Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 10
10-FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 SDgftr FRÉTTIR Krefur KÁum 29 imlljóiiir Oddur Sigurbergsson, fv. kaupfélagsstjóri KÁ, vill fá „vangreidd eftirlaun“ upp á 29 milljónir króna - með fyrirvara um enn frekari kröfur. Oddur Sigurbergsson, áttræður fyrrum kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Árnesinga (KÁ), hefur höfð- að mál gegn kaupfélaginu til innheimtu á „van- greiddum eftir- launum" að upp- hæð 29 milljónir króna auk drátt- arvaxta. Oddur gerði starfslokasamn- ing við KÁ sumar- ið 1982 með samningi um eft- irlaunarétt og undirritaði samn- inginn fyrir hönd KÁ þáverandi for- maður stjórnar, Þórarinn Sigur- jónsson. Skyldu hámarkseftirlaun vera 90% af launum kaupfélags- stjóra á hverjum tíma ásamt svokölluðum þrettánda mánuði. Var miðað við að laun kaupfélags- stjóra væru jafnhá framkvæmda- stjóralaunum hjá SIS. Oddur telur sig hafa verið lágt launaðan alla tíð í starfi, en rétt- lætt það með væntingum um ríf- leg eftirlaun. Hann hafi lent í erf- iðleikum með að fá uppgefnar eft- irlaunaviðmiðanir hjá KÁ og síð- ast fengið þau svör frá Vinnu- málasambandinu í ágústlok sl. að laun Þorsteins Pálssonar, fram- kvæmdastjóra KA, væru trúnaðar- mál og að framkvæmdastjórastarf Þorsteins væri ekki hliðstætt kaupfélags- stjórastarfinu. Oddur telur þetta fráleitt og hefur stefnt KA, þar sem kröfurn- ar taka, meðan annað fæst ekki upplýst, mið af upplýsingum úr Frjálsri verslun um 809 þúsund króna mánaðar- tekjur Þorsteins. Oddur er auk þess með fyrir- vara um mun hærri kröfu á hendur KA, því krafan nú er um vangreidd eftir- laun frá 1993, en Oddur telur sig eiga inni vangreidd eftirlaun allt frá 1982. — FÞG Oddur Sigurbergsson: Fékk ekki upplýsingar um tekjur eftirmanns síns, en sá í Frjálsri verslun að þær voru ekkert slor. Málþing Kristni- hátíðar Kristnihátíðarnefnd stendur fyrir málþingi á morgun vegna fyrirhugaðra hátíðahalda um aldamótin í tilefni kristnitöku- afmælisins. Það verður m.a. fjallað um menningarleg og samfélagsleg áhrif kristnitök- unnar. Einnig um stöðu kirkj- unnar við aldamót og samstarf kirkju og þjóðar á tuttugustu og fyrstu öldinni. Málþingið verður haldið í ráðhúsi Reykjavíkur og hefst klukkan 13:00. Formaður Kristnihátíðarnefndar er Júlíus Hafstein. Tunil skólastjóri Sjávarútvegshá- skóla SÞ Dr. Tumi Tómasson, fiskifræðingur, hefur verið ráðinn skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, sem tekur til starfa á næsta ári. Háskóli SÞ, utanríkisráðuneytið og Hafrannsóknastofnun und- irrituðu samning um stofnun skólans í júní í sumar og fljótlega var ákveðið að auglýsa stöðu forstöðumanns. Níu umsóknir bárust en ein var síðar dregin til baka. Stjórn skólans ákvað að ráða Tuma. Hann er sem stendur í Afríku á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Islands og segir í fréttatilkynningu að hann muni nýta ferðina til að undirbúa val á fyrstu nemendum skólans. Byrjaðir á Meimingarmiðstöðinni Framkvæmdir eru hafnar við Menningarmiðstöð Kópavogs og hefur botnplata 1. áfanga verið steypt. Nýlega voru opnuð tilboð í upp- steypu og frágang utan húss. Ris ehf. bauð lægst eða tæpar 90 millj- ónir króna og var ákveðið að taka því. Verklok eru áætluð í ágúst 1998. í fyrsta áfanga menningarmiðstöðvarinnar er gert ráð fyrir konsert- sal og þar verður Tónlistarskóli Kópavogs einnig til húsa. Júlíus Hafstein, formaður Kristnihátíðarnefndar. Áhugi Geðhjálpar á að fá Hafnarbúðir undir starfsemi sína hefur verið kynntur fyrir rikisstjórn. Heilbrigðisráðherra hefur sýnt málinu mikinn áhuga og velvilja. Kostnaður vegna hita, rafmagns og fasteignagjalda Hafnarbúða er talinn nema um einni milljón króna á ári. Fjárhagsáætlun Geðhjáipar á árinu er um 8-9 milljónir króna. Geðhjálp vUl kaupa Hafiiarbúðir Rikið viU selja. Pen- ingiuii safnað til húsakaupa. MiMU velvUji. Næg verk- efni. „Það eru komin rúmlega sjö þús- und styrktarloforð en hvert lof- orð hljóðar upp á 2900 krónur. Ef það skilar sér allt saman þá erum við með fugl í hendi en ekki bara í skógi,“ segir Ingólfur H. Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar. Geðhjálp hefur mikinn áhuga á að kaupa Hafnarbúðir undir starfsemi sína en félagið leigir aðra hæð hússins af ríkinu. Á undanförnum dögum hefur fé- lagið verið að safna styrktarlof- orðum til húsakaupanna og lýk- ur þeirri söfnun um mánaðamót- in. Húsið er á þremur hæðum ásamt kjallara og er hver hæð um 300 fermetrar að stærð. Eng- in starfsemi er á öðrum hæðum hússins. Brunabótamat hússins er um 187 milljónir króna og fasteignamat um 40 milljónir. Talið er að rekstarkostnaður hússins sé um ein milljón króna á ári að undanskildum launum starfsmanna. Áhugi hjá ráðherra Ingólfur segist ekki óttast að húsið verði selt einhverjum öðr- um, en frestur sá sem Ríkiskaup setti fyrir tilboðum í það rann út sl. mánudag. Hann segist hafa skrifað Ríkiskaupum í framhaldi af því þar sem fram kom að þeir gætu ekki gert tilboð fyrir aug- lýstan frest. Hinsvegar hefur heilbrigðisráðherra rætt málið á fundi ríkisstjórnar til að kanna möguleika á því að Geðhjálp fái Hafnarbúðir en þó ekki ókeypis. lngólfur segir ráðherra hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga og vel- vilja. Ef ekkert óvænt kemur uppá og húsið ekki selt öðrum undir veitingastarfsemi eða krá, verða næg verkefni fyrir skjólstæðinga Geðhjálpar í húsinu sem ætti að auðga mannlífið þarna við höfn- ina. Ætlunin er að hafa íbúðir á þriðju hæð hússins sem verða leigðar út og m.a. til fólks utan af landi sem þarf að leita Iækn- inga í borginni. Þá verður at- vinnumiðlun Geðhjálpar með aðstöðu í húsinu, auk ýmisskon- ar vinnuaðstöðu fyrir geðfatlaða. Ingólfur segir verkefnin næg og vonandi að gæfan brosi við þeirn í Flafnarbúðum. — GRH Haíharkráiii fékk jirjá mánuði Hafnarkráin: Það átti að loka staðnum, en kráin fékk frest eftir ihlutun Haralds Blöndals lögfræðings. Félagsmálaráð hefur lagt til við borgarráð að Hafnarkránni verði veitt þriggja mánaða bráða- birgðaleyfi til vínveitinga, með skilyrðum um að „bragur" krár- innar batni og að hún opni ekki fyrr en kl. 18, bæði um helgar og virka daga. Félagsmálaráð hafði áður synj- að kránni um framlengingu á leyfinu, en borgarráð vísaði mál- inu til baka eftir að Haraldur Blöndal, lögfræðingur Hafnar- krárinnar, hótaði skaðabótamáli í Ijósi jafnræðisákvæða stjórn- sýslulaga. Að sögn Guðrúnar Ogmundsdóttur, formanns fé- Iagsmálaráðs, var ákveðið að veita hið skilyrta Ieyfi til að öll stjórnsýsluákvæði séu virt. „Okkur er vitaskuld kunnugt um óánægjuraddirnar, en í ljósi nýrra upplýsinga var ákveðið að gefa staðnum tækifæri i þrjá mánuði til að laga brag staðar- ins. Einnig horfum við til þess að Ieyfishafinn fær nú þennan tíma ef hann vill komast út úr þessum rekstri með góðu móti,“ segir Guðrún. Sigurður I. Halldórsson lög- fræðingur segir að hann og um- bjóðendur sínir séu undrandi á þessari kúvendingu. „Staðreyndir málsins eru óbreyttar og því kemur þetta á óvart. Aftur á móti felst í því viðurkenning að eitt- hvað sé að hjá Hafnarkránni þeg- ar henni er veitt leyfi í stystan mögulegan tíma og með ströng- um skilyrðum. Það er jákvætt að yfirvöld hlusti á sjónarmið fyrir- tækja í grenndinni, en bagalegt að sjónarmið fjölskyldu- og barnafólks er virt að vettugi og hagsmunir þess fótum troðnir. Mínir umbjóðendur áskilja sér allan rétt til að vera í þeirri stöðu að geta búið í sínu húsi og nýtt sína fasteign, sem þau hafa ekki getað gert,“ segir Sigurður. — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.