Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 5
O^ur LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Hann stjórnar landinu í vinnunni og skáldskap þegar færi gefst. Dagur kynnir smásagnahöfundinn Davíð Oddsson. Snúist til vamar íslandi Nokkrírgóðir dagar án Guðnýjar heitir nýút- komið smásagnasafn Davíðs Oddssonar. Þetta erjýrsta bók höf- undar og hún geymir níu smásögur. Dagur birtireina söguna með góðfúslegu leyfi höf- undar ogforlags. Þegar ég fæddist stjórnaði Hannes Hafstein landinu. Hann stjórnaði þvf einn eða svo sagði mamma. Fallegasti maður sem Island hafði alið og sá gáfaðasti líka. Og enginn var hugaðri en hann. Lagði við þriðja mann til atlögu við Stóra Bretland. Þótt hann ynni ekki þá orrustu í her- fræðilegum skilningi, þá stóð hann uppi sem hinn sanni sigur- vegari. Hann varð stolt landa sinna. Meiri sigurvegari en Dav- íð eftir að hann felldi Golíat. Þetta þætti nóg sagt um flesta menn, en ekki var allt upp talið. Það mesta reyndar enn ósagt. Hann var skáld. Raunverulegt þjóðskáld. Önnur skáld voru hölt, ekki Hannes. Önnur skáld áttu aldrei málungi matar. Öðru máli gegndi um Hannes. Sum skáld vesluðust upp úr berklum eða brákuðu sig til ólífis í stig- um. Ekki Hannes. Og við mamma gátum rakið ættir okkar saman við hans. Það var dálítið hald í því þegar ekki var aðra festu að fá. En hann stjórnaði sem sagt landinu þegar ég fædd- ist, þessi maður sem var fegurst- ur ungra manna á sinni tíð, fal- legastur allra um fertugt og var einn um það að fríkka enn eftir því sem hann fitnaði meira. Við komum sem sagt inn í íslenskan veruleika sama árið, ég og Frið- rik kóngur sjöundi. Þrátt fyrir frændsemina, sem nokkuð var farið að slá í, ákvað Hannes að taka fremur á móti hans há- tign, enda hafði kóngur Islands aðeins einu sinni áður getað komið því við að Iíta landið á 650 ára valdaskeiði sínu, frænda sinna eða lang- feðga. Eg var sjö ára þegar heims- styrjöldin hófst. Pétur Hoffmann hef- ur bent á að menn hófu þá styijöld án nokkurs sam- ráðs við Mýra- menn og ég get sagt hið sama af hálfu míns fólks. Það fólk gerði þó aldrei neina athuga- semd við þá styijöld sem er eina heims- styrjöldin sem háð hefur verið á aðeins fáum ferkílómetrum. Það mun meginskýringin á því að sú styijöld naut aldrei sömu vinsælda hér á landi og hin er síðar kom og er tilefni þessarar frásagnar. Orrahríðin sú er í ís- lenskum bókum kölluð heims- styrjöldin síðari, en er höfð númer tvö hjá enskumælandi þjóðum. Hún Ieit ekki vel út í upphafi og efuðust margir um að hún yrði að einhverju gagni hér á landi. Sumir óttuðust meira að segja að hún kynni bæði að verða stutt og enda- slepp. En betur fór en horfði. Snemma morguns í maí 1940 átti ég erindi út af heimili okkar móður minnar er stóð við Njáls- götu, austan Barónsstígs. Þar uppi á 4. hæð leigðum við tvö herbergi og eldhús með aðgangi að snyrtingu. Eg gekk sem leið lá niður Laugaveginn og leit í nokkra búðarglugga. Það var alltaf ánægjulegt að sjá hvort komnar væru nýjar vörur sem maður hefði ekki efni á að kaupa. Og þrátt fyrir heimsstyrj- öld var alltaf eitthvað nýtt að sjá. Eg hafði komið við í Vísi hjá Sigurbirni og keypt rikling og var nú að eóna inn um eluaeana hjá Hans Pet- ersen í Banka- strætinu og hef sennilega stigið eitt skref aftur á bak, til að spegla mig í glerinu. Það ógæfuspor varð til þess að ókunnur mað- ur á fleygiferð rakst harkalega á öxlina á mér svo ég hentist til. „Fyrirgefðu, íýrirgefðu," sagði mann- garmurinn sem ég hafði álpast fyrir. „Ég er svona utan við mig út af þess- um atburðum.“ Hann hefur séð að ég skildi ekki neitt í neinu, enda fullmikið að kalla þennan árekstur at- burð, og hann bætti því við: „Það er búið að hernema land- ið. Þú veist að það er búið að hemema land- ið. Bretar. Bretar eru búnir að hernema landið. Þeir eru á þessu augnabliki að gera árás á símstöðina." Svo rauk hann af stað svo hratt sem hallinn á Bankastræti leyfði. Ég leit niður í Kvosina og norður í átt til hafnarinnar. Og þar fór ekkert á milli mála. Stríð var fyrir ströndu. Ég snerist á hæli og hljóp upp Bankastræti því ég fann að ég mátti engan tíma missa. Þessi tíðindi varð ég að segja henni móður minni eins skjótt og nokkur kostur væri. Síðar hef ég enga skýringu fengið á því hvers vegna mér Iá lífið á að koma þessum fréttum til skila til lágvaxinnar, fíngerðr- ar konu uppi á hanabjálka á Njálsgötu. Konu sem aldrei skipti sér af því sem henni kom ekki beinlínis við. En á þessu augnabliki komst ekkert annað að. Ekki veit ég hvaða leið ég fór eða hversu lengi ég var að fara hana. En mér þykir heldur ótrú- legt að gangandi maður hafi síð- ar slegið það jnet sem þá var sett á þeirri leið. Ég dró ekki af mér er ég kom inn í húsið en hentist inn að rúmi móður minnar. Hún hafði rumskað við aðfarirnar og var að rísa upp við dogg er mig bar að. Nú var mér hins vegar líkt farið og íýrsta maraþon- hlauparanum sem hljóp til Aþ- enu af líku tilefni. Ég mátti vart mæla. Ég hlammaði mér á rúmstokkinn og sagði móð ogmásandi: „Mamma, mamma." „Já, elsku barn. Hvað hefur komið fyrir?“ „Bretamir hafa hernumið landið.“ „Hvað segirðu, barn. Hafa Bretarnir hernumið Island'? Þá verð ég strax að fara í peysuföt." Hún fór fram úr í rólegheitun- um og hóf að klæða sig hægt og virðulega en spurði einskis frek- ar. Þá vissi ég að Island hafði gripið til viðeigandi varnarað- gerða gegn innrásarhernum og var í hjarta mínu sannfærð um að þær mundu duga. Hannes frændi hefði ekki getað gert þetta betur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.