Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Mubarak forseti Egyptalands: hryöjuverkamenn vilja stjórn hans feiga.
Egyptaland -
hættusvæði
Mannskæðasta árás hryðjuverka-
manna á erlenda ferðamenn í
Egyptalandi til þessa átti sér stað
á mánudag við grafarhof Hats-
hepsút drottningar (ríkti 1490-
1468 f. Kr.) skammt frá Lúxor,
sem einnig hefur verið kölluð
Þeba og Iengi var höfuðborg Eg-
yptalands faraóanna.
Yfir 70 manns voru drepnir í
árás þessari og skothríð milli lög-
reglu og ódæðismannanna, þar
af um 60 erlendir ferðamenn frá
ýmsum löndum, flestir líklega
svissneskir en einnig voru þar á
meðal Japanir, Bretar, Þjóðverjar
og Frakkar.
Róttækir guðfræðingar
Talið er að ódæði þetta hal'i
framið menn úr Islamska hópn-
um svokallaða, bókstafssinnuð-
um hrvðjuverkaflókki sem stofn-
aður var síðla á 8. áratugi af rót-
tækum múslímskum guðfræð-
ingum undir forystu Sheikhs
Omar Abdel Rahman, sem situr
nú í fangelsi í New York fyrir
hlutdeild sína \dð að reyna að
sprengja niður World Trade
Center. Meðal stofnenda Ilokks-
ins voru einnig fyrrverandi liðs-
menn leyniþjónustu egypska
hersins og lögfræðingar.
Ætla mætti með hliðsjóri af ill-
virkjunum sem franrin voru við
áðurnefnt hof, er stendur í
grennd við Konungadal á vestur-
bakka Nílar, að flokkur þessi væri
eins öflugur og vel skipulagður
og nokkru sinni fyrr. En nú láta
fréttaskýrendur, sem teljast
þekkja á íslamska hópinn og aðra
álíka flokka í Egyptalandi, sem
undanfarin ár hafa verið athafna-
samir við manndráp, í ljós þá
skoðun að Ilokkur þessi sé nú svo
sundraður að vart geti talist að
hann sé lengur til sem slíkur.
Flóttameiui í Bretlandi og á
Norðurlöndum
Fréttaskýrendur þessir segja, að
egypskum stjórnvöldum og ör-
yggisþjónustu þeirra hafi undan-
farin ár orðið verulega ágengt
gegn fslamska hópnum. Flestir
stofnenda hans og forystumanna
séu nú annaðhvort í fangelsi eða
hafi verið hengdir en einhverjir
séu í útlegð í Bretlandi, Svíþjóð
og Danmörku, ekki ósennilega á
þeim forsendum að þeir teljist
pólitískir flóttamenn. Vera kann
að þeir stjórni þaðan morðárás-
um á ferðamenn frá löndum
þeim, er veitt hafa þeim hæli.
Langt er síðan, að sögn ofan-
nefndra fréttaskýrenda, að
egypsku öryggis- og lögregluliði
tókst að tryggja fyrir flokknum
Baksvið
íslamski hópurinn
hefur spaltast í fjöl-
marga smáhópa, en
það kann að hafa leitt
til þess að yfirvöld
eigi erfiðara en fyrr
með að henda reiður
á hryðjuverkamönn-
iuii þessum.
nokkurn veginn öryggi háttsettra
stjórnmálamanna og lögreglu-
manna og t.d. þekktra veraldar-
sinnaðra menntamanna. En í
staðinn hafi íslamski hópurinn
eða sellur upprunnar í honum
beint hryðjuverkum sínum gegn
kristnum Egyptum, sem eru
kannski um tíu milljónir, og erl-
endum ferðamönnum.
Svo er að heyra á fjölmiðluðu
efni um þetta að með áður-
áminnstri útrýmingu forystu ísl-
amska hópsíns hafi egypskum
yfirvöldum tekist að gera hann að
höfuðlausum her, sem vegna
höfuðleysis síns hafi sundrast í
marga smáhópa, er eigi í deilum
innbyrðis. En ekki hefur það
dregið úr hryðjuverkum bókstafs-
sinna þessara. Vera kann að ein-
mitt vegna spöltunar þeirra niður
í marga smáhópa, sem fara sínu
fram hver í sínu lagi og hafa enga
sameiginlega foiystu, eigi yfir-
völd erfiðara með að henda reið-
ur á þeim en var meðan þeir voru
meira sameinaðir og skipulagðir.
Tníarofsókriir
Morðárásir bókstafssinna á
kristna landa sína, kopta, eru
trúarofsóknir, gerðar á þeim fors-
endum að koptarnir séu „guð-
leysingjar." Egypsk stjórnvöld
virðast ekki hafa gert teljandi
ráðstafanir til þess að tryggja ör-
yggi kopta og í Evrópu/Vestur-
löndum, sem teljast kristin, hafa
ofsóknir þessar ekki vakið neina
stórathygli. Koptar eru því mikið
til varnarlausir gegn umræddum
illvirkjum.
Oðru máli gegnir um erlenda
ferðamenn. A þeim hefur Egypta-
land grætt um þrjá milljarða doll-
ara á ári undanfarið. Þeir eru
helsta gjaldeyrislind landsins og á
þeim byggjast einkum vonir, sem
undanfarið hafa oft verið látnar í
ljós þarlendis, um að landið verði
„tígrisdýr" í efnahagsmálum
Austurlanda nær. Yfirvöld leggja
sig því fram við að reyna að
tryggja öryggi erlendra ferða-
manna. Mjög dró úr ferðamanna-
straumnum til Iandsins 1993-94
vegna undangenginna árása á erl-
enda ferðamenn, en síðan hefur
sá straumur aukist drjúgum aftur,
enda hafa egypsk stjórnvöld verið
óspör á fullvrðingar um að þeim
hafi tekist að berja hryðjuverka-
liðið niður. En eftir árásina fyrir
framan Egyptasafn í Kaíró í sept-
ember, er níu þýskir ferðamenn
voru myrtir, og árásina við hof
Hatshepsút nú á mánudaginn,
má búast við hruni í feröamanna-
straumnum til Egyptalands.
Með árásunum á ferðamenn-
ina eru umræddir Iny'ðjuverka-
menn að reyna að fella núver-
andi veraldarsinnuð stjórnvöld
ineð því að grafa undan efnahag
Iandsins, en einnig telja þeir að
vestrænir ferðamenn flytji með
sér „spillingu.“ Ferðamennirnir
koma aðallega til þess að skoða
minjar frá Egyptalandi faraó-
anna, sem var heiðið, og það
kann að auka ergelsi bókstafs-
sinna gegn ferðamönnum. Meðal
egypskra bókstafssinna hefur
sem sé gætt andúðar nokkurrar á
heiðinni fortíð landsins, kannski
meðfram vegna þess að sú fortíð
er það sem F]gyptaland er frægast
fyrir.
Sættu sig við loforð frá Rússum
ÍRAK - írakar hafa fallist á að
vopnaeftirlitsnefndir Samein-
uðu þjóðanna taki aftur til
starfa, þar með þeir Banda-
ríkjamenn sem í þeim eru, án
nokkurra skilyrða, en þó gegn
skriflegu loforði frá Rússum
um að þeir muni vinna að þ\ í
að ná fram ýmsum baráttu-
málum Iraka sem varða bæði
viðskiptaþvinganir og eftirlits-
nefndirnar. Sameinuðu þjóð-
irnar hafa ekki fallist á að
aflétta viðskiptaþvingunum,
sem staðið hafa yfir f sjö ár,
fyrr en fullvissa er fengin fyrir
því að öllum gjöreyðingar- Saddam Hussein hieypir
vopnum í írak hafi verið eytt. Bandaríkjamönnum aftur inn.
Nýr fjármálaxáðlierra
RUSSLAND - Mikhaíl Sadornov tók í gær við embætti fjármálaráð-
herra Rússlands, eftir að Anatólí Tsjúbaís hafði verið vikið úr embætti
að kröfu þingsins vegna fjármálahneykslis. Sadornov er 34 ára þing-
maður flokks umbótasinna, Jabloko, og hefur verið formaður fjár-
málanelndar þingsins.
Gyðingur skotiuu í Jerúsalem
ISRAEL - Maður vopnaður byssu skaut á tvo ísraelska námsmenn í
múslimahverfi gömlu borgarinnar í Jerúsalem í gær. Annar þeirra lést
en hinn særðist. Lögregluna grunaði að byssumaðurinn hafi verið
Palestínumaður, og þykir atvikið líklegt til að flækja enn fyrir í þeim
ógöngum sem friðarviðræður Israels og Palestínumanna hafa verið í.
Neyðarfundur var í ríkisstjórn ísraels í gær vegna málsins og sagði
Benjamín Netanjahu forsætisráðherra þetta vera „alvarlegt og óþol-
andi“ atvik.
Reylonóðuuni skolar burt
MALASIA - Regntíminn er loks hafinn á Malasíu og skolar burt þeirri
reykmóðu sem legið hefur yfir öllu, en í staðinn koma flóð og sterkir
vindar sem þegar hafa orðið a.m.k. fjórum að bana. Búist er við að
regnið slökkvi skógareldana sem brunnið hafa í Indónesíu vikum
saman og reykmóðan yfir löndunum í þessum heimshluta er þegar
horfin að mestu.
Leikfélag Saudáikióks sýnir i Bifiöst
Ævintýrið
[—Trílill-
Barnaleikrit með söngvum eftir
Hilmi Jóhannesson og Huldu Jónsdóttur.
Tónlist eftir Eirík Hilmisson.
Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir.
Frumsýning föstudaginn 21. nóv. kl. 20
2. sýning laugardaginn 22. nóv. kl. 16
3. sýning sunnudaginn 23. nóv. kl. 14
4. sýning sunnudaginn 23. nóv. kl. 17
5. sýning þriðjudaginn 25. nóv. kl. 18
6. sýning miðvikudaginn 26. nóv. kl. 18
Miðapantanir í síma 453 5727
(María Gréta) daglega kl. 18-20
Miðasalan í Bifröst opnar alltaf hálfum tíma fyrir sýningu
Almennt miðaverð kr. 1.300
Athugið miðaverð fyrir hópa (10 eða fleiri) kr. 1000
Leikfélag Sauðáikróks