Dagur - 04.12.1997, Side 8

Dagur - 04.12.1997, Side 8
8- FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1997 ro^tr FRÉTTIR Lífeyrir gæti þrefaldast Sjóðir m/ábyrgð laungreiðenda Sameignasjóðir Séreignasjóðir 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Frá 1991 hafa almennir sameignarsjóðir náð hæstri raunávöxtun öll árin nema eitt, samkvæmt útreikningum / Seðlabanka. Hrein raunávöxtun allra lífeyris- sjóðanna var nær 8% í fyrra og tæp 7% að meðaltali sl. fimm ár - og yfirleitt mest hjá almennu sam- eignarsjóðunum. „Verði raunvextir til langframa 7% myndi ellilífeyrir frá 67 ára aldri geta verið um þrefaldur sá lífeyrir sem nú er lofað,“ segir Bjarni Þórðarson tryggingafræð- ingur í viðtali við SAL-fréttir. En þar var þeirri spurningu varpað fram hvort 3,5% spá um framtíð- arvexti væri ekki allt of varfærin og hvað gerðist ef ávöxtun lífeyris- sjóðanna yrði til muna meiri um einhvern tíma. Verði 7% vaxtastig viðvarandi um nokkurt skeið mundu menn væntanlega, að máti Bjarna, skoða það hvort hefja megi töku lífeyris mun fyrr eða jafnvel beina sparnaðinum til ann- arra þarfa. Benda má á að meðal- ávöxtun SAL-sjóðanna hefur verið um 7,4% á ári síðustu fimm ár. 3,5% nægja fyrir núverandi réttindum Félag Islenskra tryggingastærð- fræðinga, Samband almennra líf- eyrissjóða og Landssamband líf- eyrissjóða hafa komið sér saman um hvaða forsendur skuli nota sem grundvöll að tryggingafræði- legum athugunum á fjárhagsstöðu sjóðanna. Þar er gert ráð fyrir að 3,5% vextir verði notaðir sem spá um framtíðarávöxtun sjóðanna. Að sögn Bjarna virðist 3,5% raun- ávöxtun til langrar framtíðar standa nokkurn veginn undir þeim lífeyri sem SAL-sjóðirnir miða nú við. Viðbótaræviáriii kosta 17% hærri iðgjöld Auknar ævilíkur hafa einnig mikil áhrif. Meðalævilengd íslenskra karla hefur til dæmis aukist úr 70,7 árum á síðari hluta sjöunda áratugarins í 76,3 ár á fyrri hluta þessa áratugar. Að sögn Bjarna hefur þessi lenging þau áhrif að iðgjaldsþörf, fyrir 25 ára sjóðfé- laga vegna ellilífeyris frá 67 ára aldri, hefur hækkað um 17% - þ.e. miðað við 3,5% meðalvexti, en vaxtahækkun í 4% gæti nokkurn veginn vegið þetta upp. Þetta sýn- ir glöggt hvað jafnvel brot úr prós- enti getur haft mikil áhrif á ávöxt- un til langframa. Um 40% lífeyrisms vegna annars en elÚ Heilsufar þjóðarinnar, t.d. fjölgun öryrkja, er einnig áhrifavaldur. Af þeim 9,3 milljörðum sem sjóðirnir greiddu í lífeyri á síðasta ári fóru þannig einungis rúm 60% í ellilíf- eyri. Um 19% fóru í örorkulífeyri, önnur 19% í makalífeyri og af- gangurinn í barnalífeyri, sam- kvæmt tölum frá Seðlabanka. Seðlabankinn upplýsir einnig að allir nema 6 fullstarfandi sam- eignarsjóðir, án ábyrgðar annarra (ríkisins), eigi fyrir áföllnum skuldbindingum sínum. En hina sjóðina 6 vanti kringum 5 millj- arða, eða kringum 6% upp á að eiga fyrir áföllnum skuidbinding- um sínum. — HEI Jolagjóf að eigin vali er besta gjöfiri þessi pl Gjafakortin fást í Byggt & Búið og gilda í öllum verslunum Kringlunnar nema ÁTVR. Verðgildi 2.500 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr. -'.•A

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.