enginn mannlegur máttur hefur leyfi til að breyta. Eða svo er að skilja á fréttum af Laugavegi. En á flest- um sviðum þarf að breyta og bæta og taka útlöndin til fyrir- myndar, þar sem allt er svo miklu fullkomnara en hérlendis. Meira að segja eru íslensku kýrnar ekki lengur boðlegar og þær bera sök á því að mjólkurbú- skapur borgar sig ekki. Því þarf að betrumbæta stofninn með norskum tuddum, sem eru svo mildu stöndugri og hafa flottari erfðavísa sem íslensku bolarnir. Þegar búið verður að koma ein- hveijum heimsborgarabrag á ís- Margt er skrýtið í kúabóndahausmim lensku kýrnar er von til þess að kúabúskapur fari að borga sig og að bændur geti búið með þeirri reisn sem þeim ber. Mjólk er góð ísíensku kýmar hafa verið sveltar í nær þúsund ár af þeim 1100 sem þær hafa haldið lífinu í þjóð sem telur eðlilegt að búa norðan við tak- mörk hins byggilega heims. Kúastofninn er því harðger og hefur, eins og hesturinn, lag- að sig að óblíðri nátt- úru og þeim þörfum sem honum var ætlað að þjóna. Islenska mjólkin hefur lækningamátt, hún er góð, eins og stendur í auglýsingunum og loks þegar menn komust upp á lagið með að búa til úr henni osta og óteljandi kræsingar aðrar, er Ijóst að ekkert vantar upp á gæðin og er erfitt að koma auga á hvaða nauðsyn ber til að farga svo ágætu kúa- kyni sem hið íslenska er. Ef kúabændur bera ekki nóg úr býtum vegna þess að nyt kúa þeirra er ekki eins mikil og þeirra norsku er hægur vandinn að hækka mjólkurverðið. Mjólk er ódýrari en lit- að sykurvatn með kol- sýru og flestar eða all- ar þær drykkjarvörur aðrar sem heimilin kaupa í margföldu magni miðað við kúa- mjólk. Sanngjarnt mjólkurverð ætti því ekki að hafa nein af- gerandi áhrif á afkomu heímila. Það er gamall og löngu úreltur kækur að kvarta yfir háu mjólkurverði, sem neytendur ættu fyrir löngu að vera búnir að venja sig af. Plágur Reynslan af búbótum eins og karakúlfé með mæðiveiki og mink sem tröllríður lífríkinu aftr- ar ekki þeim hugrökku bændum sem heimta norskar kynbætur frá því að falla frá villu sinni. Hvort það er græðgi eða nýjungagirni sem ræður því að nú eru heimt- aðir norskir tuddar er óvíst, en aðgát og forsjá er það varla. Ef framtíð íslensks landbún- aðar á að byggjast á norskum tuddum, sem búið er að erfða- breyta eftir kúnstarinnar reglum, er bágt að sjá hvort nokkurs sé misst þótt kúabúskapur Ieggist af. Kýrin er búin að þrauka með þjóðinni allt frá landnámstíð og ef að hún er orðin úrelt og óbrúkandi, er áreiðanlega eitt- hvað fleira farið að gefa sig í þjóðarsálinni sem óhætt er að kasta fyrir róða. Kýrin hefur lifað með þjóðinni frá landnámstíð. D^or Finnst þér Spaugstofan í Stöðvarvík fyndin? Jóliaima Sigurðardóttir alþingismaður. Já, þeim hef- ur tekist vel til. Það hvernig þeir byggja upp þessa þætti og það hvernig þeir gera grín að atburðum I í ð a n d i stundar, það hefur verið mjög gott. Þeir lífga mjög uppá alla þjóðfélagsumræðu. Indriði G. Þorsteinsson ríthöjundur. Fyrsti þátt- urinn í haust var bráðfynd- inn, en síð- an hefur slaknað á þ e s s u . Kannski eru þeir orðnir þreyttir? Annars ber þess að gæta, að þeir búa við gífurlega samkeppni sem eru allskonar broddar og uppar í þjóðfélaginu. Það er ekkert gam- an að fást við að slá þá út í heimskupörum. Annars eru Spaugstofudrengirnir ágætir og Ég hlæ nú aðeins við það. Það er ekki endi- Iega vegna hugsunar- innar um Stöðvarvík, frekar vegna spurningar- innar. En annars tekst Spaugstofunni stundum vel upp, en þeim hefur farið frekar aftur að undanförnu því nú höfðar þetta nær ein- göngu til unglinga, að mér finnst. fæddir fyndnir. Ólafux Ólafsson landlæknir. Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður. Já, mér finnast þeir f y n d n i r . Þetta er mitt eftirlætis- sjónvarps- efni, en hinsvegar kunni ég betur \ið þá á fréttastof- unni. En svona þættir þurfa auð- vitað alltaf smá tíma til að slfpast og venjast í nýrri Ieikmynd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.