Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 21.NÓVEMBER 1997 - 3 X^MT'. FRÉTTIR Þorsteinn segir Kyoto- mörktn vera okkur erfld Þorsteinn Pálsson, sj ávanít vegsráöherra, sagði á Fiskiþingi í gær að hann vonaðist til að samningur næð- ist á ráðstefnu SÞ í Kyoto um töluleg mörk í losun gróður- húsalofttegunda. Sjávarútvegsráðherra sagði að það skipti sjávarútveginn miklu þar sem þriðjungur þess útblást- urs sem takmarka á hér við land kæmi frá fiskiskipum en losun gróðurhúsalofttegunda frá fiski- skipum hefði aukist um 18% frá árinu 1990, eða um sama hlut- fall og verðmæti sjávarafla. Ráð- herra sagði það afar erfitt að samþykkja í Kyoto losunarmörk til ársins 2010 óháð fiskafla og varpaði fram þeirri spurningu hvort Islendingar gætu afsalað sér rétti til að fullnýta auðlind- irnar kringum landið. Sjávarútvegsráðherra hefur látið kanna með hvaða hætti megi koma á stofn upplýsinga- banka um íslenskan sjávarútveg. Hópurinn verður skipaður full- trúum útflytjenda, veiða og vinnslu ásamt fulltrúa ráðuneyt- isins og er ætlað að leggja á ráð- in um hvernig tengja megi sam- an upplýsingar sem nú liggja víða. Ráðherra segir mikilvægt að byggja á nákvæmum leiðbeining- um Fiskistol’u þannig að skoðun- armenn noti sömu forsendur þegar mat á ástandi hjá framleið- endum fer fram. Reglugerð um faggiltar skoðunarstofur í sjávar- útvegi kemur til framkvæmda um næstu áramót. Faggilding verður framkvæmd af Faggild- ingardeild Löggildingarstofu og um þessar mundir er Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins að öðlast faggildingu, fyrst íslenskra prófunarstofa. Ráðherra skýrði einnig frá því að Verkmenntaskólinn hefði ákveðið að hefja á nýju ári til- raun með starfsnám í fiskvinnslu strax eftir grunnskóla og skiptist námið í bóklegan hluta sem kenndur verður innan skólans og verklegan hluta sen kenndur verður í fiskvinnslufyrirtækjum nyrðra. Þorsteinn Pálsson sagði brýna þörf á markvissri umræðu og stefnumótun varðandi fræðslu og menntun greinarinn- ar, og Fiskifélagið væri um margt ágætur vettvangur slíkrar um- fjiillunar. - GG REYKJAVIK Reykskýli lokað Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur staðfest bann heilbrigðis- eftirlits við reykingum nemenda í reykskýli á lóð Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti sem er úr gleri. Sýn í Bláfjölluiti Svo kann að fara að sjónvarps- stöðin Sýn verði með beinar út- sendingar frá skíðasvæði borgar- innar í Bláfjöllum í vetur. Frani- kvæmdastjóri Bláfjallanefndar hefur að undanförnu átt í við- ræðum við sjónvarpsstöðina um málið. SVR kaupir mengunarmæla Stjóm SVR hefur samþykkt ein- róma að fela forstjóra fyrirtækis- ins að kaupa mælitæki sem mælir útblástur og mengandi áhrif hans vegna aksturs vagn- anna. Þetta er jafnframt liður í undirbúingi að því að kanna kosti þess að leiða útblástur upp fyrir þak vagnanna til að draga úr mengun. Atvinnuleysi mest hjá konum I lok sl. mánaðar voru á atvinnu- leysiskrá í borginni samtals um 2.490 manns, 1.006 karlar og 1.484 konur. Þar af voru 59 ör- yrkjar, 21 kona og 38 karlar. A sama tíma í fyrra voru á skrá 2.865 manns, 1.226 karlar og 1.639 konur. Þar af voru 73 ör- yrkjar, 31 kona og 42 karlar.-GRH Karlremba á kúafundi Konur í siumlenskri bændastétt saka fram- kvæmdstjóra Lands- sambands kúabænda uiii karlrembu. Ýmsir vilja hann leystan frá störfum. Olga er meðal kúabænda á Suð- urlandi vegna framgöngu Guð- björns Árnasonar, framkvæmda- stjóra Landssambands kúa- bænda, á bændafundi í Þingborg í Flóa á miðvikudag í sl. viku. Þeir sem á fundinum voru telja að orðbragð hans hafi ekki verið sem vera skyldi og konur sem á fundinum voru telja að sér vegið og segja framkvæmdastjórann haldinn karlrembu. Katrín Andrésdóttir, dýralækn- ir í Reykjahlíð á Skeiðum, og tvær aðrar konur, fluttu tölu á fundinum þar sem þær töluðu gegn innflutningi fósturvísa. Á eftir þeim fór Guðbjörn í pontu Guðbjörn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, var sieginn með tösku eftir að hafa haldið fram málstað norskra. Þykir hafa farið yfir strikið á sunnlenskum bændafundi og er sakaður um karlrembu. „... og missti stjórn á sér, kallaði okkur sem mótmæltum innflutn- ingi fósturvísa úr norskum kúm saumaklúbbskerlingar með kyn- þáttafordóma. Þeim orðum að smithætta fylgi innflutningi norska kúa hingað til lands svar- aði Guðbjörn að smithættan gæti eins komið með bændum sem væru í bændaferðum erlendis að skoða fjós og gætu verið sam- dægurs komnir heim í fjós í mjaltirnar,“ segir Katrín. - Fleiri ummæli framkv'æmdastjórans voru í þessum dúr. „Síðan fór Guðbjörn úr pontu,“ segir Katrín Andrésdótt- ir, „gekk að mér og strauk mér snarplega um vangann og spurði hvort ég væri reið. Síðan gekk hann að annarri konu, Sigríði Jónsdóttur í Gýjarhólskoti í Bisk- upstungum, sem sat skammt frá og hafði talað fyrr á fundinum gegn innflutningi, og sagði að við skyldum sjá hver grenjaði fyrr.“ Það var Sigríður sem veittist að Guðbirni með handtösku í kaffi- hléi eftir snörp orðaskipti þeirra á milli, einsog fram kom í Degi í gær. I kaffihléinu sagði Guðbjörn að konur væru best geymdar heima í eldhúsi. „Eg taldi það rétt minn að svara fyrir þetta orðaskak hans ineð þessum hætti,“ segir Sigríður. Katrín Andrésdóttir tekur fram að Guðbjörn hafi flutt „afsökun- arnefnu“ í fundarlok, en það breyti því ekki að veruleg ólga sé meðal bænda vegna framkomu hans á fundinum. - „Hann fór yfir strikið," segir Egill Sigurðs- son, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi, sem staðfesti að hópur manna hefði óskað eftir því að félagið hlutaðist til um að Landssamband kúabænda leysti framkvæmdastjórann frá störf- um. - SBS. íslenskar kýr eða norskir fósturvísar í hagann? Deiiur valda tilfinningaólgu á fundi eins og Dagur sagði frá í gær. Var ekki aö veiða í soðið Hæstiréttur hefur staðfest sekt- ardóm undirréttar, þar sem Jó- hannes Sigurður Olafsson var sakfelldur fyrir að hafa skotið 170 kg af ýsu undan vigt. I læsti- réttur hafnaði þar með þeim skýringum Jóhannesar að ýsan hefði verið soðning fyrir sig og fjölskyldu sína. Jóhannes hélt því fram að um undirmálsfisk hafi verið að ræða og að hann hafi aðeins ætlað sér og sinni fjölskyldu ýsuna til mat- ar. Hæstiréttur bendir á að lög standi ekki til þess að undan- þiggja undirmálsfisk fyrirmæl- um um vigtun sjávarafla. Þá seg- ir Hæstiréttur að undanskotið upp á 170 kg af ýsu hafi verið þriðjungur af afla v'iðkomandi veiðiferðar, sem sé langt um- fram það magn, sem hægt er að fella undir skilgreiningu urn soðningu fyrir eina fjölskyldu. Refsingu fyrir skotvopnabrot frestað Refsingu yfir Friðberti Páli Njálssyni hefur verið lrestað með Hæstaréttardómi, en Frið- bert var ákærður fyrir brot á skotvopnalögum. Málið upp- hófst eftir innbrot hjá Friðberti, en við rannsókn á innbrotinu uppgötvaðist að hann var með talsvert af leyfislausum skot- vopnum í sínum fórum. I undirrétti var Friðbert sak- felldur og dæmt að skotvopnin skyldu gerð upptæk. Hann fær nú mildari meðferð, meðal ann- ars er ekki lengur gerð krafa um upptöku skotvopnanna og hafa þau verið afhent honum. Meðal annars er þar byggt á bréfum Böðvars Bragasonar lögreglu- stjóra og Skarphéðins Njálsson- ar lögregluvarðstjóra um að skoða megi skotvopnaeign Frið- berts sem „safn gripa" og að embættið leggist ekki gegn leyfi fyrir skotvopnunum. I framhaldi af því frestaði Hæstiréttur refs- ingu yfir Friðberti í tvö ár og fellur hún niður haldi hann skil- orð hegningarlaga. Fantar á Alþingi Véiskótanemar færðu þingmönnum forláta kaffifanta að gjöf i gær. Til- gangurinn var að fá þá til að beita sér gegn hugmyndum um að fiytja Sjó- mannaskólann úr núverandi húsnæði að Höfðabakka. Á fantana er prentuð tilvitnun í ræðu Sveins Björnssonar, rík- isstjóra íslands, sem sagði árið 1944 að það væru íslenskir sjómenn sem öðrum fremur hefðu aflað þess fjár „sem gerir ríkinu kleift að reisa þessa myndarlegu byggingu." Ólafur G. Ein- arsson, forseti Alþingis, tók við gjöfum véiskóianemanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.