Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 21.NÓVEMBER 1997 - 7 KRISTÍN ÁSTGEIRS- DÓTTIR ÞINGKONA SKRIFAR Það er sérkennileg tilfinning að hafa nú sagt skilið við samtök sem ég átti þátt í að stofna og móta, samtök sem hafa meira og minna stjórnað lífi mínu undan- farin 15 ár og hafa gefið mér mikil og margvísleg tækifæri í störfum og stjórnmálum. Það kann að vera að margir eigi erfitt með að skilja þau miklu átök sem átt hafa sér stað innan Kvennalistans undanfarin ár. Þau átök rista svo djúpt að þær konur sem átt hafa mestan þátt í starfi hans og stefnumótun um árabil kjósa nú að fara aðra Ieið í kvennabaráttunni og segja skilið við Kvennalistann. Andófsafl Kvennalistinn var á sínum tíma stofnaður sem andófsafl gegn ríkjandi flokkakerfi. Við vildum stokka upp spilin, koma nýjum áherslum inn í stjórnmálaum- ræðuna og beita óhefðbundnum aðferðum til að auka hlut kvenna. Við vildum koma að vinnubrögðum sem byggðust á jafnræði allra, þar sem ekki væri verið að traðka á neinum og sem flestir kæmust að. Að mínum dómi hefur starf Kvennalistans skilað miklum árangri. Konum hefur fjölgað svo um munar á Al- þingi og í sveitarstjórnum þótt betur þurfi að gera. Málefni sem snerta konur sérstaklega hafa verið á dagskrá allan þennan tíma og okkur tókst að nálgast ýmis málefni með nýstárlegum hætti svo sem umræðuna um hernaðarbröltið, að ekki sé minnst á það mál sem á eftir að verða mál málanna á næstu öld, umhverfismálin. Allt hefur þetta skilað árangri. Ekki hægri, ekki vinstri Frá upphafi reyndu ýmsir gömlu flokkanna að nálgast okkur og bjóða upp á samstarf enda sáu þeir að innan Kvennalistans var kraftur og nýsköpun sem þeir vildu gjarnan ná til sín. Við svöruðum því til að við værum hreyfing kvenna úr ýmsum átt- um með ýmsar skoðanir sem hefðu komið sér saman um ákveðinn grundvöll í kvennabar- áttu. Slík hreyfing hefur ekki og verður ekki flokkuð til vinstri eða hægri og hefur ekkert meira að gera með félagshyggju en ein- staklingshyggju, svo sem sjá má af rúmlega 200 ára sögu skipu- lagðrar kvennabaráttu í Evrópu og Ameríku. Kvennabaráttan hefur mörg andlit eins og einu sinni var sagt og einstaklingarnir geta haft mismunandi áherslur í sókn sinni til kvenfrelsis. Ég hygg t.d. að sá sem færi ofan í minn málflutning á undanförn- um árum kæmist ekki hjá því að sjá að ég hef talað máli sam- hjálpar, samvinnu og félagslegrar aðstoðar, auk þess að hafa stutt verkalýðshreyfinguna dyggilega í baráttu hennar við núverandi ríkisstjórn. Allt slíkt var einu sinni flokkað sem félagshyggja, en ég verð að viðurkenna í Ijósi reynslunnar að ég veit ekki hvað það hugtak þýðir lengur. Stöllur mínar hafa ekki alltaf verið sam- mála mínum málflutningi og ég ekki þeim, en við látið gott heita vegna kvennabaráttunnar. Mitt megin hlutverk hefur fyrst og fremst verið það að sinna kvennabaráttunni og tala máli kvenna og til þess var ég kosin. Stefnubreyting Nú hafa þau tíðindi gerst að meiri hluti fulltrúa á landsfundi Kvennalistans samþykkti stefnu- breytingu sem felur í sér að í stað þess að Kvennalistinn sé hin óræða þriðja vídd íslenskra stjórnmála skuli nú haldið til viðræðna við A-flokkana um málefnagrundvöll fyrir alþingis- kosningarnar 1999. Þar með Margir hafa spurt hvers vegna ekki væri hægt að híða þar til niðurstöður liggja fyrir í þeim viðræð- um sem framundan eru. Ég svara því þannig að ég gerði upp við gaiula flokka- kerfið og hugmyndir marxismans fyrir 15 árum. hefur verið ákveðið að stilla Kvennalistanum sem heild upp við hlið þessarra tveggja flokka. Ég er andvíg þessari stefnubreyt- ingu og hún gengur þvert á þann grundvöll sem við höfum beðið kjósendur að styðja. Ég hef ekki trú á því að samkrull Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Kvennalista og óháðra verði það stjórnmálaafl sem íslenskt sam- félag þarf á að halda. Fortíð þess- ara gömlu flokka er stráð verkum sem hjóta að vekja spurningar um vinnubrögð og hugsjónir. Forystumenn sem fyrir nokkrum árum gátu ekki hugsað sér sam- starf við Alþýðubandalagið sjá nú engan annan kost og gera lítið úr málefnaágreiningi, þótt umræð- ur um málefni hafi engar verið, hvað þá vinnubrögð. Aðferðin er öll með þeim hætti að það er erfitt að sætta sig við hana. Bíða? Margir hafa spurt hvers vegna ekki væri hægt að bíða þar til niðurstöður liggja fyrir í þeim viðræðum sem framundan eru. Ég svara því þannig að ég gerði upp við gamla flokkakerfið og hugmyndir marxismans fyrir I 5 árum og hef ekki áhuga á því að snúa til baka nema þar verði miklar breytingar í vinnubrögð- um og áherslum. Ég fæ ekki séð að verið sé að boða neinar spennandi hugmyndir sem horfa til framtíðar, hvað þá að búa sig undir þær miklu breytingar sem framundan eru, þótt ég vilji alls ekki gera lítið úr þeim hugmynd- um sem t.d. einstaklingar hafa sett fram. Ég hef ekki orðið vör við að það væri raunverulegur skilningur á því hvað felst í lakari félagslegri stöðu kvenna og hvaða breytingar hún kallar á. Ég sé ekki að kröfur kvenna um sjálfstæði og frelsi til að velja séu yfirleitt á dagskrá eða að vilji sé til raunverulegra breytinga nema því sem snýr að stjórnkerfinu og samþykkt hefur verið hjá flestum þeim alþjóðastofnunum sem við erum aðilar að. Nýtt afl Ef málið snérist um það að móta nýtt afl sem horfði til framtíðar og legði megináherslu á um- hverfisvernd, jöfnuð, réttlæti, raunverulegt lýðræði og kven- frelsi horfði málið öðruvísi við. Það gerir það bara ekki. Hefð- bundnir flokkar með allar sínar miðstjórnir, flokksstjórnir og hvað þetta nú heitir allt saman ætla að mæta til leiks og búa til málamiðlun sem þeir ásamt hin- um óháðu og hluta Kvennalist- ans geta fallist á. Mér finnst þetta hvorki trúverðugt né spennandi. Fyrst og síðast verð ég þó að standa við þær hugsjón- ir og þann boðskap sem ég hef flutt kjósendum Kvennalistans og það ætla ég mér að gera, hvað sem framtíðin ber í skauti. Klofningui' á hcrrans ári Ég efast ekki um að þær mál- efnaviðræður sem framundan eru á milli A-flokkanna og ann- arra munu skila einhverjum ár- angri og óska fyrrum stöllum mínum alls hins besta í þeim, en umræðan öll er þegar orðin dýr- keypt. Sagan er enn að endur- taka sig. Allar þær tilraunir sem hingað til hafa verið gerðar til að sameina svokölluð félagshyggju- öfl hafa endað með klofningi. Hann er þegar orðinn á því herr- ans ári 1997 og að þessu sinni er það hinn sögulegi Kvennalisti sem greiðir gjaldið. Það hafa ver- ið gerð söguleg mistök, sem verða ekki aftur tekin, en mér finnst rétt að láta þær sem vilja halda inn á einhverjar óskil- greindar vinstri brautir um að bera ábyrgð á því sem út kann að koma. Kvennabaráttan mun halda áfram og nú bíður það okkar sem ætlum okkur út lyrir veggi stofnananna að nýju að finna leiðir sem skila konum enn einu skrefinu í átt til jöfnuðar og kvenfrelsis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.