Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 4. desember 1997 Jólahjónin Benedikt Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir við arininn i Jóiagarðinum sinum. myndir: gs. Jóiagarðurinn i fullum Ijóma. JólcLstemmningin er ríkjandi allt áríð og hjá þeim eru nánast tvennjól. í tvo mánuði á árí eru þau eins og annaðfólk. Hina tíu eru þau ansi mikið öðruvísi. Benedikt Grétarsson og Ragn- heiður Hreiðarsdóttir eiga og reka Jólagarðinn í Eyjafjarðar- sveit. Þar eru alltaf jól. Að vísu mismikil þó. Þau segja það góða tilfinningu að hafa jólin í kring- um sig allt árið og þau séu sann- færð um það að við stöðuga hlýju og birtu jólanna verði þau betri manneskjur. I Jólagarðinn komi líka eingöngu fólk sem sé glað- legt og skemmtilegt. Enginn sé fúll. Það sé því ekki hægt að hugsa sér betri jólagjöf. Stöðug jól venjast vel Þau viðurkenna að smá tíma hafi tekið að venjast stöðugum jólum. Jólagarðurinn hafi ekki haft lang- an aðdraganda og því hafi um- þóttunartíminn ekki verið mikill. Það hafi ekki gefist tími til að spá f það hvort hægt væri að umbera jól allt árið. Nú sé þetta hins veg- ar voða notalegt og staðan sú að þau skreppi í Jólagarðinn liggi ekki nógu vel á þeim. Þau komi alltaf glöð til baka. Benedikt og Ragnheiður segja að Þrettándanum fylgi enginn söknuður. Þó hin eiginlega jóla- hátíð sé búin þá byrji bara nýtt tímabil og þau fari að leita sér að vörum fyrir jólasumarvertíðina. Mikill tími fari f það. Hjá þeim séu nefnilega tvenn jól á ári sem þurfi að undirbúa. Hinn eiginlegi jólatími og jólasumrin. Þau séu allt önnur vertíð og ekki síður að miklu að huga þá. Jólaskrautið sé líka með öðru sniði á sumrin því meira sé um heilsársjóladót og handverk. Heit og eigingjöm jólasum- arstenmming Að þeirra sögn er jólasumar- stemmning alveg mögnuð. Heit og eigingjörn. Allir að kaupa eitt- hvað handa sér. Engum öðrum. Hún sé því alls ekkert svipuð þeirri jólastemmningu sem fólk eigi að venjast. Þó hún sé skemmtileg þá neita þau því ekki að gleðin taki völdin þegar hin eiginlegu jól nálgast. Þau verði þá loksins þátttakendur í stærri jólum. Verði eins og hinir. Þau séu þakklát að ná því tvo mánuði á ári og því fylgi góð tilfinning. 4 Alltaf loði við að fólk hugsi hvernigjólin séu hjá þeim. Hvort þau séu með þessu uppátæki ekki búin að spilla ánægjulegu fjölskyldulífi sem fylgi jólunum. En Benedikt og Ragnheiður hafa alveg náð að aðgreina þar á milli eins sést best á orðum ungs son- ar þeirra. „Jólin okkar eru loksins að koma.“ HBG Engiarnir fyigja jólunum. Veitum hagstæð lán til kaupa á landbúnaðarvélum Reiknaðu með 'SPsp -FJÁRMÖGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi 588-7200 • Fax 588-7201

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.