Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 12
12-FÖSTVDAGUR 21.NÓVEMBER 1997
ÍÞRÓTTIR
ro^r
Félagsvist
Hin árlega þriggja kvölda félagsvist í Eyjafjarðar-
sveit verður haldin í Sólgarði sunnudagskvöldið
23. nóvember, Laugarborg 30. nóvember, og
Freyvangi 7. desember. Hefst öll kvöldin kl. 21.
Góð kvöldverðlaun og heildarverðlaun.
Nefndin.
ISII Framsóknarflokkurinn Aðalfundur miðstjómar Framsóknarflokksins haldinn í Lionssalnum Auðbrekku 25 í Kópavogi - 21-22. nóvember 1997 Dagskrá: Föstudagur 21. nóvember.
1. Kl. 20:00 Setning
2. Kl. 20:05 Kosning starfsmanna fundarins
3. Kl. 20:15 2.1 2 Fundarstjórar 2.2 2 Ritarar 2.3 5 Fulltrúar í kjömefnd Stjómmálaviðhorfið
4. Kl. 21:00 Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Lögð fram drög að stjómmálaályktun Almennar umræður
5. Kl. 23:00 Fundarhlé
Laugardagur 22. nóvember.
6. Kl. 8:30 Nefndarstörf
7. Kl. 9:00 Hvert stefnir í byggðamálum?
8. Kl. 10:15 Kl. 12:15 Kl. 13:30 Framsöguerindi: Magnús Stefánsson, alþingismaður Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Pallborð með framsögumönnum Matarhlé Sveitarstjómarkosningar 1998
9. Kl. 15:30 Framsögumenn: Jakob Bjömsson, formaður sveitarstjómarráðs Framsóknarflokksins. Anna Margrét Jóhannesdóttir, jafnréttisráðgjafi Framsóknarflokksins. Lögð fram drög að ályktun um sveitarstjómarmál Almennar umræður Kaffihlé
10. Kl. 15:50 Kosning 9 manna í Landsstjóm
11. Kl. 16:00 Ályktanir, umræður og afgreiðsla
12. Kl. 17:00 Önnur mál
13. Kl. 17:30 Fundarslit
14. Kl. 19:30 Sameiginlegur kvöldverður
Birt með fyrivara um breytingar.
\ X?
Hfc . * * 1 w 1 f •' 1 n
.:;V' v ‘
VUB 'éffl
Ólafur Kristjánsson á hér i höggi við Hólmstein Hólmsteinsson.
Olafiir Kristjánsson
samdi við AGF
KR-ingar eru vinsælir
meðal erlendra félaga.
Ólafur Kristjánsson
er sjötti leikmaður
liðsins sem gerir at-
vfnnumauuasamnmg
við erlent knatt-
spymufélag og fleiri
leikmenn eru í sigt-
inu hjá evrópskum
liðum.
Landsliðsmaðurinn Olafur Krist-
jánsson, sem leildð hefur með
FH og KR undanfarin ár, gerði í
gær tveggja ára samning við
danska stórliðið AGF frá Arós-
um. Ólafur var Ieigður frá KR til
AGF síðastliðið sumar en hefur
nú fengið langtíma samning við
félagið.
AGF er eitt af stóru liðunum í
Danaveldi. Liðið hefur tekið þátt
í Evrópukeppnum undanfarið og
metnaður forráðamanna félags-
ins er mikill. Þeir stefna með lið-
ið á toppinn.
Félagið er á leið í æfingaferð til
Víetnam á næstunni og þaðan
fer það til Spánar. Það telst varla
hefðbundið fyrir evrópsk lið að
fara í æfinga- og keppnisferðir til
Víetnam en hver veit nema Dan-
irnir varði veginn fyrir önnur lið
á þessar framandi slóðir.
Ólafur Kristjánsson er sjötti
leikmaður KR frá síðasta sumri
sem gert hefur samning um at-
vinnumennsku. Hinir eru Brynj-
ar Gunnarsson hjá Válerenga,
Óskar Hrafn Þorvaldsson hjá
Strömgodset, Ríkharður Daða-
son hjá Viking í Stavangri, Þór-
hallur Dan Jóhannsson hjá Vejle
í Danmörku og Hilmar Björns-
son hjá Tromsö. Þrátt fyrir dap-
urt gengi Vesturbæjarliðsins á
síðustu Ieiktíð eru Ieikmenn þess
vinsælir hjá öðrum Iiðum, bæði
innlendum og erlendum.
Vitað er um áhuga erlendra fé-
laga á Einari Þór Daníelssyni og
Andra Sigþórssyni og ekki er
loku fyrir það skotið að þeir ger-
ist atvinnumenn áður en langt
um Iíður. Fari svo að Andri og
Einar verði atvinnumenn á
næsta ári má slájiví föstu að KR-
ingar hafi sett íslandsmet í út-
ungun atvinnumanna til evr-
ópskra Iiða. —GÞÖ
(c/a/íAa/\ oM/
//•. 27.700,-
(/$()///* fmargi/1 /itír)
//-. 4.7/0,-
/lafa/'/e///
/'■ 2.700, -
/Sei/œu/1. a/u//
t iufa/* /á/uu'
//•. 77.700,-
e (77 /<)//N/l rS/)<>/'/ytí/s
^Æunu/ /0%
ó'/aAcg/'eúls/uci/s/.
Opið virka
daga 11-18
Tísl-íiilatis
Laugavegi 101 • Sími 562 1510
Norðmaður til Anderlecht
Norskir knattspyrnumenn fara víðar en til Englands þessa dagana.
Belgíska stórliðið Anderlecht, sem átt hefur í miklu basli upp á síð-
kastið, hefur nú fest kaup á norska leikmanninum Martin Ole Arst,
frá Tromsö. Norðmaðurinn gerði fjögurra og hálfs árs samning við
belgíska Iiðið nú, en í júní síðastliðnum hafnaði hann að ganga til
liðs við félagið.
Forráðamenn Anderlecht reyna nú að þvo hendur sínar sem ákaf-
ast af gömlu hneykslismáli sem plagar félagið verulega um þessar
stundir. Þá var liðið slegið út úr Evrópukeppninni og er nú að strögla
um miðja belgísku deildina. Þetta er staða sem menn eru ekki vanir
hjá stórliði Anderlecht.
Souuess á uppleið
Greame Souness, sem nú stýrir gamla portúgalska stórveldinu Ben-
fica, hefur ekki riðið feitum hesti um knattspyrnugrundir álfunnar á
undanförnum árum. Hans blómatími var á Liverpoolárunum milli
1970 og 1980. Eftir að hafa hrökklast úr starfi frá Torino á Ítalíu
virðast hlutirnir ganga betur fyrir sig hjá Skotanum skapstóra í Portú-
gal. Benfica hafði gengið mjög illa áður en Souness tók við stjórnar-
taumunum en nú hefur hann stýrt liðinu til sigurs í þeim tveim leikj-
um sem það hefur Ieikið undir hans stjórn. Ekki skemmir það fyrir
að um 70 þúsund manns mættu á heimavöll liðsins í Lissabon til
þess að sjá það vinna Rio Ave í portúgölsku bikarkeppninni.