Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
Það eru ekki allir tilbúnirað seljafallega húsið
sitt,pakka heimilinu sínu í kassa, lokafyrirtæk-
inu sínu,fylla bílinn afbarbídóti og halda til
Frakklands án þess að hafa þarfast húsaskjól.
Margrét Jónsdóttir, leirlistakona,
á Akureyri, og eiginmaður henn-
ar, Guðmundur Arnason hótel-
stjóri, voru þó tilbúin í það og
ætla ásamt fjögurra ára gamalli
dóttur sinni, Móheiði, að fara til
Frakklands í janúar og vera þar í
hálft ár. En það er ekki nóg með
það því næsta haust ætla þau
sér til Suður-Ameríku og vera
þar í hálft ár.
Ákváðiun að láta verða af
þessu
„Það hefur verið gamall draumur
hjá mér og manninum mínum að
fara í Iangt ferðalag og fyrir ári
síðan fórum við að ræða hvort
þetta ætti áfram að vera draumur
eða verða að veruleika. Við
ákváðum nánast á einu kvöldi að
láta verða af þessu. Þetta var fjar-
Iægt í fyrstu og fáir sem trúðu að
yrði af þessu því þetta er stór
ákvörðun. Við erum búin að gera
húsið okkar algerlega upp (gamla
Þinghúsið á Svalbarðsströnd) en
þegar maður fer að hugsa um
hvað eigi að vera ráðandi afl í lífi
manns þá finn ég það að húsið er
ekki það sem ég er að lifa fyrir.
Ef þetta var spurning um að hús-
ið myndi stoppa okkur í að fara
þá hefði maður verið að byggja
sér fangelsi."
Eruð þið búin að selja húsið?
„Já og það er svo skrítið að ég
hef ekki fundið neinn söknuð
ennþá þó öll þessi vinna liggi að
baki. Þetta hús var ónýtt þegar
ég keypti það en núna stendur
það fallegt á sínum stað og mér
finnst það frábært. Það fer líka í
aðra mjög góða notkun því að
fólkið sem keypti það ætlar að
búa þar og vera með safn fyrir
alþýðulist. Það er ég ánægð með
og finnst það lyftistöng fyrir
Eyjafjörð að fá þetta safn, mér
hefði liðið öðruvísi ef þarna
hefði átt að vera pylsusjoppa."
Upplifi algert frjálsræði
Hvað gerið þið þá núna?
„Pökkum öllu okkar saman og
förum með það til Frakklands
sem kemst i bílinn. Eg ætla ekki
með neitt, Guðmundur með að-
eins meira en ég og Móheiður
með fullt af barbídóti. Stefnan
er að keyra til Montpellier og
vera þar fyrstu mánuðina og
dvelja svo tvo mánuði í París þar
sem ég hef fengið listamanna-
íbúð, Kjarvalsstofu. Stundum
finnst mér ég vera að upplifa al-
gert frjálsræði því ég er ekki að
fara að gera neitt nema það sem
mig Iangar til þann daginn.
Maður er alltaf svo bundinn því
að þurfa að skilja eitthvað eftir
sig. Eg hef ekki einu sinni áform
um að læra frönsku."
Voruð þið orðin þreytt á Akur-
eyri?
„AIIs ekki. Mér þykir rosalega
vænt um Akureyri, Eyjafjörð og
fólkið mitt. Málið er að ég hef
verið með leirinn milli hand-
anna í bráðum tuttugu ár og þar
af með verkstæðið í 12 ár. Það
er alltaf hætta á stöðnun eftir
þetta langan tíma. Líka þegar
maður er að vinna svona eins og
ég, eftir pöntunum, og fólk að
panta það sem ég var að gera í
gær. Það vill kaupa eins stell og
það sá hjá Fíu frænku sinni í
fyrra. Það getur orðið þreytandi
fyrir skapandi manneskju eins
og mig að vinna þannig. Þarna
er svo mikil hætta á því að ég
fari að endurtaka mig aftur og
aftur. Það er þess vegna sem ég
finn að það er kominn tími til að
ég fari aðeins frá þessu. Eg hef
verið mjög heppin með viðtökur
og er þakklát fyrir það. Hef haft
nóg að gera en það eru fáir sem
koma og vilja fá eitthvað sem
mér dettur í hug að gera á morg-
un.“
Hvað með verkstæðið?
„Það mun bara standa hér eitt
og hvíla sig. Við ætlum að koma
heim næsta sumar og vinna að-
eins fyrir Suður-Ameríkuferð-
inni en ég ætla ekki að lofa
neinu með leirinn því að éjg finn
að ég þarf langa hvíld. Eg get
komið á verkstæðið ef ég kæri
mig um en það er ekkert víst að
ég geri neitt. Kannski kem ég
bara, spila James Taylor og glápi
út um gluggann. Nei, ég lofa
engu næsta sumar. Eg ætla að
hafa auðan sjó, bara lifa og vera
til.“
Vil hafa allt losaralegt
Hvers vegna Frakkland og Suður
-Ameríka?
„Það er fyrst og fremst draum-
ur Guðmundar að fara til Frakk-
Iands og læra frönskuna en
minn draumur að fara til Suður-
Ameríku því þar er náttúrulega
margt fallegt að sjá í leir og
menningu yfirleitt. Þar ætlum
við okkur að ferðast. Fara til
nokkurra landa og hreyfa okkur.
Við búumst ekki við þvf að verða
á einum stað en það getur alveg
freistað síðar. Það eina sem við
vitum er að við förum til Chile
þar sem systir m(n býr og heim-
sækjum hana. Þetta er allt mjög
losaralegt og þannig viljum við
hafa það. Mér finnst það æðis-
legt. Þannig brýtur maður upp
þetta skipulagða munstur sem
maður kemur sér í með hinum
ýmsu skyldum. Eg geri mér hins
vegar fyllilega grein fyrir því að
þetta getur orðið erfitt með
stelpuna og þess vegna finnst
mér gott að við séum ekki búin
að skipuleggja neitt og spilum
þetta eftir hendinni. Henni á
samt eftir að líða vel ef okkur
líður vel.“
Þarf að banka í hausiun á sér
Er ekki mikill undirbúningur
sem jylgir breytingum eins og
þessum?
„Jú, það er það. Við höfum
verið að skipuleggja þetta í eitt
ár. Allavega í andanum. Núna er
hins vegar eitthvað farið að ger-
ast. Þessu fylgir ennþá engin
eftirsjá því mér finnst þetta bara
skemmtilegt og hressandi. Það
þarf stundum að banka í haus-
inn á sér og spyrja sig hvað mað-
ur ætli með Iíf sitt. Eg sem lista-
maður þarf að skapa mér svig-
rúm til að hugsa hvað ég er að
gera. Við stefnum heils hugar að
því að koma aftur til jAkureyrar
haustið 1999 þegar Móheiður
byrjar í skóla en svo getur mað-
ur aldrei sagt til hvað verður.“
HBG