Dagur - 21.11.1997, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 21.NÓVEMBER 1997
FRÉTTASKÝRING
L
VALGERÐUR
JÓHANNS-
DÓTTIR
SKRIFAR
Víti til vamaðar fyrir
s a iiifylkinga rs i nna,
segir þingflokksfor-
maður Alþýðubanda-
lagius, iiiii klofning-
inn sem orðinn er inn-
an Kvennalistans.
Þetta auðveldar sam-
starfsviðræðnr
vinstri flokkanna,
segir formaður Al-
þvöuf lokksins, en for-
sætisráðherra telur
til bóta að Kvennalist-
inn sé hættur að þykj-
ast vera eitthvað ann-
að en hann er.
Kristín Ástgeirsdóttir tilkynnti
við upphaf þingfundar á Alþingi í
gær að hún hefði sagt skilið við
Kvennalistann og yrði hér eftir
(!þingmaður utan flokka".
Ákvörðun hennar kom kannski
ekki mjög óvart, enda nokkuð
ljóst í hvað stefndi eftir að lands-
fundur Kvennalistans samþykkti
að taka þátt í samstarfsviðræð-
um vinstri flokkanna, en um það
hafði verið ákaft deilt í langan
tíma innan samtakanna. Nokkr-
ar af forvígiskonum Kvennalist-
ans höfðu þegar sagt bless og
brotthvarf Kristínar úr þing-
flokknum staðfesti endanlega
klofning samtakanna.
Kristín kallar ákvörðun lands-
fundar söguleg mistök, en/fylgj-
endur samfylkingar kalla hana
sögulegt tækifæri. Um það má
deila en hinu verður ekki á móti
mælt að klofningur Kvenhalist-
ans markar ákveðin tímamót og
Dagur innti stjórnmálamenn úr
öllum flokkum eftir viðbrögðum.
Saga simdnmgar
„Þetta var ber-
sýnilega mjög
erfið ákvörðun
en mér fannst
hún gera þetta
mjög myndar-
lega,“ sagði
Svavar Gests-
son, formaður
þingflokks Al-
þýðubandalags-
ins, um yfirlýs-
ingu Kristínar á þingi. Hann seg-
ist sem þingflokksformaður
leggja áherslu á að hafa eins gott
samstarf við bæði Kristínu og
Svavar Gestsson.
þingflokk Kvennalistans á þingi
og hægt sé.
Hitt sé aftur annað að niður-
staðan á landsfundi Kvennalist-
ans og afleiðingar hans hafi auð-
vitað áhrif á samfylkingarviðræð-
ur á vinstri vængnum. í sögu
samfylkingartilrauna undanfar-
inna 20 ára beri ekki mest á sam-
vinnu heldur frekar sundrungu.
„Eg get sem dæmi nefnt samtök
frjálslyndra og vinstri manna
sem komu hér inn með 5 þing-
menn, en enduðu í 5 pörtum í
lok kjörtímabilsins. Kvennalist-
inn hefur haldið lengur út en
nokkurt annað stjórnmálaafl til
viðbótar við fjórflokkana og þetta
er því ekki að öllu leyti sambæri-
legt. Það minnir þó á að ef
menn ganga of langt í að taka
ákvörðun um samvinnu við aðra,
verða þeir stundum viðskila við
félaga sína. Þá sundrast það sem
átti að sameinast öðru og hættan
auðvitað sú að það sé verr af
staðið farið en heima setið. Þetta
var það sem mér var efst í huga á
landsfundi Alþýðbandalagsins
um daginn, að þar yrðu menn
samferða með þann lágmarks-
samnefnara sem hægt væri að ná
saman um og það tókst."
Víti til vamaðax
Ymsir hafa haldið því fram að
það sem er að gerast í Kvenna-
listanum núna sé samskonar
uppgjör og landsfundur Alþýðu-
bandalagsins hafi frestað til
næsta landsfundar. Svavar segir
nokkuð til í því en spurning sé
um hvort það sé alltaf þörf á
slíku uppgjöri. „Það myndi þá
snúast um að hve miklu leyti og
hvernig flokkurinn ætti að vinna
með öðrum flokkum og þar held
ég að Alþýðubandalagið eigi að
setja sér það að vera sem heilleg-
ast að lokum með sem mest í
farteskinu af þeim málefnum
sem það leggur áherslu á. Ég tel
að niðurstaða Kvennalistans - á
Ulfljótsvatni eigi að vera okkur
víti til varnaðar í þessum málum,
bæði Alþýðubandalaginu og Al-
þýðuflokknum.“
Sighvatur
Björgvinsson.
Skynsamleg ákvörðun
Sighvati Björg-
vinssyni, for-
manni Alþýðu-
flokksins, komu
sviptingarnar í
Kvennalistan-
um ekki mjög á
óvart. „Það voru
skiptar skoðanir
á landsfundi
Kvennalistans
um hvað gera
skyldi. Mikill meirihluti tók þá
afstöðu að taka þátt í samstarfs-
viðræðum á vinstri væng og ég
tel það skynsamlega afstöðu.
Minnihlutinn var hins vegar á
móti og vildi að sú regla yrði
staðfest að minnihluti geti ráðið
ferðinni í slíku máli. Það varð
ekki og nú bregst hluti af minni-
hlutanum á landsfundinum við
með því að segja sig úr Kvenna-
listanum," segir Sighvatur.
Hann telur ekki að klofningur
skaði samstarfsviðræðurnar.
Þvert á móti. Sameiginlegt fram-
boð eigi að vera markmið þeirra
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 - 9
Renault 21 Nevada 4x4 '92
rauður ek. 96 þ. km. V: 890.000,-
Toyota Touring 4x4 GLi '91
vínr. ek. 97 þ. km álf. V: 900.000,-
Skoda Pickup m/húsi ’93.
rauður ek. 73 þ. km VSK-btll 1 eig.
V: 350.000,-
Bflaskiptl • Bflasala-
Nissan Altima 2400Í 16v A/T ’94
silfur ek. 21 þ. míl. sóll. álf. o.fl. o.fl.
V: 1.650.000,-
Hyundai Sonata GSSI A/T ’96
hvítur ek. 32 þ. km sóll. álf. krókur o.fl.
V: 1.550.000,-
Audi 100 2.0 E ’92
þlár ek. 75 þ. km innfl. nýr.
V: 1.350.000,-
Subaru Impreza A/T '93
rauður ek. 4 þ. km álf. sþoiler o.fl.
V: 1.000.000,-
MMC L-300 4x4 2.4i Minib. '92
grænn/beis ek. 115 þ. km.
V: 1.250.000,-
Vantar nýlega 4x4 bíla á skrá og á staðinn
Minnum á vélsleða markað okkar, góð inniaðstaða.
LR Discovery dísel turbo '93
grænn ek. 72 þ. km álf. sóll. o.fl.
V: 2.200.000,-____
_ _ ( bílasaunnj
Höldur ehf.
B í L A S A L A
við Hvannavelll, Akureyri
Símar 461 3019 & 461 3000
Tvær Kristínar Kvennalistans, þær Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Einarsdóttir eru enn samherjar, nú á nýjum vettvangi. - mynd: bg
viðræðna og það sé öllum fyrir
bestu að það liggi íyrir hverjir
geti hugsað sé það. Nú sé ljóst að
Kvennalistinn mæti heill til
leiks. „Og þær konur sem mæta
fyrir Kvennalistann til þessara
viðræðna og mikill meirihluti
kvennalistakvenna er sammála
um þetta markmið og það auð-
veldar okkur og léttir allar við-
ræður.“
Sögulegt tækifæri
Jóhannna Sig-
urðardóttir hef-
ur staðið í sömu
sporum og
Kristín, því hún
sagði sig iír Al-
þýðuflokknum
1994 og var
utan flokka um
Sigurðardóttir. a síðasta
---- kjörtímabili.
Hún segist
skilja Krístínu vel og vita að
þettu séu þung og erfið spor.
Jóhanna er hins vegar ekki
sammála Kristínu um að ákvörð-
un landsfundar Kvennalistans
hafi verið sögulegt mistök. „Ég
tel að kvennalistakonur hafi tek-
ið ákvörðun sem gefur þeim
sögulegt tækifæri til að hafa
áhrif á samfylkingu jafnaðar-
manna þannig að málefni
kvenna skipa þar verulegan sess.
Þær geta líka haft áhrif á völd
kvenna innan slíkrar samfylking-
ar,“ segir hún.
Jóhanna óttast ekki frekar en
Sighvatur að klofningurinn hafi
slæm áhrif á samstarfsviðræð-
urnar framundan. „Það er Ijóst
og hefur komið fram að einstakl-
ingar sérstaklega innan Alþýðu-
bandalags og Kvennalista eru
ósáttir við að fara í sameiginlegt
framboð. Þeir hafa auðvitað full-
.an rétt til að hafa sína skoðun á
því, en ég hef ekki trú á að þarna
sé um það stóran hóp að ræða að
það trufli þennan samfylkingar-
ferill."
Kistulagning og jarðarför
„Þetta er at-
burður sem hef-
ur átt sér langan
aðdraganda.
Þegar Kvenna-
listinn fór í B-
listann á sínum
tíma, fór kistu-
lagning fram en
útförin dróst,“
segir Davíð
Oddson, forsæt-
isráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, um klofning
Kvennalistans.
„Mér sýnist að þær konur sem
fóru úr Alþýðuflokki og Alþýðu-
bandalagi yfir í Kvennalista séu
nú að fara heim aftur. Það sem
þær sögðu við kjósendur sína á
sínum tíma um að þetta væri
ekki félagshyggjuflokkur, eins og
við héldum fram, var rangt. Þær
hafa blekkt kjósendur sína í 1 5
ár og til verulegra bóta að hætta
því.“
Davíð segist ekki hafa hug-
mynd um hvort þessar sviptingar
auki eða minnki líkur á samfylk-
ingu vinstri flokkanna. Skoða-
kannanir bendi til þess að
Kvennalistinn hefði hvort eð er
ekki fengið mikið fylgi og óvíst
að hann hefði komið nokkrum
konum að á þingi, jafnvel þótt
nýafstaðnar sviptingar hefðu
ekki orðið. „Ég er ekki viss um að
hér sé um merka breytingu að
ræða, frekar en þegar Þjóðvaki
gekk inn í Alþýðuflokkinn eftir
að hann hætti að vera til.“
Valgerður
Sverrisdóttir.
Keinur ekki á óvart
„Þetta kemur
ekki á óvart
vegna niður-
stöðunnar á
landsfundinum
og á reyndar
lengri aðdrag-
anda. Ég skil
Kristínu ákaf-
lega vel. Hún er
---- mjög sönn í
sinni afstöðu til
Kvennalistans og tel að hún hafi
tekið þessa ákvörðun að vel yfir-
lögðu ráði,“ segir Valgerður
Sverrisdóttir.
„Auðvitað er það áfall fyrir
vinstri flokkana að Kvennalistinn
skuli ekki koma sameinaður til
þessa leiks. Ég geri ráð fyrir að
þau haldi áfram við sitt verk, en
hef verið mátulega trúuð á að
það leiði til árangurs."
Því hefur margoft verið haldið
fram að framsóknarmenn hafi
biðlað mjög til Kvennalistans í
vetur og reyndar haft sérstakan
augastað á Kristínu Ástgeirsdótt-
ur. Valgerður segist ekki ætla að
ganga hart að henni í þeim efn-
um. „Hún þekkir ákaflega vel
okkar stefnumál og starf hér í
þinginu og hefur átt málefna-
lega samleið með okkur í mörg-
um málaflokkum. Mér finnst
eðlilegt að hún hafi sinn tíma til
að hugsa sinn gang. Það væri
ákaflega mikilvægt fyrir okkur ef
hún tæki þá ákvörðun að starfa
frekar með okkur, en hún lýsti
því yfir að hún yrði áfram í
stjórnarandstöðu en myndi láta
málefni ráða og við skulum bara
sjá hvernig þetta þróast.“
SET ehf. Eyravegur 41-45, 800 Selfoss
SET vatnsrör úr PE og PP
efni eru framleidd í öllum
víddum frá 16 til 500 mm að
þvermáli. Rörin henta vel í
vatnsveitur, hitaveitur, snjó-
bræðslu, ræsi o.fl.
Röraverksmiðja SET á
Selfossi hefur yfir að ráða
fullkomnustu tækni sem
völ er á við framleiðslu á
plaströrum og leggur
áherslu á vöruvöndun og
góða þjónustu við íslenska
lagnamarkaðinn.