Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 8
24-laugardagur 29.nóvember 1997 LÍFIÐ t LANDINU » ' „Mérþykir vænt um vísnaáhuga Péturs og reyni að efla hann eftir megni. Ég tek eftirþví að ég held að honum sömu bókum og faðir minn gerði þegar hann vildi efla vísnaáhuga minn. Þannig gengur arfurinn frá kynslóð til kynslóðar. Það væri gaman ef framhaldyrði á því, “ segir Halldór Blöndal, en sonur hans Pétur hefur ástríðufullan áhuga á vísnagerð. mynd: e.ól. Bestu vísuniar eins ogbæjarlækurinn HalldórBlöndal, 59 ára samgönguráðherra og hagyrðingur, og PéturBlöndal, 25 ára blaðamaðurog hagyrð- ingur, erufeðgar. Báðir eiga sér ástríðufullt áhugamál sem er vísnagerð. Þeirsegjast báðirhafa fengið áhugann strax á bamsaldri. „Foreldrar mínir fóru oft með vísur fyrir okkur bræðurna og vinir föður míns voru margir hverjir hagyrðingar sem höfðu gaman af að fara með vísur fyrir okkur strákana," segir Halldór. „Halldór Vigfússon, sem kannski var besti vinur föður míns, kenndi mér til dæmis þessa vísu, svo snemma að mér finnst ég hafa kunnað hana alla ævi: Nri er hlátur nývakinn, nú er grátur tregur. Nri er ég kátur nafni minn, nú er ég mátulegur. Ég man að ég skildi orðið nývak- inn sem einhvers konar kenn- ingu og taldi það merkja stúlku. Mig minnir að ég hafi verið ellefu ára þgar ég orti mfna fyrstu vísu. Ég var þá í Litlu- Sandvík, reið gamla Jarp og fylgdist með því þegar kjóinn elti kríurnar og stal frá þeim ætinu. Þá varð til þessi vísa: Sækir hún i hreiðrið hjörg í hafið er lanet að fara. Fer í kjaftinn kjóans mörg kræsing fuglsins snara. Mér þykir alltaf vænt um þessa vísu.“ „Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvaðan ég hef fengið vísnaáhug- ann,“ segir Pétur og lítur til föð- ur síns. „Kveðskapurinn var alls staðar í kringum mig. Pabbi var síyrkjandi og á mannamótum var mikið kveðið. Mamma er söngelsk og spilar á pfanó og í gegnum tónlistina kynntist ég einnig ljóðlistinni. Ein fyrsta vísan sem ég lærði var eftir föður minn og það sýnir hégóma minn að vísan var um mig. Hún var ort í ferðalagi þeg- ar faðir minn horfði á eftir mér og Þórarni Guðmundssyni tón- skáldi þar sem við gengum sam- an út í skóg: Sólin dátt á himni hló horfði á jarðartetur þar sem gengu um grænan skóg gamalt skáld og Pétur. Sjálfur orti ég mína íyrstu vísu níu ára gamall og upphafið er á þessa leið: Kona sem hatt poka og kallaði: Hættið að moka. Meira man ég ekki og ég er ekki viss um að ég vilji muna meira,“ segir Pétur og eftir það svar er ekki annað til ráða en að spyrja þá feðga hver sé galdurinn við að búa til góða vísu. Listin að yrkja góða vísu Halldór verður fyrri til og svarar af ákveðni: „Það getur enginn ort góða vísu nema hann kunni mikið af vísum og hafi vald á hrynjandinni og ljóðmálinu. Hann þarf að geta leikið sér að orðum í huganum og vera tilbú- inn að breyta fyrri eða síðari hluta eða einstaka setningum í vísu þótt honum finnist þær ógnargóðar, því annað getur fundist sem fellur betur að efni og hljómi orða. Og ef verið er að yrkja hringhendu er mjög þýð- ingarmikið að það sé sterkur hljómur í henni svo gaman sé að kveða hana því hringhenda er bragarháttur sem er því aðeins skemmtilegur að maður rauli hann eða heyri hann kveðinn. Síðasta hringhendan sem ég orti var af því tilefni að byggða- sjóður ræður yfir sérstökum kvótapotti sem útdeilt er til staða sem eru afskekktir eða búa við einhæft atvinnulíf eins og Grímsey eða Bakkafjörður. Eins og flestir vita er Egill Jónsson á Seljavöllum formaður byggða- sjóðs og það skýrir vísuna: Þó aðfalli þorskaflinn þó menn kalli á Drottinn skammtinn allir sækja sinn í Seljavallapottinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.