Dagur - 04.12.1997, Side 2
2 - FIMMTUD A GUR 4.DESEMBER 1997
XhsguT'
FRETTIR
Ráðgjafahópur um öryggi barnaleikfanga sem settur var á fót að frumkvæði markaðsdeildar Löggildingarstofu. Stjórnandi hans og helsti talsmaður
er Birna Hreiðarsdóttir, sem situr á vinstri hönd Drífu frá Neytendasamtökunum. - mynd: hilmar
Sjötta hvert bam á
slysadeild á árinu
Leikföng eru eitt afþví
sem veldur slysum á böm-
u in en þau em iiiiklu al-
gengari á íslandi en ann-
ars staðar. Helmingur
slysanna verður iuni á
heimilunum.
Nýleg athugun leikfanga á markaði
leiddi í ljós að víða er pottur brotinn,
þótt ástandið hafi batnað. Könnunin,
sem ráðgjafarhópur um öryggi barna-
ieikfanga gekkst fyrir, beindist einkum
að öryggismerkingum leikfanga, há-
FRÉTTAVIÐ TALIÐ
vaða sem fór allt upp í 103 decibil og
síðast en ekki síst smáhlutum sem
hætta er á að börn geti gleypt.
Kinder EGG og Nestlé Magic þykja
sérstakt vandamál vegna smáhlutanna
sem eru inni í þeim. Ameríkuþjóðir
hafa t.d. bannað sölu þeirra, en það
hefur ekki verið hægt í Evrópu, vegna
þess að umbúðirnar uppfylla allar kröf-
ur um merkingar. Innstu dúkkurnar í
rússnesku „babúskunum" eru Iíka
freistandi fyrir litla munna og það
sama getur t.d. átt við um ávaxtailm-
andi strokleður stóra bróður. Hætt-
urnar geta þannig leynst við hvert fót-
mál.
Afar og ömmur og foreldrar barna
undir Ijögurra ára aldri eru sérstaklega
beðin að gæta varúðar við kaup á jóla-
gjöfum og dóti í skóinn fyrir jólin. Sér-
staklega er fólk beðið að gæta þess
hvort hlutirnir séu CE merktir, hvað
segir á umbúðunum um aldursmörk
og hvort leikföngin framleiða óþolandi
ogjafnvel heilsuspillandi hávaða.
Slys á börnum eru miklu algengari á
íslandi en í öðrum löndum, t.d. tvöfalt
algengari en í Svíþjóð. Aætlað er að
fjórða hvert barn slasist árlega hér á
landi. Slysadeild Borgarspítalans tók
t.d. á móti hátt á sjötta þúsund slösuð-
um börnum, 0-14 ára, frá áramótum
til októberloka á þessu ári. Helmingur
þeirra hafði slasast á heimilum sínum.
- HEI
Nýútkoinið smásögusafn
Davíðs Oddssonar heitir
eins og alþjóð veit - Nokkr-
ir góðir dagar án Guðnýjar
og í heita pottmum velkjast
menn ekki í vafa um livar
forsætisráöherra hafi feng-
_______ ið nafnið á bókina. Kristín
Ástgeirsdóttir þmgkona hef-
ur inargoft lýst því hversu mjög henni liafi létt
eftir að hún ákvað að yfirgefa þingflokk Kvenna-
listans. Það ku hafa verið orðið stirt á milli
hennar og Guðnýjar Guðbjömsdóttur en undan-
farið hefur Kristín átt „nokkra góða daga án
Guðnýjar."
í pottinum
vakti mikla at-
hygli að á
mynd í Degi í
gær frá bæjar-
stjómarfundi á
Akureyri voru
þeir Sigurður J. Sigurðsson og Jakob Bjömsson
augljóslega í miklum samræðum. Veltu menn
því fyrir sér hvort þessar samræður boðuðu eitt-
hvað um samstarf eftir sveitarstjómarkosning-
ar, en sem kunnugt er stefna A-flokkamir og
kvennalisti á sameiginlegt framboð...
Eftir ísafjarðarsprenging-
una á dögunum hafa tveir
þekktir sjálfstæðismenn
losnað, sem líklegt er talið
að kynnu að hafa hug á að
láta til sín taka í öðrum
sveitarfélögum fyrir næstu
Kristján Þór Júlíusson. kosningar. Það er Kristján
Þór Júlíusson sem nú þykir
h'klegur sem foringi sjálfstæöismanna á Akur-
eyri og Þórunii Gestsdóttir sem sumir segja að
komi til álita sem viðbótar kona inn á sjálfstæð
islistann í Reykjavík....
Jakob Bömsson
bæjarstjóri á Akureyri
Þríðjungur rekstrargjalda
Akureyrarbæjar á árínu 1998
fertil fræðslumála, eða um
735 milljónirkróna, sem er
hærra hlutfall en mörg
undanfarín ár.
Bygging íþróttamaimvirkj a
eitt af forgangs verke fnuniini
„Nokkur óróleiki hefur verið undanfarin
misseri í kringum skólastarf á Akureyri, þá
aðallega vegna sameiningar tveggja skóla í
Brekkuskóla. Það hefur verið stefna meiri-
hlutans á þessu kjörtímabili að efla skóla-
starfið en vandkvæði við að fá réttindakenn-
ara til starfa hafa aukið á vandann. Skólarn-
ir hafa líka búið við bráðabirgðalausnir í
húsnæðismálum, og þar má helst nefna
Giljaskóla, sem hefur verið í leiguhúsnæði
en flyst í nýtt húsnæði um áramót. Bæjar-
stjórn hefur verið að samþykkja tillögur
skólastjórnenda um vlðbætur og aukið og
bætt skólastarf. Unnið er að hönnun nýrrar
álmu við Síðuskóla, sem verður tekin í notk-
un í byrjun skólaársins 1999/2000 en reynt
er að finna svigrúm til að flýta þeirri áætl-
un.“
- Nú stendur til að hækka sorphirdu-
gjald?
„Sorphirðugjald verður hækkað úr 2000
krónum í 3000 krónur, m.a. til að fjármagna
nýtt gámasvæði við Réttarholt, sem tekið
verður í notkun á morgun (í dag) klukkan
13.00, en kostnaður við það á þessu ári
nemur um 10 milljónum króna. Starfsmað-
ur verður á svæðinu til leiðbeiningar á
flokkun. Með bættri meðferð á sorpi og
minnkandi urðun hafa verið lögð á aukin
sorphirðugjöld. Það byrjaði á Akureyri með
pokagjaldi en sveitarfélög hafa verið að
leggja allt 10 þúsund krónur á íbúð. Starf-
semi Sorpsamlags Eyjafjarðar hefur aukist
umtalsvert og móttaka spilliefna að sama
skapi.“
Yfirbyggður knattspyrnuvöllur hefur
talsvert verið i umræðunni. Verður byrjað
d þeirri framkvæntd á næsta ári?
„Það get ég ekki staðfest og verður ekki
ákveðið fyrr en við gerð þriggja ára áætlun-
ar í byrjun næsta árs. Við erum með stóra
framkvæmd í íþróttamálum sem er sund-
laugin sem enn þarf fjármagn en það er
mikill áhugi fyrir yfirbyggingu yfir knatt-
spyrnuvöll sem og skautasvell. lþróttaað-
staða við Glerárskóla er góð, en síðri annars
staðar og til lengri tíma munu íbúar ekki
sætta sig við þá mismunun nemenda. Bygg-
ing íþróttamannvirkja verður því áfram eitt
af forgangsverkefnunum en það er mjög
kostnaðarsamt. En við sjáum fram á fleiri
kostnaðarsamar framkvæmdir, t.d. Iagningu
Borgarbrautar sem kostar um 400 milljónir
króna en fæst endurgreidd og byggingu
rannsóknahúss við Háskólann á Akureyri er
lagðar hafa verið til 10 milljónir króna, sem
endurgreiðast f formi leigu á 25 árum.
Meirihlutinn hefur metnað til að bæta og
auka þjónustuna við íbúana, halda aftur af
kostnaðarhækkunum og sýna ábyrga fjár-
málastjórn.“ — gg