Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 6
22- LAUGARDAGUR 29 .NÓVEMBER 1997
LÍFID í LANDINU
Boris BjamiAkbachev þekkir
ekki aðra vinnu en handbolta
og hermennsku. Hann er
Rússinn í íslenska landslið-
inu, maðurinn á bekknum
meðÞorbimi Jenssyni og
sumirsegja „heilinn“ á bak
við framtíð íslenska hand-
boltans. Á morgun verður
hann á sínum stað á bekkn-
umgegn Júgóslavíu - en hver
erþessi dulaifulli maður?
Hver er hann þessi Boris Bjami
Akbachev?
Dagur lagði þessa spurnigu fyrir fólk
á fömum vegi á dögunum og
svörin vom margvísleg. Dæmi:
„Hann hlýtur að vera Rússi.“
„Hann er eitthvað í íþrótt-
um.“ „Hann er þjálfari
„Hann er handboltagúrú
frá Sovétríkjunum og
heilinn á bak við vel-
gengni Vals og
landsliðsins að und-
anfömu eins og
allir vita sem
fylgst hafa með
handboltan-
um,“ sagði
spakur
maður.
Borinn og bamfæddur Moskvubúi
Boris Akbachev er fæddur og uppaiinn í
Moskvu. Hann lifði þá tíð er sultur svarf
að fólki og lífsbaráttan var hörð. Baráttan
um brauðið var mikil og menn stálu sér
til matar.
„Eg ólst upp í Moskvu. Það voru ekki
alltaf jólin á mínum unglingsárum. Ég
var átta ára þegar stríðið við Þjóðverja
byrjaði. Styrjaldarárin fimm voru erfið og
næstu ár þar á eftir. En ég komst ágæt-
lega af. Ég gekk í skóla þar til ég var
kallaður í herinn en þar hófst
handboItaferillinn.“ Að eigin
sögn náði hann aldrei að
verða snillingur á vellinum
og því snéri hann sér að
þjálfun ári eftir að hann
varð Sovétmeistari. „Ég
lauk kennara- og
íþróttakennaraprófi
eftir að hermennsk-
unni lauk og
hef
ekki komið nálægt neinu nema hand-
boltaþjálfun síðan. Ég þjálfaði eitt af
toppliðum Sovétríkjanna, Kunzevo
Moskva, í 25 ár. A þeim tíma urðum við
nokkrum sinnum meistarar og bikar-
meistarar og alltaf í toppbaráttunni. Ég
þjálfaði líka sovéska landsliðið, fyrst árin
1967-1969 og aftur 1970-1974. Það var
ansi erfiður tími og mikil barátta. Sam-
komulagið við aðra þjálfara þess var ekki
alltaf sem best og þá hafði ég ekki áhuga
fyrir starfinu Iengur og hætti.“
Til íslands
- Hvað var það sem
fyrst dró Boris til ís-
lands?
„Ég kom fyrst til
Islands til þess að
þjálfa meistaraflokk
Vals árið 1980. Þá
höðu Víkingar
hrifsað af þeim Is-
landsmeistaratit-
ilinn sem þeir
höfðu unnið þrjú
ár í röð þar á undan.
Það var erfitt að taka
við Valsmönnum þá.
Þeir vildu auðvitað vera
topp lið en þeir æfðu eins
og kerlingar, þrisvar í viku. Ég
ríldi láta þá æfa 6-7 sinnum í
viku og gera þá að sterkum
handknattleiksmönnum. Þeir
voru alltof linir því þeir lyftu
aldrei. Ég kom með miklu
meiri líkamsþjálfun inn í
liðið en þeir höfðu þekkt.
Þeir voru ekki tilbúnir í
Jj svona mikla vinnu. Það
var ekki fyrr en þeir
skildu að ég var atvinnu-
þjálfari og að mig langaði
ekkert til að vinna bara
nokkra klukkutíma á viku.
Það er útilokað að ná ár-
angri í handbolta án þess
að vera sterkur og í góðu
líkamlegu ástandi."
En eftir
tveggja ára
starf hjá Val
hélt Boris á
heimaslóðir
á ný.
í höfuðið
áBjama
FeL?
Boris kom
svo aftur til
Islands árið
1987, þá til Breiðabliks í
Kópavogi þar sem hann þjálfaði
í tvö ár áður en hann snéri aftur
að Hlíðarenda og tók við þjálfun
yngri flokka Vals. Síðan hefur Boris
Bjarni búið á Islandi og er nú orðinn
íslenskur ríkisborgari eins og millinafn-
ið bendir til. Eftir því sem blaðið hefur
fregnað leist Boris ágætlega á Bjarna-
nafnið eftir kynni sín af Bjarna Fel. og
Boris Bjarni á landsleik íslendinga og Júgósiava á
fimmtudagskvöidið var.
mynd: bg.
ákvað að taka sér það að millinafni. Þetta
er þó óstaðfest.
- A/ hverju skildi Riíssinn hafa sest að á
Islandi en ekki í einhverjuöðru landi þar
sem meira er um að vera í handholtanum?
„Hér hef ég ágæta vinnu. Launin eru
að vísu ekki stórkostleg en ég hef vinnu
og það eitt skiptir máli. Hér er ágætt að
vera en hvorki betra eða verra en annars-
staðar. Mér er alveg sama hvar ég bý ef
ég hef vinnu sem mér líkar. Hér hef ég
fjölskylduna hjá mér og hún hefur það
gott.“
— En hvers vegna íslenskur ríkisborgari?
„Þegar ég fór að vinna með Þorbirni við
þjálfun Iandsliðsins þurfti ég náttúrulega
að ferðast meira en áður. Þá dugar ís-
Ienskt vegabréf betur en rússneskt."
Handboltmn er betri nú
- Hefur Boris Bjarni séð einhverja hreyt-
ingu á handholtanum hér á landi st'ðan
hann komfyrst árið 1980?
„Já, hér hefur orðið mikil breyting. Is-
lenskir handboltamenn æfa mun betur
nú en áður og lögð er mun meiri áhersla
á þjálfun yngri flokkanna."
Það hefur vakið athygli hve margir
efnilegir handknattleiksmann hafa komið
úr röðum Vals eftir að Boris hóf þar þjálf-
un. Hann hefur nú alið upp tvær kyn-
slóðir handknattleiksmanna hjá Val og sú
þriðja er á leiðinni. Það er fróðlegt að líta
á þær stjörnur sem skærast hafa skinið
eftir uppeldið hjá Rússanum. Þar má
nefna Valdimar Grímsson, Geir Sveins-
son og Júlíus Jónasson sem allir eru
landsliðsmenn. Ur annarri kynslóðinni
eru landsliðsmennirnir Dagur Sigurðsson
og Olafur Stefánsson, sem er einn dýrasti
handboltamaður heimsins í dag. I þriðju
kynslóðinni eru leikmenn að koma upp
eins og Snorri Steinn Guðjónsson
(Gaupasonur Guðmundssonar á Stöð 2),
Markús Máni Mikaelsson, Bjarki Sig-
urðsson, bróðir Dags, og Isleifur Sigurðs-
son, sonur Sigurðar Gunnarssonar
Haukaþjálfara. Þessir eru sagðir með
þeim efnilegri hér á Iandi í dag.
- En af hverju vill Boris frekar þjálfa
yngri flokka en meistaraflokka?
„Mér finnst gaman að horfa til framtíð-
arinnar. Maður hefur lftil áhrif á þróun-
ina ef maður er alltaf að meðhöndla full-
orðna menn. Ég er ákveðinn við þá. Ef
þeir hafa ekki tíma fyrir handboltann rek
ég þá. Ef þeir vilja frekar eyða tíma sín-
um á Hallærisplaninu eða slíkum stöðum
hafa þeir ekkert að gera í handbolta. Þeir
sem velja handboltann og halda sig við
hann eiga framtíðina fyrir sér.“
Tobbi iim Boris
Að lokum er fróðlegt að sjá hvað lands-
liðsþjálfarinn, Þorbjörn Jensson, hefur
um Boris Bjarna Akbachev að segja.
„Það sem hann hefur komið með inn í
handboltann eru aðallega tækniatriði.
Hann er mjög mikill tækniþjálfari og fer
mikið í smáatriðin sem, þegar upp er
staðið, skipta svo ótrúlega mildu máli og
geta skipt öllu máli í jöfnum leikjum.
Þessir strákar sem hann hefur þjálfað
kunna mjög vel að spila handbolta og lesa
leikinn." Á morgun verða þeir saman á
bekknum og freista þess að koma „strák-
unum okkar“ áfram í Evrópukeppninni.
Þá reynir á „Borisinn“ í íslenska liðinu!
-GÞÖ.