Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 4
20 - FIMMTUDAGUR 4.DESEMBER 1997 JÓLALÍFIÐ í LANDINU Bráðum koma blessuð jólin, böminfara að hlakka til, segirígömlum texta. Vísteraðflestböm hlakka tiljólanna og sum meira en önnur. Þetta ertími Ijósanna, mamma ogpabbi alltafað bauka eitthvað og dularfullirpakkarbirtasthérog þar. En sumjól em eftirminnilegri en önnurog þá helstvegnagjaf- anna semfólk man eftir, annað hvort vegna þess að þærhafa vakið óvenju mikla gleði eða þá vonbrigði. Dagurspurði nokkra valinkunna menn og konurum eftirminnilegustujólagjöfina ogviðþá spumingu komuýmsarminningarupp hjá viðmælendum eins og sjá má. Bara kubbar! „Já, þetta kemur nú svolítð flatt upp á mig, ég man nú ekki einu sinni hvað ég var gamall, ég hef sennilega verið svona 4-5 ára, þegar ég fékk alveg sérstakan pakka á jólunum. Það var nú ekki mikið um það á þessum tíma og þess vegna hefur það kannski verið einnþá meira taugatrekkjandi heldur en ann- ars,“ segir Vilberg Alexanders- son, skólastjóri Glerárskóla. „En einmitt um þessi jól, þá vissi ég af þessum pakka og það lét svo skrítilega í honum, það hringlaði í honum og þetta var alveg hreint rosalega spennandi. Eg man að ég svaf illa næt- umar fyrir jól og ég hlýt að hafa verið með afbrigðum leiðinlegt bam þessa daga, ég var svo spenntur. Það hlaut að vera eitt- hvað svo spennandi í þessum Vilberg fékk kubba. pakka að annað eins hefði bara ekki gerst. A aðfangadag var svo ekki hægt að halda þetta út lengur og ég fékk að opna pakkann ein- hvern tíma síðdegis, á milli há- degis og hátíðar og þá komu innan úr þessu kubbar, alla vega litaðir kubbar. Eg get sagt það nú, að ég hef aldrei nokkurn tíma orðið fyrir öðrum eins von- brigðum, ég gleymi því aldrei," segir Vilberg að lokum. Svona geta sumar minningar verið þaulsætnar. Flosi Ólafsson minnist margs. Flosi Ólafsson á margs að minn- ast og hefur löngum sagt góðar sögur. Þegar hann er spurður um eftirminnilegustu jólagjöf- ina, þá verður hann hljóður sem snöggvast. „Jáhá,“ segir hann. „Eg veit ekki hvort ég man nokk- uð núna og þó...“ Og Flosi segir frá því að einn vetur hafi svo háttað til, af sérstökum ástæð- um, að hann var í sveit, á Odd- stöðum í Lundareykjadal. Koffort af gjöftun „Hann afi minn, Flosi, tók sig þá til og sendi mér heilt koffort af gjöfum. Þetta var allt mögu- legt, pennar og pennastangir og ég veit ekki hvað. Hugsa sér, heilt koffort,“ og Flosi slær sér á lær í huganum. „Þetta var 1939, rétt fyrir stríð og ekki mikið að hafa svo þetta vakti nú aldeilis athygli," segir hann. „Það voru jól hjá öllum, þetta var svo mik- ið og merkilegt, allskonar djásn og dýrsemdir og þessu gleymi ég aldrei,“ bætir hann við. Kort frá „ummstanum“ „Eftirminnileg jólagjöf' sagði Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, hugsandi. „Eg man eftir mörg- um góðum gjöfum þegar ég var krakki, pabbi gaf mér t.d. skrif- blokk og teikniblokk, það fannst mér merkilegt. En veistu, það er dálítið skemmtileg jólagjöf sem maðurinn minn, sá sem ég hef verið gift í nær 37 ár núna, gaf mér þegar ég var 16 ára gömul, þá ung og mjög ástfangin af honum. Eg var í heimavistarskóla og var í jólafríi heima og hann sendi mér bók í jólagjöf, rómantíska ástarsögu, „A vængj- um morgunroðans" hét hún. Ög með bókinni fylgdi alveg yndis- legt og rómantískt kort, sem var þannig að þegar það opnaðist, þá opnuðust rauðar rósir og ljúf ilmvatnslykt fannst. Þetta var árið 1959, þá fékkst ekki allt eins og nú svo þetta var dálítið sérstakt. En ég er enn að velta því fyrir mér hvernig honum datt í hug að gefa mér svona rómantíska gjöf og hann fer alltaf dálítið hjá sér þegar minnst er á þetta,“ sagði Lilja kímin. Búðar buxur bestar „Ég man alveg eftir einni jólagjöf, það var í fyrsta sinn sem ég fékk búðarbuxur í jólagjöf, maður gekk alltaf í prjónabuxum á Eskifirði," segir Ásdís Skúladóttir, leik- stjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ætli ég hafi ekki verið svona 5-6 ára, þá fékk ég búðarbuxur, svona hvítar bux- ur með teygju í mittið og að neðan. Þetta þótti alveg meiriháttar, þó buxurnar þættu sjálfsagt hálfhallærislegar nú. Þær voru úr svona efni sem kemur ló úr að innanverðu og þetta er held ég gjöf- in sem ég hef glaðst mest yfir um ævina, þetta var gífurleg gleði, að þurfa ekki lengur að vera í prjónabuxum, heldur geta spókað sig í búðarbuxum eins og fín kona,“ segir hún og bætir við: „Þarna sérðu líka hvað ég er orðin gömul," og skellihlær. Fötin skipta máli, líka þegar maður er fimm ára. % 11 * «• Ft' i 'V* *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.