Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 6
6 - FÖSTUDAGUR 21.NÓVEMBER 1997 Tfc^wr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjúri: Ritstjúrar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingade/ldar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLANO JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Vísa hver á aiman í fyrsta lagi Flestir eru sammála um að grípa verði til róttækra aðgerða á næstu árum til að hemja losun lofttegunda sem eiga mestan þátt í að skapa svoköliuð gróðurhúsaáhrif - en þau geta gjör- breytt loftslagi á jörðinni og þar með Iífsskilyrðum jarðarbúa. Þess vegna hafa ríkisstjórnir þjóða heims unnið að því undan- farin ár að ná samkomulagi um skuldbindandi hámörk þessar- ar mengunar fram til ársins 2020. Það sem einkennt hefur allt það starf er sú afstaða flestra að auðvitað verði að draga veru- lega úr losun þessara lofttegunda, en það sé bara annarra að gera það. í öðru lagi Leiðtogar Evrópusambandsins hafa reynt að slá sig til um- hverfisriddara í augum alheimsins með því að leggja til að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 1 5 prósent fram til ársins 2015. Hjá þeim sjálfum á þetta að vera meðal- tal; sumar Evrópusambandsþjóðir eiga jafnvel að fá að auka slíka mengun. Enginn reiknar með því að þessi tillaga verði samþykkt, enda vilja Bandaríkin, Japan og fleiri ríki fara mun hægar í sakirnar. Og þróunarríkin, þar sem Iosun þessara eitr- uðu lofttegunda mun augljóslega stóraukast á næstu áratug- um, segja þetta vandamál sem iðnríkin hafi skapað og þau eigi að borga brúsann. í þriðja lagi íslensk stjórnvöld hafa reynt að leggja áherslu á sérstöðu Is- lands í viðræðunum um Kyoto-bókunina svokölluðu. Hvort sem sú viðleitni skilar tilætluðum árangri eða ekki er augljóst að væntanlegt alþjóðlegt samkomulag mun hafa mikil áhrif hér á landi. Að öllu óbreyttu stefnir í stórfellda aukningu á los- un gróðurhúsalofttegunda hér á landi á næstu áratugum, jafn- vel um 15-20 prósent fram til ársins 2010, í stað þess sam- dráttar sem stefnt er að í Kyoto. Umræðan að undanförnu bendir eindregið til þess að hvorki íslensk stjórnvöld né at- vinnulíf hafi enn sem komið er búið sig undir það sem í vænd- um kann að vera. Elias Snæland Jónsson. Hæstvirtur forseti, ég á mig sjálf „Hæstvirtur forseti, nú á ég mig sjálf,“ sagði Kristín Ást- geirsdóttir á Alþingi í gær eft- ir að hafa tilkynnt um úrsögn sína úr Kvennalistanum. Kristín er nú eini alþingis- maðurinn sem er hvorki til hægri eða vinstri og eftir því sem næst verður komist er hún ekki heldur á miðjunni, í það minnsta afneitar hún staðfastlega að vera á leið í Framsóknar- fiokkinn. Sem sagt, Kristín er eini þingmaður- inn sem ekki er bundinn á klafa gamla fjór- ilokksins - hún á sig sjálf. Megas eða Þur- íður Garri veltir því nú fyrir sér hvaðan þessi tilvitnun Krist- ínar er tekin. Það eru nefni- lega tvö fræg dægurlög með þessum hendingum, annars vegar lag sem Þuríður Sigurð- ardóttir söng. I því lagi segir: „ég á mig sjálf - þeir mega eiga sig“ og síðan er ekkert meira um það. Hitt lagið er frá Megasi en þar segir: „Eg á mig sjálf, en mamma Bobba starfrækir mig!“ Skilaboð Kristínar eru semsé gjörólík eftir því hvort lagið það er sem vitnað er í. Afar freistandi er að álykta að tilvitnunin sé ekki í Þuríði heldur Megas. Það er nefni- Iega ýmislegt sem bendir til að Kristín sé komin í einhvers konar starfrækslubland við þau pólitísku tröll sem eru Iítið hrifin af þessu sarnein- ingartali öllu saman hjá A- ílokkunum. AHabaHar Þannig er ljóst að þingmenn eins og Hjörleifur, Steingrím- ur J. og Svavar Gestsson gátu eiginlega ekki fengið betri út- komu í kvennali- stamálinu en þá sem varð. Þeir munu benda á að svipað hefði auð- vitað getað gerst hjá allaböllum ef sameiningarsinn- ar hefðu náð að knýja fram ein- hver skref sem menn voru ekki tilbúnir í. Það hefði þýtt klofn- ing. Átökin í Kvennalistanum eru þannig vel útfært sýnidæmi um málið sem allt eins gæti hafa verið starfrækt af gömlu flokkseig- endunum í þingflokki AB. í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að ætla að tilvitnun Kristfnar hafi einmitt verið í Megas og bin duldu skilaboð því verið: „Eg á mig sjálf, en Hölli Gutt- orms starfrækir mig.“ En sé það hins vegar rangt að kvennalistaklofningurinn sé starfræktur sem sýnidæmi af íhaldssömum allaböllum er ljóst að þessir allaballar eiga óunnið verk fyrir höndum. Þeir hljóta að grípa þetta ein- stæða tækifæri og reyna að starfrækja Kristínu og þær hinar, sem pólitísk „víti til að varast“ fyrir allaballana. Það liggur í augum uppi. GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Gaman er að börnunum þegar þau fara að sjá, sagði kerlingin og ruglaði saman kettlingum og krökkum. Eins getur líka verið gaman að pólitíkusum þegar þeir fara að sjá, en oftast er það blendin ánægja og sjaldgæf. Öll þau ár sem Jóhanna Sigurðar- dóttir var ráðherra voru laun og fríðindi æðstu manna ríkisbank- anna henni hulinn heimur.-Ein- staka blaðamenn og aðrir níildr- arar reyndu samt þá sem endra- nær, að vekja athygli á þessu, sem mörgu öðru sem forgangs- stéttir samfélagsins Ieyfðu sér og Ieyfa enn, og þingkonan ' kallar núna „svínarí og siðleysi". Hér er Ijúft að minna á að Jó- hanna gegndi sínum ráðherra- dómi með sóma og komst ailra sinna ferða á eigin bíl og verður seint sökuð um siðleysi og bruðl í eigin þágu. En þá snéri hún blindu auga að broguðu siðferði þeirra mörgu sem Iíta á embætti og opinberar stöður sem ávísun á Opmberir leyndardómar og upp- auðfengna peninga og flest þau veraldlegu gæði, sem samborgar- arnir verða að vinna fyrir í sveita síns andlits. Fyrirspurnir Jóhönnu Ijóstranir á kjörum ríkis- bankamanna, eru allt gamlar og þvældar lummur, sem fjölmiðl- arnir grípa á lofti, eins og um nýmæli sé að ræða og fjalla um af vandlætingu og hreint ótrúlegu siðferðisþreki. Svikin siðbót Ótrúleg risna forrétt- indaaðalsins og enn ótrúlegrí dagpeningar eru umfjöllunarefni sem ríða yfir í hysteríisköst- um og lognast síðan út af, þar til ný hneykslunaralda ríður yfir og ekkert hefur breyst í millitíð- inni. Nú lofa ráðherrar og banka- ráðsformenn mikilli siðbót um Jóhanna Sigurðar- dóttir. Forvitni hennar vaknaði aldrei þegar hún sat í stjórnar- ráðinu. áramót, þegar ríkisbankarnir verða háeffaðir. Þá eiga nýjar stjórnir að semja um ný kjör æðstu manna. Það var gert þegar Landssíminn varð háeff og topp- arnir þar veittu sjálfum sér ríflegar launahældt- anir, sem nú er einhver verst varðveitti leyndar- dómurinn í ríkisreknu hlutafélagi. Gamalt og vel þekkt lögmál Það er annars athyglis- vert, að á tímum hinnar miklu jafnéttiskröfu, skuli launa- og Iífskjara- bilið aukast jafnt og þétt. Fyrir 40 árum, eða 1958, var munurinn á meðaltekjum, þar með talin verkamannalaun, og þeirra sem hæst höfðu kaupið, því sem næst helmingur. En laun kvenna voru lægri. Embættismenn í góðum stöðum og forsjármenn fyrir- tækja leika sér að því núna að krækja sér í tífaldar meðaltekjur. Launþegarekendur taka mið af öðrum forsljórum og stjórnar- mönnum í sjóðum og stjórnum þegar þeir ákvarða eigin Iífskjör. Því er engin ástæða til að kvarta yfir því hvernig nútíminn með sínu markaðskerfi metur vinnu- framlag til fjár. En þar er eld- gamalt lögmál á kreiki um lífs- baráttuna í frumskóginum. Þeir sterku, gráðugu og ósvífnu fá mest og við því er nákvæmlega ekkert að gera. Hysteríiskastið sem Jóhanna kom af stað mun ganga yfir og gleymast þar til næst, og kjaraað- allinn mun hreiðra enn betur um sig á meðan láglaunabjálf- arnir semja um hverja þjóðar- sáttina af annarri og treysta á betri framtíð með því að kaupa lottómiða. Samræmd könnunar- prófí 4. og 7. bekk grunnskóla sýna mik- inn mun milli lands- byggðar og höfuðborgar. Hver er ástæðan ? Hafsteinn Karlsson skólastjóri Selásskóla í Reykjavík. Eg held að fjöldi leið- beinanda við kennslustörf hljóti að skipta máli. Við störf eru hátt í 600 leiðbeinend- ur, nánast allir á Iandsbyggðinni. Ef athug- aðir eru einstaka skólar, þar senr vel menntaðir kennarar starfa, koma nemar þar gjarnan betur út í einkunnum, en þar sem leið- beinendur eru við störl og mikil hreyfing á starfsfólki. Samfélags- Iegar aðstæður geta einnig skýrt þetta. Jón Baldvin Haiuiesson forstöðumaður Skólaþjónustu Eyþings. Eg tel skýr- inguna fjór- þætta. í fyrsta lagi er það einstak- lingurinn; námshæfni, ástundun og viðhorf. 1 öðru lagi eru það foreldrar; menntun, hvatning og stuðningur. I þriðja lagi eru starfshættir skóla ráðandi afl og fjórði þátturinn eru menningar- legar aðstæður í hverju samfélagi. Þessir þættir spila saman og geta haft áhrif á að árangur verði einsog samræmd próf sýna. Hjálmar Árnason alþingismaður ogfulltrM í mennta- Ástæður eru margar og málið ekki einfalt. Ég tel brýnt að fram fari rannsókn og grunngögn eru til staðar. Á það má líta að úti á landi er bein samkeppni við atvinnulífið grimmari, starfs- menntun einhæfari, rótleysi með- al kennara og stóra spurningin er hvort menntakerfið endurspegli atvinnulífið þannig að það höfði ekki til námsáhuga nemenda. Sigurður Sigursveinsson skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Yfirleitt eru skýringarnar fjölþættar. Eg get nefnt að skóladag- ur i þéttbýli er yfirleitt lengri, við- liorf til menntunar kunna að vera mismunandi í þétt- býli og dreifbýli, festa í kennara- haldi er yfirleitt meiri í þéttbýlinu og svona má halda áfram. En hvað veldur því að munurinn er þessi treysti ég mér ekki til að sv- ara með ákveðnum hætti. málanefnd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.