Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 2
18-LAUGARDAGVR 29.NÓVEMBER 1997 D^ir LÍFIÐ í LANDINV L. Örn Árnason. Helgarpottur- inn hefur kraumað alla vikuna yfir „pressuballinu" á laugardag þar sem mik- ill glaumur ríkti meðal gesta en skemmti- atriði Spaugstofunnar verið gagnrýnd. Jafnvel hinir „gangrýnislausu" íslensku blaðamenn eru óhressir með þá Karl Agúst og Orn Ama sem hingað til hafa verið eins og óskabörn pressunnar. „Prump og fret,“ segir ijórða valdið um spaugvaldið og fitjar upp á nefið. Það er ekki hægt að gera þessu liði til geðs, það vita stjómmálamennirnir best! Fréttamaðurinn góðkunni Helgi Már Arthúrsson var á pressuballinu og sér- lega hlýlega fagnað af starfsfélögum, enda kominn úr endurhæfingu í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í efnisöflun- arferð til Finnlands. Helga er von á skjánum í næstu viku. Með hjartað á réttum stað og finu formi. Sjónvarpið fagn- Helgi Már Arthúrsson. ar fullveldisdeg- inum með nýju „setti". Þar er átt við leikmyndina sem þulir setjast í þegar klukkan slær átta og þjóðin horfir á fréttir. Síðan Helgi H. varð fréttastjóri hefur hann lítið sem ekk- ert lesið kynningar að fréttum, en hver veit nema nýja sviðið breyti þvír Kemur í ljós á mánudag, þá verður frumsýning. Helgi H. Jónsson. Stöð 2 hafði auðvitað veður af nýja „settinu" hjá Rúv, en lét sér nægja að breyta bakgrunnsmyndinni fyrir aftan Pál og Eddu. Enda tæpast búið að af- skrifa tugmilljónasettið sem Ingvi Hrafn fékk á staðinn. Neyðin kennir naktri konu að spinna: nýja mynd fyrir aftan og ný jakkaföt á Pál! Enginn má fara í jólaköttinn um þessi jól og auðvitað gera verslunareigendur sitt til þess að svo fari ekki. Margir eru famir að kaupa jólafötin enda ber úrvalið greinileg merki þess að kjarasamningar hafi verið gerðir á árinu og efnahagslífið á uppleið - í bili að minnsta kosti. Þegar gengið er búð úr búð hanga stuttkjólarnir í röðum og úrvalið af síðkjólum hefur aldrei verið meira enda missti ein verslunarkonan út úr sér um dag- inn: „Þetta verða kjólajól í ár!“ Sorrí strákar. Þessir síðu eru í tísku. Og af því að Haraldur Böðvarsson, sonur Böðvars Bragasonar ríkislögreglustjóra, er svo mikið í sviðsljósinu þessa dagana vegna ákæru nektardansmærinnar á Vegar, er rétt að rifja upp að hann var lög- reglumaður á höfuðborgarsvæðinu um nokkurt skeið, bæði í Kópavogi, Hafnar- firði og Seltjamarnesi, og virtist hafa gaman af því starfi. Sagan segir að Har- aldur hafi fílað starf lögreglumanns með þvílíkum krafti að jafnvel Sæma rokk hafi þótt nóg um hvað ljósin blikkuðu mikið á Nesinu. Menn velta íýrir sér hvaða skákir verði næst leiknar í prestamálum í Reykjavík. Staða prests í Hallgrímskirkju er nú laus, enda er sr. Karl Sigurbjörnsson orðinn biskup. Séra Jón Dalbú Hró- bjartsson hefur gert heyrinkunnugt að hann sækist eftir embættinu, en fleiri munu einnig lítu hýru auga þessa á Skólavörðuholt. Hinsvegar segja menn er gerst þekkja til í kirkjupólítík að erfitt kunni að ganga frá hjá Jóni Dalbú, _____________ prófasti í Reykjavíkurprófastdæmi vestra. En þá myndi embætti sóknarprest í Laugarneskirkju í framhald- inu losna. Þá velta menn fyrir sér hvar menn einsog sr. Baldur Kristjánsson, fráfarandi biskupsritari, muni bera niður, en sem kunnugt er tapaði Baldur á dögunum þegar kosið var um emb- ætti sóknarprests í Skálholti. Haraldur Böövarsson. Spádómskertið logar Á morgun kveikja margirá spádóms- kerti, endafyrsti í aðventu og þar með hefst undirbúningur fyrirjólin. Undirbún- ingursem í kaþólskum sið þýddi föstu og bann við kjötáti. Desemberfastan er í kristnum sið hugsuð sem undirbúnings- tími fyrir fæðingarhátíð frelsar- ans. „Hún heitir á latínu advent- us sem merkir „tilkoma", eins og sagt er í Sögu dagana eftir Arna Björnsson. „Jólaföstu verður fyrst vart um miðja 5. öld í Antíokkíu á Sýr- Iandi og á Norður-Ítalíu en öld seinna í Rómaborg," segir Arni og tiltekur einnig að þótt ekki liggi í augum uppi að draga við sig kjötmeti á föstunni megi benda á að haustslátrun var víð- ast lokið fyrir nokkru. „Þá höfðu menn belgt sig upp af alls kyns nýjum sláturmat, svo að tíma- bært var að hvíla meltingarfærin og spara kjötbyrgðir áður en vetrarveislur hófust. Um þetta leyti stóð fengitími sauðfjár einnig mjög víða yfir, en skiljan- lega vildu hjarðþjóðir ekki slátra úr bústofninum frá sláturtíð fram að sauðburði nema brýna nauðsyn bæri til.“ Hvað heita kertin fjögur? I dag þýðir aðventan eitthvað allt annað en aðhald í mat eða öðru. Kertin fjögur sem prýða aðventukransa heimilanna minna menn heldur á að nú fari tími til gjafakaupa að styttast. „Aðventukransar þeir sem marg- ir útbúa til heimilisskrauts á jólaföstu eru tiltölulega ungt fyr- irbæri." Arni bendir á að al- mennt hafi þessir kransar ekki farið að sjálst á Islandi fyrr en eftir seinni heimsstyijöld og þá fýrst sem skraut í einstaka búð- argluggum eða veitingahúsum. „Þeir breiddust mjög hægt út og urðu ekki umtalsverð söluvara fyrr en milli 1960-70. Samtímis því færðist í vöxt að fólk byggi til sína eigin aðventukransa." Litur kirkjunnar á aðventunni er fjólu- eða lillablár og stendur fyrir iðrun og undirbúning. Þessi sami litur er notaður á löngu föstu, fyrir páskana. Kert- in á kransinum eiga því að vera lillablá en sumir kransar hafa fimm kerti, þá er eitt hvítt kerti, svokallað Kristskerti, í miðjunni. Kertin fjögur eiga sér öll nöfn. Þann fyrsta í aðventu á spádóms- kertið að loga en þann dag eru lesnir upp spádómar úr Gamla testamentinu um frelsarann. Síðan kemur Betlehemskertið, þá hirðakertið og loks englakert- ið. „Kransinn byggir á gamalli norður-evrópskri hefð,“ segir Orn Bárður Jónsson, fræðslu- stjóri kirkjunnar. „Grenið er tákn um hið eilífa líf enda sí- grænt og hringurinn er tákn um eiljfðina, án upphafs og endis." Om Bárður segir hefðina fýrir rauða Iitnum þó ríka á jólunum eins og við þekkjum. „Rauði litur- inn er í sjálfu sér hátíðarlitur en í kirkjunni er hann notaður á ann- an í jólun þegar píslarvotta er minnst og síðan er hann notaður á hvítasunnu sem tákn um eldinn eða heilagan anda sem settist á hvem og einn eins og tungur af eldi væm. -En ef fólk vill halda kirkjulegu hefðina þá eiga kertin að vera lillablá eða fjólublá." Aðvenfuálag Samkvæmt Sögu daganna hefur eitt einkenni aðventu haldið sér. „Það sem Islendingum virtist löngum minnisstæðast við jóla- föstuna var hið mikla vinnuálag sem fólk mátti þola, einkum við tóskapinn. Af kappsemi og Iang- vökum við smáband og aðra tó- vinnu fékk síðasta vika jólaföstu nöfn eins og augnvika, staurvika og vitlausa vika. Þaðan er einnig runnin hin lifsseiga sögn um augnteprur eða vökustaura sem spennt væru á augu fólks til að halda því vakandi við tóvinnu." -MAR Maður vUoumar rcmiur Kiddi Bubba er maður vikunnar. Eitthvað kom yfir hann og hann rann. Hraðar enflestir heimsklassamenn meðfinustu auglýsinga- samninga heimsins hangandi utan á sér. Undur Ólafsfjarðar var orðinn „islenski draumurinn"; eftir að hafa runnið árum saman afturábak, runnið úr braut, runnið ekki neitt — voru íslenskir skiðamenn allt i einu menn á meðal skíðamanna en ekki iflokki með flugfreyjum frá Mexíkó og barþjónum frá Jamaika. Ólafs- fjörður fór á hvolf. ísland hafði eignast skiðamann! Hógværan, litillátan sírennslismann sem náði réttum hraða á réttri stund. Kristinn Björnsson er maður vikunnar. Mamma grét.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.