Dagur - 20.11.1997, Síða 5
FIMMTUDAGUR 20.KÓVEMBER 1997 -S
rpjgftr
FRÉTTIR
Blöndal með
blekkingar?
Formaðiir BSRB segir
samgöngurádherra
ástunda hlekkinga-
leik og undirbúa sölu
Pósts og síma úr
landi.
Ogmundur Jónasson, formaður
BSRB, segir Halldór Blöndal
stunda ljótan blekkingaleik varð-
andi einkavæðingu Pósts og
síma og segir líklegt að selja eigi
Póst og síma til erlendra aðila
Iíkt og gerst hefur með danska
Landsímann. Ögmundur minnir
á að ráðherrann hafi margsinnis
lýst því yfir í ræðum og í fjölmiðl-
um að ekki stæði til að selja fyr-
irtækið, en nú tali hann um söl-
una sem nauðsynlegan millileik.
„Millileikur gagnvart hverjum?"
spyr Ögmundur Jónasson og
bætir því við að ráðherrann sé
augljóslega að reyna að blekkja
þjóðina. Formaður BSRB segir
þennan feril í einkavæðingunni
vel þekktan, menn segi eitt en
geri svo annað.
Ögmundur: minn/r á að ráðherra hafí lofað
því að selja ekki Póst og síma, en nú sé
allt annað hljóð í strokknum. „Tal um að
senda út hlutabréftil þjóðarinnar eru bara
molar til að friðþægja".
Hugmyndafræði og fjármagn
Aðspurður um hvers vegna ráð-
herra ætti að vilja selja Póst og
sírna erlendum aðilum sagði Ög-
mundur það tengjast hugmynda-
fræði. Ráðherrann og skoðana-
bræður hans teldu einfaldlega að
það þjónaði hagsmunum fyrir-
tækisins að tengjast alþjóðlegu
símakerfi og að gerast hluti af
því. „Við segjum hins vegar að
það þjóni notendunum ekkert.
Það eru hins vegar fjármagnseig-
endurnir og peningavaldið sem
hagnast enda er dregið út úr
þessum rekstri gígantískt fjár-
magn,“ sagði Ögmundur.
Danir flytja út arð
Hann benti á að talið væri að frá
danska Landsímanum færu um
600 milljónir ísl. króna til
Bandaríkjanna á ári. „Það getur
vel verið að við förum svo að
þenja okkur þegar næst á að
hækka eða þegar þjónusta við fá-
menna staði er lögð niður. Hins
vegar verður ekkert á slíkt hlust-
að úti í Chicago þar sem ákvarð-
anirnar verða teknar,“ sagði for-
maður BSRB ennfremur.
„Málið snýst um trúverðug-
leika stjórnmálanna, það snýst
um lýðræði, peninga og hag al-
mennings," sagði Ögmundur
Jónasson.
Smábátar fá bónus
Landssamband smá-
hátaeigenda hefur
samið við sjávarút-
vegsráðherra um
fjölgun sóknardaga og
fleiri hreytingar á
fiskveiðistj ómarlög-
unum.
„Stærsti ávinningurinn er að fá
íleiri daga. Þetta var algjörlega
óviðunandi ástand. Þetta bjargar
ekki öllum félagsmönnum. Það
eru fyrirsjáanleg vandræði hjá
nokkrum, en samkomlagið verð-
ur að minnsta kosti til þess að
mun fleiri ná að komast fýrir
horn en annars hefði verið,“ seg-
ir Örn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands smábáta-
eigenda, um nýgert samkomulag
sjávarútvegsráðherra um veiðar
smábáta.
Frumvarp sem byggir á þessu
samkomulagi var kynnt í þing-
flokkum ríkisstjórnarinnar í gær.
Samkvæmt því Ijölgar sóknar-
dögum handfærabáta úr 26 í 40
og línubáta úr 20 í 32. Þeir sem
vilja geta flutt sig úr sóknardaga-
kerfinu yfir í þorskaflahámarkið,
þar sem tekið verður mið af
veiðireynslu þeirra 1992-1994.
Jafnframt stendur krókakörlum
til boða að úrelda báta sína og
greiðir Þróunarsjóður 80% af vá-
tryggingarverðmæti þeirra.
Örn býst við að fleiri sóknar-
dagabátar færi sig yfir í aflahá-
markskerfið nú en síðast þegar
boðið var upp á slíkt. Heildar-
kvótinn sé að aukast og smábáta-
eigendur telja sig eiga betri
möguleika þar núna, en áður.
„Eg get ímyndað mér að yfir 100
bátar færi sig yfir.“
Hann segir erfitt að spá fyrir
um það hvort margir kjósi að
hætta og úrelda báta sína, en
menn eigi kannski meiri mögu-
leika nú en áður á að fá aðra
vinnu. -VJ
Pétur ÞórJónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.
Ekki persónuleg
óvild í Eyj afir di
Ef Hæstiréttiir dæmir
sveitarstjóm í hag í
jaiiúar úk. keinur upp
flókin staða varðandi
framtíð Möðrufells.
Ekki var óvild um að kenna að
sveitarstjóri og aðrir forráða-
menn Eyjafjarðarsveitar tóku
ekki á móti Matthíasi Eiðssyni
hrossabónda sem fékk afhent
langþráð lyklavöld að Möðrufelli
í fyrradag. Að sögn sveitarstjóra,
Péturs Þórs Jónassonar, sáu til-
hlýðilegir aðilar sem voru vel
heima í málunum um að af-
henda lyklana en Matthías átti
von á hreppstjóra eða sveitar-
stjóra.
„Það ríkir engin persónuleg
óvild af hálfu sveitarstjórnar til
Matthíasar. Þótt ákveðin mála-
ferli standi yfir er engin ástæða
til að þau hafi áhrif á persónuleg
samskipti okkar. Þetta snýst um
aðra hluti,“ segir Pétur Þór.
Matthías hefur kallað ráðamenn
í Eyjafjarðarsveit „heimaríka hjá-
guði“ eftir að sveitarstjórn hefur
leitað allra leiða til að meina
Matthíasi kaupin með því að
neyta forkaupsréttar.
Óljóst er með framhaldið ef
sveitarstjórn vinnur nú málið
sem rekið er fyrir Hæstarétti.
Það fær flýtimeðferð og mun
dómur að líkindum falla f janúar.
Þá verður Matthías hins vegar
húinn að breyta búinu að líkind-
um, en hann hyggst skipta út
nautgripum sem fylgja jörðinni
og rækta hross í þeirra stað. „Ég
get ekki svarað því hvað verður
um Matthías ef við vinnum mál-
ið. Þá er komin upp flókin
staða,“ segir Pétur Þór. — BÞ
„Vilhjálmi hlýtur að líður illa“
Lögreglan hefur lítið aðhafst í kæru Vilhjálms Inga
Arnasonar gagnvart Neytendasamtökunum um
brot á höfundarrétti hugbúnaðar. Formaður Neyt-
endasamtakanna segir að samtökin hafi haft frum-
kvæði að því að bjóða lögreglunni upp á skoðun
gagna og upplýsingar, enda sé ekkert að fela. „Eg
vísa því ásökunum Vilhjálms Inga algjörlega á bug,“
segir Drífa Sigfúsdóttir, formaður Neytendasam-
takanna.
„Mér finnst þetta bara bera vott um að Vilhjálmi
Inga líði illa. Hann á erfitt með að fóta sig og er á rangri leið, aum-
ingja maðurinn. Bestu ráðgjafar landsins segja að þessi tölvumál séu
í Iagi hjá okkur,“ segir Drífa. — BÞ
Drífa Sigfúsdóttir.
Tollari dæmdur fyrir stuld á pundum
Kristófer Kristófersson hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyr-
ir stuld á 52 þúsund pundum eða um sex milljónum króna í tollpóst-
stofunni við Armúla, þar sem Kj-istófer starfaði sem tollgæslumaður
og umsjónarmaður fíkniefnahunds. Eiginkona Kristófers og vinkona
hennar fengu báðar skilorðsbundinn fjögurra mánaða dóm fyrir
hylmingu, en eiginmaður vinkonunnar var sýknaður af ákæru um
sama.
Peningasendingin var frá Jyske Bank í Danmörku til Landsbankans
og barst til tollpóststofunnar 24. nóvember í fyrra. Hvarf pakkans var
tilkynnt til rannsóknarlögréglu, en á tollpóststofunni unnu um 40
manns og lítils öryggis gætt, segir í dómsniðurstöðunum. Eftir frum-
skýrslur var af hálfu rannsóknarlögreglu ekkert gert frekar í rnálinu
fyrr en 22. febrúar sl., að kunningjakona ákærðu veitti upplýsingar
sem leiddu til handtöku þeirra.
Kristófer varð margsaga við yfirheyrslur hjá lögreglunni, neitaði í
fyrstu, játaði síðan en dró játninguna til baka. Hann ber að hann hafi
sem umsjónarmaður fíkninefnahunds verið að viðra hundinn í Hafn-
arfjarðarhrauni og hundurinn fundið þar í gjótu pakka með pundun-
um og maríjúana. Komust dómararnir að þeirri niðurstöðu að sagan
væri fjarstæðukennd og höfnuðu henni alfarið. - FÞG