Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 3
Xk^MT'
FIMMTUDAGUR 20 .NÓVEMBER 1997 - 3
FRÉTTIR
Dómariiffi veitir
Alþingi ákúrur
Gagnrýni á störf Alþingis kemur fram i dómsnidurstödu i nýlegu skattsvikamáii. Al-
þingi gætti að því að hafa samræmi í lögum.
Dómari sendir Al-
þingi tóninn. Segir ad
refsiákvæði í lögum
iiin virðisaiLkaskatt
samrymist ekki
grundvallarreglum
refsiréttar eins og
þær eru í lögum.
Ólafur Kristinsson, dómarafull-
trúi við Héraðsdóm Isafjarðar,
veitti löggjafarvaldinu - Alþingi -
harða ákúru í dómsniðurstöðu,
þegar hann kvað upp 9 milljóna
króna sektardóm í skattsvika-
máli. Magnús Hauksson var
ákærður fyrir, og játaði, að hafa
nýtt í eigin þágu svipaða upp-
hæð, sem hann hefði innheimt
sem virðisaukaskatt.
Brot Magnúsar átti sér stað á
átján mánaða tímabili og síðari
hluta þess tímabils höfðu tekið
gildi lög sem hertu verulega á
sektarákvæðum vegna undan-
skots á virðisaukaskatti. Lögin
kváðu á um að sektin skyldi vera
minnst tvöföld en allt að tíföld
sú upphæð sem stungið var und-
an, en áður var sektin 15% upp-
hæðar. Að h'kindum hefði hann
verið dæmdur til eins til tveggja
milljóna króna sektar samkvæmt
eldri lögum. I báðum tilfellum
stendur hin undanskotna upp-
hæð eftir sem skuld.
Samrýmist ekki gmndvallar-
reglum refsiréttar
Dómarinn segir að brotið sé stór-
fellt og bendir á að samkvæmt
hegningarlögum geti refsing
varðað „varðhaldi eða fangelsi
allt að sex árum“ og að heimilt sé
að dæma fésekt að auki sam-
kvæmt ákvæðum skattalaga. Síð-
an segir dómarinn: „Tilvitnuð
orð lagagreinarinnar staðfesta
sldlning dómara þessa máls, að
fésektir, hversu háar sem dæmd-
ar eru, eru vægasta forrn refsinga
að íslenskum lögum. Þannig er
til dæmis fjögurra milljóna króna
sekt vægari refsing en fimm daga
varðhald. I ljósi þess fær áður-
greint markmið löggjafans að
herða refsingar við skattalaga-
brotum með setningu laga nr.
42/1995 tæplega samrýmst
grundvallarrcglum refsiréttarins.
Hlýtur þetta að vera íhugunar-
efni jafnt fyrir þá, sem koma að
setningu skattalaga og þá, sem
eiga að framfylgja þeim.“ Dóm-
arinn segir því að ekki sé sam-
ræmi milli ákvæða nýlegra virðis-
aukaskattslaga og ákvæða hegn-
ingarlaga.
Magnús var sem fyrr segir
sektaður um 9 milljónir króna,
en þá hafði verið tekið tillit til
þess að hann greiddi 3,7 milljón-
ir upp í virðisaukaskattskuld
sína. Sektina á hann að greiða
innan fjögurra vikna, en vara-
refsing hans er 12 mánaða fang-
elsi og er líklegt að reyni á þá
refsingu, því Magnús er til gjald-
þrotameðferðar og eignalaus.
Hann rak jrrifa- og löndunar-
þjónustu á Isafirði. - fþg
Finnur: kallar á nýjar reglur en vill ekki
spá hvort tekjur bankastjóra minnki.
Nýjar reglur
umrísnu
Risna og ferðakostnaður verður
ekki hluti af launakjörum
bankastjóra Landsbanka og
Búnaðarbanka hf. heldur verða
samdar almennar reglur sem
gilda um alla starfsmenn bank-
anna. Þetta segir Finnur Ing-
ólfsson viðskiptaráðherra. Eins
og fram kom í Degi í gær námu
ferða-, risnu- og bílastyrkur rík-
isbankanna frá 1993 samtals
1,3 milljörðum króna.
Finnur segir að formönnum
stjórna hlutafélaganna hafi verið
falið að semja nýjar reglur um
greiðslur risnu- og ferðakostn-
aðar sem gilda eigi um alla
starfsmenn jafnt. Þetta verði
gert í samvinnu við Ríkisendur-
skoðun sem er endurskoðandi
bankanna.
Finntir vill engu svara um
það hvort heildartekjur banka-
stjóra Iækki við þessar breyting-
ar - V|
Þremeiuiingar í gæsluvarðhald
Þrír menn hafa verid handteknir vegna misþyrmingar á midaldra öryrkja i íbúð við Kleppsveg aðfaranótt þriðjudags og voru i
gær úrskuröaöir í gæsluvarðhald til 28. nóvember. Þremenningarnir eru sterklega grunaðir um fólskulegt ofbeldi, svo mjög að
jaórar við tilraun til manndráps.
Sameiuast uppsveitir?
Hugmyndir um sam-
einingu átta sveitarfé-
laga í uppsveitum Ár-
nessýslu. Sveitar-
stjómarmenn að
hugsa málið.
Tekin verður ákvörðun á næstu
vikum urn bvort stefna skuli að
sameiningu átta sveitarfélaga í
uppsveitum Arnessýslu. Sam-
ráðshópur sveitarstjórnarmanna
úr öllum sveitarfélögunum vinn-
ur að skoðun á málinu og á
ákvörðun að liggja fy'rir í næsta
mánuði. Sveitarfélögin sem um
ræðir eru Skeið, Gnúpverja-
hreppur, Hrunamannahreppur,
Biskupstungur, Laugardalur,
Þingv'allasveit, Grímsnes og
Grafningur, en sameining
tveggja síðasttöidu sveitarfélag-
anna var reyndar samþykkt fyrir
skömmu. Samanlagður íbúa-
fjöldi þessara átta sveitarfélaga
er 2.300 manns.
Sigurður lngi Jóhannsson,
formaður framkvæmdanefndar í
þessu máli, segir að fyrir miðjan
desember ættu menn að gefa
ákveðin svör um vilja sinn í þess-
um efnum. A sama tímapunkti
yrðu menn að gefa upp hvort og
hvenær þeir vildu að sameining-
artillaga af einhv'erju tagi yrði
sett fram. — SBS
Um 400 milljónir munaðarlausar
Margur virðist ríkari en hann hyggur, því 400 milljóna útdregin hús-
bréf liggja nú óinnleyst einhvers staðar. Utdregnum og innleysanleg-
um húsbréfum sem ekki hafa komið inn hefur fjölgað mjög núna
undanfarna mánuði. Þessi bréf, sem líklega liggja einhvers staðar í
skúffum eða bankahólfum, bera nú hvorki vexti né verðbætur lengur.
Lántakendur hafa á hinn bóginn verið miklu duglegri að borga af Ián-
unum sínum í ár, þannig að v'ansldl hafa verið miklu minni alla mán-
uði ársins. — HEI
Rafveita AJmreyrar með 19% gjald-
skrárlækkun á sjö árum
Rafv'eita Akureyrar hyggst ekki hækka gjald-
skrá veitunnar um áramót þegar gjaldskrá
Landsvirkjunar hældtar um 1,7%. Þetta var
samþykkt á stjórnarfundi veitunnar í gær.
Gjaldskrá Rafveitu Akureyrar hefur lækkað að
raungildi um 19,09% á síðustu sjö árum mið-
að við gjaldskrá Landsvirkjunar.
Gjaldskrárhækkun Landsvirkjunar mun því
ekki létta pyngju Akureyringa um næstu ára-
mót, frekar en pyngju Reykvíkinga og e.t.v.
Hafnfirðinga. Ekki var kunnugt um ákvörðun
fleiri rafv'eitna í gær. — GG
Sveitamenn þvingaðir til
að slíta rætur
„Heilsugæsla og öll sjúkraþjónusta úti á landi er búin að vera í upp-
námi um langt skeið, en stjórnvöld halda áfram að saxa niður það sem
fyrir er. Fólki er haldið á vonarvöl og það er meðvituð stefna stjórn-
valda. Stjórnvöld eru meðvitað að svelta landsbyggðarmenn til að slíta
rætur sínar með aðgerðaleysi og fálmkenndum aðferðum sem gengið
hafa undir nöfnum byggðastefnu," segir Fljörleifur Guttormsson,
þingmaður Alþýðubandalags á Austurlandi, um byggðamál í samtali
við Dag.
Þingmenn hafa mjög ólíka afstöðu til hvort bregðast skuli við fólks-
flutningum frá landsbvggðinni og þá hvernig. — BÞ
Sjd fréttaskýringu bls. 8-9.