Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 10
Útgáfa á hljóm- plötum og diskum tekurkipp erlíða tekur að jólum. Allskonar tónlist er gefin út,þará með- al auðvitaðjólalög. Sumarjólaplötur lifa vel og lengi á meðan aðrar gleymasthæði hrattogvel.En skyldi einhverein jólaplata lifa í minningu landans sem hin eina sannajólaplata? Til að komastað því,fórDagurá stúfana og ræddi við nokkra aðila í tónlistargeiranum. Svörin urðu skemmtilega marg- vísleg og helsta niðurstaðan ersú aðgamlaplatan meðÞremur ápalli sé eftirminnilegust og súplata sem flestir spila. NatKing Cole er alltafbestur „í efsta sæti hjá okkur er Nat King Cole, með Christmas," segir Björgvin Halldórsson tónlistarmaður. „Hún er sú plata sem við höf- um alltaf sett á fyrir og um jólin. Svo er það Mahalia Jackson, Silent night, hún er frábær líka,“ bætir hann við. Næst þessum koma svo Bing Crosby „alltaf látinn fljóta með“ og fjölskyldan heldur mikið upp á kvartett sem heitir Manhattan Trans- fer, jólaplötu þeirra, Björgvin segir hana fína og æðislega. „Og EIvis, jólaplatan hans, hún má ekki gleymast,“ segir hann. „Þær fá svo að fljóta með þessar þrjár jólaplötur sem ég hef gert, þær hafa svona ákveðið „sentimental value“, eru með ítölsku ívafi. Maður heldur svolítið upp á þær, en spilar kannski ekki mjög mikið.“ Einsem stendur uppúr „Ég vil nú nefna eina erlenda og eina íslenska jólaplötu," segir Rún- ar Júlíusson tónlistarmaður. „Sú íslenska heitir GLEÐILEG JOL og var fyrst gefin út í kringum 1970 en endurútgefin fyrir nokkru og bætt á hana lögum, sem nú eru 24. Þetta er ein albesta jólaplata sem ég veit um. Sú erlenda er Nat King Cole platan THE CHRISTMAS SONG, raunar öll jólalög með honum, hann hefur svo silkimjúka rödd, sem hentar vel í þesskonar lög,“ bætir hann við. Við nánari umhugsun kemur svo ein plata í viðbót. „Mahalia Jackson, það eru engin jól án hennar.“ Lang- holtskóriim og^úá í Langholtskirkju starfar Jón Stefánsson sem organisti og hann er fljótur til svara þegar spurt er um bestu jólaplötuna að hans áliti. „Þær eru tvær, BARN ER OSS FÆTT með Langholtskirkjukórnum ogÁJÓLUM ER GLEÐI OG GAMAN með Graduelekór Langholts- kirkju. Ég get nú varla sagt annað, er það?“ segir hann glettinn. Jón átti þátt í upptöku á þeirri plötu sem oftast hefur verið nefnd sem jólaplatan, en það er Gleðileg jól, með Þremur á palli. „Sú plata er líka alltaf í uppáhaldi hjá mér,“ segir hann. „Hún stendur alltaf fyrir sínu og þó hún sé orðin frekar gömul, þá er hún mjög hefð- bundin og gaman að vera með þessi íslensku jólalög.“ Hándel og Bach Michael J on Glark tonlistarmaður hefur huið a íslandi 1 rum 20 ar og starfar sem bæjarlistamaður á Akureyri. „Besta jólaplatan, það eru tvö verk sem ég met öðrum fremur, það er Messías eftir Handel og Jólaóratoría Bachs, en þetta er nú sjálf- sagt voðalega þungt,“ segir Michael Jón. Bætir svo við: „Svo er það líka plata með íslenskum jólalögum, Þrjú á palli. Þetta er svo mjög sérstök og góð plata, það eru nefnilega eingöngu íslensk jólalög á þessari plötu. Það er stundum dálítið erfitt að fá fólk til að syngja ís- lensk jólalög, en þessi plata, sem ég heyrði fyrst rétt eftir að ég kom til landsins, hún er dálítið gömul en hún er að mínu áliti alveg frá- bær og mér finnst hún tilheyra jólunum." Udiikur Mortens og Bing Crosby „Þetta eru aldeilis erfiðar spurningar sem þið látið dynja á manni," segir Svanhildur Jakobsdóttir og hlær. „Þegar maður vinnur við þetta, þá er svo erfitt að dæma,“ bætir hún við. „Hún kemur mér nú alltaf í jólaskap, platan sem Haukur Morthens söng inn á 1964 og heitir Hátíð í bæ,“ segir hún svo. „Þetta var lengi vel eina jólaplatan minnir mig, svona áður en lætin byrjuðu. Svo er það náttúrulega Bing Crosby með jólalag allra tfma, White Christmas, sem var mest selda lag í heimi þar til nú í haust er Candle in the wind sló það út. White Christmas er hið eina sanna. En þar fyrir utan fínnst mér alltaf gaman að hlusta á Ellý og Vil- hjálm, þau eru góð,“ segir Svanhildur að lokum. Engin jóla- tónllst Þó svo fólk vinni við tónlist alla daga, þá er ekki endilega víst að það spili jólatónlist. Gunnar Hjálmarsson, sem er í hljómsveitinni UNUN, hann er í þeim hópi. „Nei, veistu að ég held að það sé bara engin jólatónlist hjá mér, ég bara man ekki eftir því að ég spili neitt sérstakt í desember, bara þessa tónlist sem ég spila að öllu jöfnu. Það er líka heilmikil tónlist í útvarpinu, jólalög, og það nægir mér al- veg,“ segir Gunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.