Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 1
Kloíningsvíti til varaartar Viðbrögð stjómmála- leiðtoga við klofningi Kvennalistans eru mjög misjöfn. Svavar Gestsson segir hann víti til vamaðar og tákna að menn eigi að fara sér hægt. Forystumenn í stjórnmálum greinir á um það hvort klofning- ur Kvennalistans hafi áhrif í stjórnmálaheiminum - og þá hver. Ólík túlkun forystumanna á vinstri kantinum ítrekar þann áherslumun sem hefur verið á mönnum innan flokka: „Hættan er auðvitað sú að það sé verr af stað farið en heima setið,“ segir Svavar Gestsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, um fyrirhugaðar samfylkingarvið- ræður. Hann segir ljóst að sam- fylkingarsinnar innan Kvenna- listans hafi farið of geyst í málið, einmitt það sem hann hafði varað við innan síns flokks. „Eg tel að niðurstaða Kvennalistans eigi að vera okkur víti til varnaðar í þessum málum, bæði Alþýðu- bandalaginu og Alþýðuflokkn- um,“ segir Svav- ar. Hann telur möguleika á að eins fari fyrir A- flokkunum við sameiningarferl- ið, og klofnings- hætta sé fyrir hendi. Greinilegt er af viðbrögðum Svavars og fleiri að menn að telja að klofningur Kvennalistans veiki samfylking- arviðræður á vinstri kantinum. I herbúðum framsóknarmanna er það sjónarmið uppi: „Auðvitað er það áfall fyrir vinstri flokkana Svavar Gestsson telur klofning Kvennalistans vera víti til varnadar fyrir samfyikingarsinna. Sighvatur Björgvinsson er ósammála. að Kvennalist- inn skuli ekki koma sameinað- ur til leiks,“ seg- ir Valgerður Sverrisdóttir, formaður þing- flokks Fram- sóknar. Sighvatur ósammála Svavari Sighvatur Björgvinsson er ósammála Svav- ari Gestssyni og Valgerði Sverris- dóttur og -telur að klofningur Kvennalistans sýni hverjir séu með og hverjir ekki í samstarfs- viðræðum. „Þetta auðveldar og léttir viðræður," segir Sighvatur, og bendir á að mikill meirihluti Kvennalistans hafi viljað ganga þessa Ieið. Það sé öllum fyrir bestu að það liggi fyrir hverjir geti hugsað sér sameiginlegt framboð. Jóhanna Sigurðardóttir telur að hvorki innan Alþýðubanda- Iags né Kvennalista sé um stóran hóp að ræða sem sé á móti sam- fylkingarferli og telur ekki held- ur að þessi klofningur í þing- flokld Kvennalistans eigi eftir að skaða sameiningarviðræður. Davíð liefur ekki hugmynd Davíð Oddsson sagðist ekki hafa hugmynd um það hvort þetta skaðaði sameiningarviðræður á vinstri kantinum: „Eg er ekki viss um að hér sé um merka breyt- ingu að ræða, frekar en þegar Þjóðvaki gekk inn í Alþýðuflokk- inn eftir að hann hætti að vera til.“ Hins vegar fagnar hann því að Kvennalistinn sýni nú sitt rétta pólitfska eðli með því að fara í slagtog með félagshyggju- flokkunum, konurnar hafi stundað blekkingaleik f 1 5 ár, nú sé honum lokið. Sjá viðbrögð á bls. 8-9. Minni hagnaður Flugleiða Hagnaður Flugleiða fyrstu níu mánuði ársins var 519 milljónir króna, en var 662 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Hagn- aður af reglulegri starfsemi lækkar úr 889 milljónum króna í 341 milljón króna. Megin ástæður lélegri afkomu nú eru kostnaðarhækkanir eink- um vegna aukins launakostnaðar og óhagstæðrar gengisþróunar á mikilvægum mörkuðum. Rekstr- artekjur félagsins jukust um 16,5% fyrstu níu mánuðina og eigið fé jókst um 1 milljarð króna. Forsvarsmenn félagsins gera ráð fyrir að reksturinn verði í járnurn á árinu. Bréf Flugleiða hækltuðu um 0,56% á Verðbréfaþingi í gær og var lokagengi bréfanna 3,57. Hópur ibúa é Skólavörduholtinu mótmælti byggingaframkvæmdum í hverfi sínu fyrir framan Rádhús Reykjavíkur í gær við upphaf borgarstjómarfundar. íbúarnir eru óhressir með hvernig skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar hafa staðið að málum í Þingholtunum og nágrenn/ þeirra. - mynd: pjetur. Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi kvennalistakona. Aíramí R- listanum Kristín Einarsdóttir hyggst segja sig úr Kvennalistanum en vonast til að það hafi ekki áhrif á starf sitt með Reykjavíkurlistanum. Hún er afar ósátt við ákvörðun landsfundar Kvennalistans um að ræða við A-flokkana um sam- starf. „Með þessari ákvörðun hefur landsfundurinn stillt Kvennalistanum sem hreyfingu upp við hliðina á þessum vinstri flokkum og við það get ég ekki fellt mig. Eg tel þetta vera brot á grundvelli Kvennalistans.“ Kristín hefur starfað mikið með R-listanum undanfarin ár og er m.a. í samráði Iistans. Hún segir ljóst að hún geti ekki leng- ur starfað þar sem fulltrúi Kvennalistans. Kristín segist styðja R-listann heilshugar, enda hafi hann breytt mörgu til hins betra í borginni. „Eg vona að ég finni mér farveg til þess að styðja Reykjavíkurlistann í næstu kosningum og á ekki von á öðru.“ Lagt er til aö bílstjórar SVR búi sig undir að verja hendur sínar. Vagnstjórar læri sjálfsvöm Á stjórnarfundi SVR lagði áheyrnarfulltrúi vagnstjóra fram þá tillögu að haldin verði nám- skeið í sjálfsvörn fyrir vagnstjóra. Rökin fyrir þessari tillögu eru þau að vagnstjórar verða fyrir vaxandi áreitni og árásum auk óláta far- þega í vögnum SVR. Tillögunni var vísað til starfsmannastjóra. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Obreytt í þrjátíu ár Blað 2 Jafnir Dönum Bls. 5 Varmaskiptar SINDRI -sterkur í verki RTÚNI 31 • Síai552 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.