Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 13
 FÖSTUDAGUR 21.NÓVEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR L j Karlakór Akureyrar-Geysir heldur bingó í Lóni sunnudaginn 23. nóv. kl. 15. Abalvinningar: Vöruúttekt hjá Jókó fyrir allt ab 25.000 kr. Flugfar Ak-Rvk-Ak ásamt fjölda annarra góbra vinninga. Spjaldib abeins kr. 300,- Karlakór Akureyrar-Geysir Leðuriðjan Atson Laugavegi 15 Rvík. Veidimaburinn Hafnarstræti 5 Rvík. Sunneva Design Hvannavöllum 1H Ak. KarUieinz Riedle í strögli Uiiin 17 ára Midiael Owen minnir reglu- lega á sig þegar hann fær tækifæri til. Hann hefur haldið Evrópu- meistaranum frá Dort- iiiund og landsliðs- manninum Fowler á tánum í haust. Karlheinz Ridle, framherjinn sterki sem Liverpool keypti frá Evrópumeisturum Dortmund í haust, hefur ekki átt fast sæti í lið- inu. Michael Owen hel’ur séð til þess. Owen, sem á betri feril með vara- og unglingaliði Liverpool en Robbie Fowler, hefur leikið ein- staklega vel í vetur og skorað í flestum leikjum. Hann kórónaði frábæra frammistöðu sína í vik- unni þegar hann skoraði þrjú mörk á móti Grimsby í bikar- keppninni. Nú er svo komið að erfitt er fyrir Roy Evans, framkvæmdastjóra liðs- ins, að ganga fram hjá honum. Owen er ein- faldlega að leika best af öllum framherjum liðsins, þótt yngstur sé. Hann hefur haldið Evrópumeistaranum frá Dortmund utan liðsins og Robbie Fowler má hafa sig allan við til að halda stöðu sinni. Þá hefur Patrick Berg- er átt í vand- ræðum að halda sér í liðinu. Hann er nú jafnvel á förum í Michael Owen minnir reglulega á sig. botnbaráttuna til Barnsley, en Liverpool er tilbúið að leigja hann þangað eitthvað fram á veturinn. Roy Evans segist ekki áður hafa kynnst þeirri stöðu að vera með þrjá jafn góða framherja og hann hefur nú. Hann segist ekki geta gert upp á milli þeirra, þeir séu allir á heimsmælikvarða. Evans segir um Karlheinz að hann sé besti atvinnumáð- ur sem hann hafi unnið með og hann skilji vel þá stöðu sem hann er í. Riedle segir sjálfur að hann sé ekkert óánægður með stöðuna og að sér líði mjög vel hjá Liverpool. Kunnugir segja að Michael Owen sé farinn að vekja athygli Glenn Hoddle, enska landsliðs- þjálfarans. Fari svo að Owen verði valinn í enska landsliðið fyrir 14. júní á næsta ári yrði hann yngsti leikmaður Englands til þessa. Ekki er talið ólíklegt að svo fari haldi kappinn áfram á sömu braut. — GÞÖ 3 leikir fóru fram i Úrvalsdeildinni i körfuknattleik í gærkvöld. Keflvíkingar voru fyrstir til að vinna Grindavík, 85:80. Valsmenn burstuðu KR á Seltjarnarnesinu með 60 stigum gegn 76 og Þórsarar unnu sinn annan leik í vetur þegar þeir unnu ÍR í Seljaskólanum, 91:94. ÍR-ingarnir tóku þá ákvörðun eftir leikinn að reka bandaríska leikmanninn, Lawrence Culver. Orlando Magic leggur allt í sölurnar nú til þess að standa sig betur á nýbyrjuðu keppnistíma- bili en því síðasta. Það hefur gengið sæmilega en fátt benti þó til þess að Iiðið næði að leggja Cleveland í fyrradag. Þegar átta og hálf mínúta voru til leiksloka hafði Cleveland tuttugu stiga for- ystu, 81-61, en Orlando náði á ótrúlegan hátt að jafna og ná framlengingu þar sem þeir höfðu sigur. Þetta var fjórði sigur Orlando í röð án aðalleikstjórn- anda síns og besta manns, Penny Hardaway. Það vakti athygli hve varamenn Orlando komu sterkir inn í leikinn. Þeir skoruðu öll stig liðsins í ljórða leikhluta og lögðu raunar grunninn að þessum góða sigri liðsins. Penny Hardaway er meiddur. Samt hefur Orlando unnið 4 sigra i röð. jMa Skyggnilýsingarfundur Miðlarnir Sigurður Geir Ólafsson og Skúli Lórenzson verða með skyggnilýsingarfund að Hamri föstudags- kvöldið 21. nóv. kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Munið heilunina á laugardögum frá kl. 13-16. Án gjalds. Fyrirliði Stj örnunnar til KR Birgir Sigfússon, fyrirliði Stjörn- unnar, hefur yfirgefið Garðabæ- inn og gengið til liðs við KR. Hann gerði tveggja ára samning við KR-inga sem vænta mikils af honum við uppbyggingu á hinu unga liði sínu á næstu árum. Birg- ir er 29 ára gamall og mjög reynd- ur varnarmaður. Hann hefur leik- ið 200 leiki með meistaraflokki Stjörnunnar á síðustu 13 árum. Þess má geta að helmingurinn af þeim leikmönnum sem farið hafa í atvinnumennsku frá KR í haust eru varnarmenn sem allir hafa leikið með íslenska landsliðinu. Birgir Sigfússon. Orlandomenn heppnir Birgir er fjórði leikmaðurinn sem gerir samning við KR í vik- unni. Hinir eru Einar Þór Daní- elsson, Þorsteinn Jónsson og Guðmundur Benediktsson. Að sögn forráðamanna KR eru þeir mjög ánægðir með hvernig til hef- ur tekist í leikmannamálunum og þrátt fyrir brösótt gengi á árinu er syartsýni ekki að finna í orðabók KR-inga þessa dagana. — CÞÖ GLÆSILEG horbjeh lönnvn íslandsmótið í handknattleik 2. Þór - Fjölnir í íþróttahöllinni í kvöld kl. 20.30 Mætum og hvetjum okkar menn!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.