Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 5
 FÖSTUDAGUR 21.NÓVEMBER 1997 - S FRÉTTIR Stðndnm j afnir Dönum Verslunarmenn ætla að nýta sér efni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands við gerð næstu kjarasamninga. Þar kemur fram að lítill munur virðist vera á framleiðni vinnuafls í Danmörku og á íslandi. Verslunarmenn telja þá staðreynd vera haldgott inn- legg til að hækka laun til samræmis við það sem gengur og geríst í Danmörku. Framleiðni fiskveiða og landbiínaðar svip- uð og í Bandaríkjun- um. Samkeppni og hvetjandi launakerfi. Aukin afköst í versl- uii þrátt fyrir fækkun starfsmanna. Lítill munur virðist vera á fram- leiðni vinnuafls í Danmörku og á Islandi miðað við ársverk. Hins vegar er vinnuvikan styttri þar en hér. Magnús L. Sveinsson, for- maður VR, segir þetta vera vatn á myllu félagsins og annarra sem berjast fyrir því að hækka laun til samræmis við það sem gengur og gerist í Danmörku. Hann segir þessa staðreynd um framleiðni vinnuaflsins verða notaða við gerð næstu kjarasamninga. Fiskveiðar á heimsmæli- kvarða I skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skóla Islands sem unnin var fyrir Verslunarmannafélag Reykjavík- ur kemur fram að framleiðni í fiskveiðum og Iandbúnaði á Is- landi er mjög svipuð og gerist í þessum atvinnugreinum í Bandaríkjunum. Efni skýrslunn- ar nær yfir tímabilið 1973-1994. Ingjaldur Hannibalsson, dósent við HI, segir að framleiðni fisk- veiða sé á heimsmælikvarða. Hann segist hins vegar ekki hafa séð nein gögn sem staðfesta full- yrðingar í Hvítbók ríkisstjórnar að framleiðni í fiskveiðum hafi aukist um 60% á árunum 1990- 1993. Hins vegar hefur framleiðni- aukning fjármagns verið mjög lítil í flestum atvinnugreinum og farið minnkandi í mörgum grein- um sem bendir til offjárfestingar. Þar er einkum um að ræða bygg- ingariðnað, iðnað og Iandbúnað. Sem dæmi þá hefur arðsemi fjármagns í þjónustugreinum að- eins verið um ljórðungur þess sem tíðkast hefur í Bandaríkjun- um. Aftur á móti hefur orðið aukning í framleiðni íjármagns í fiskveiðum. Þá hefur framleiðni vinnuafls í smásöluverslun auk- ist verulega, eða um 148%. Þar ræður mestu aukin tæknivæðing og samkeppni. Þetta gerist á sama tíma og veruleg fækkun hefur orðið í vinnuafli í atvinnu- greininni, eða um 25% á tímabil- inu 1987-1994. Samkeppni I skýrslu Hagfræðistofnunar eru einnig lagðar fram tillögur til stjórnvalda, fyrirtækja og stofn- ana sem leiða munu til hraðari framleiðniaukningar atvinnulífs- ins í framtíðinni. Lykillinn að því er að auka samkeppni á markaði á sem flestum sviðum með því að afnema viðskiptahindranir og lög og reglugerðir sem takmarka samkeppni. Auka þarf áherslu á menntun og þjálfun og einnig á rannsókna- og þróunarstarfsemi. Þá er nauðsynlegt að draga úr áhrifum óhagkvæmni vegna smæðar, bæta stjórnun fyrir- tækja og stofnana, einkavæða ríkissfyrirtæki og þróa launakerfi með tengingu við framleiðni- aukningu. -GRH Hækkirn vegiia niiinii rauntekna Gj aldskr árhækkun Landsvirkjimar imi næstu áramót er inn- an marka þeirrar stefnumörkunar að gjaldskrá skuli hald- ast óbreytt til ársins 2000. Stefnumörkun Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að raunverð gjald- skrár fyrirtækisins verði óbreytt til ársins 2000, og að sögn Þor- steins Hilmarssonar, blaðafull- trúa fyrirtækisins, er 1,7% gjald- skrárhæklmn um næstu áramót innan þeirra marka sem nær til arðsemi, arðgjafar og gjaldskrár- Blaðafulltrúi Landsvirkjunar seg/r hækkunina núna vera innan marka gjaidskrárstefnu fyrirtækisins stefnu. Frá árinu 2001 skal raun- verð lækka um 2 til 3% á ári. Þorsteinn segir að þrátt fyrir Iitla verðbólgu hérlendis rýrni raunvirði tekna og er verið að taka tillit til áorðinna breytinga og áorðins kostnaðar í rekstri. Þar sem Landsvirkjun selur raf- magnið í heildsölu ætti hækkun- arþörf rafveitna að vera um 1%, en nokkrar rafveitur, t.d. í - Reykjavík, Hafnarfirði og á Akur- eyri, munu taka hækkun Lands- virkjunar á sig og ekki hækka raf- orkuverð til viðskiptavina sinna. Rafmagnsveitur ríkisins munu hins vegar hækka sína gjaldskrá um 1,7%, eða 0,7% fram yfir raunþörf vegna hækkunar frá Landsvirkjun, en það mun byggj- ast á eigin kostnaðarauka. — GG ingibjörg Sólrún og Bjarni Hafþór hittust í upphafl borgarstjórnarfundar í gær og má reikna með að lagið „Hún Reykjavik" ómi nú í ranni borgarfulltrúa meirí- og minnihluta. Krefst 80 milljóna í bætur Lífeyrissjóður Áburðarverksmiðj- unnar hefur höfðað skaðabóta- mál gegn ríkisfjárhirslu, Áburð- arverksmiðjunni hf., Þorsteini V. Þórðarsyni og Sveini Sæmunds- syni með kröfu um 80 milljóna króna bætur, sem að líkindum fara upp í um 110 milljónir með vöxtum. Málið má rekja til skuldabréfa- máls sem upp kom fyrir fáeinum árum, en í apríl í fyrra voru Þor- steinn og Sveinn dæmdir í Hæstarétti, ásamt Þorláki Omari Einarssyni. Þorsteinn var fjár- málastjóri Áburðarverksmiðj- unnar og Sveinn endurskoðandi hennar. Skuldabréfakaupin Áburðarverksmiðjan í Gufunesi, en gegn henni hefur nú verið höfðað skaðabótamá! leiddu til umtalsverðs tjóns fyrir lífeyrissjóðinn, sem varð að grípa til þess að ráðs að skerða réttindi sjóðsfélaga um 15%. Bótakrafan byggir á því að viðkomandi aðilar hafi sýnt af sér stórfellda van- rækslu og afglöp í starfi. - FÞG Bjami Hafþór gefur borgarstjóm disk Árið 1986 sigraði Áxureyringur af húsvískum ættum í samkeppni um lag í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur. Nú, rúmum áratug síðar, er höfundurinn, Bjarni Hafþór Helgason, búinn að syngja lagið sjálfur á disk og afhenda borgarstjóranum í Reykjavík 15 eintök til að allir borgarfulltrúar fái notið. 100 vildu blettaskoðun Halldóra Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, fékk mikil viðbrögð við ókeypis blettaskoðun. Um hundrað manns settu sig í samband við Krabbameinsfélagið á Akureyri til að komast í ókeypis blettaskoðun. Upp á þetta er boðið í dag í tilefni afmælis félagsins, en færri komust þó að en vildu, um fjörutíu manns. Það verður því nóg að gera í dag þegar sérfræðingur kann- ar bletti á húð fólks og segir til um hvort fjar- lægja þurfi þá vegna hættu á krabbameini. Þetta er hluti af forvarnarstörfum félagsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.