Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 14

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 14
30 — FIMMTUDAGUR 4.DESEMBF.R 1997 LÍFIÐ í LANDINU L ---- BÍLAR ---- Formúla 1 á Islandi Formúla 1 kappakstursbíllinn sem Bifreiðar og landbúnaðarvélar höfðu til sýnis á dögunum vakti mikla athygli eins og sjá má, enda ekki á hverjum degi sem slíkur gripur er hérlendis. - MYND.OHR Fjöldi gesta var við opnun Bíiasöiunnar Torg í Borgarnesi. Þar voru m.a. Gísli Halldórsson þjónustuaðili Hekiu hf. i Borgarnesi, Finnbogi Eyjólfsson fjölmiðlafulltrúi Heklu og Björn Jóhannesson sem á og rekur bítasöiuna. - MYND.OHR Það er ekki á hverjum degi sem menn geta barið augum „alvöru“ kappakstursbíl hérlendis, en Bifreiðar og landbúnaðarvélar gáfu mönnum færi á því á dögunum að skoða keppnisbíl Willi- ams Renault frá í fyrra. Þar var á ferðinni einn af þeim bílum sem Jacques Villeneuve keppti á er hann varð heimsmeistari á síðasta ári. Bíllinn vakti líka mikla athygli og fjöldi fólks lagði leið sína í Armúlann í Reykjavík til að beija grip- inn augum. Vélin í bílnum er V-10 Renault S9 þriggja lítra. Hún skilar yfir 700 hest- öflum en stór hluti hennar er úr áli og títaníum. Vélinni er aldrei ekið meira en um 500 kílómetra og það tekur um 200 vinnustundir að endurbyggja hana. Hver vél kostar á þriðja tug milljóna ís- lenskra króna. Gírkassinn er sjö gíra með skiptibún- aði í stýrinu. Okumannssætið er sér- smfðað og sniðið að líkamsvexti öku- mannsins. Slökkvikerfi er í vélarsal og ökumannsrými. Bíllinn vegur um 600 kíló með ökumanni. Það tekur þennan bíl tvær sekúndur að fara í hundrað kílómetra hraða úr kyrrstöðu og hámarkshraðinn er í kring um 350 kílómetrar á klukkustund. Eyðslan er töluverð, Formula 1 bíll kemst um tvo kílómetra á hvern lítra eldsneytis sem þýðir að hann eyðir um fimmtíu lítrum á hundraðið. Ragnarsson skrifar Ný Masala og Heklmmiboð í Borgamesi Bílasalan Torg opnaði í „Leifsstöð" við Brúartorg í Borgarnesi um síðustu helgi. Eigandi hennar er Björn Jóhann- esson frá Hóli í Lundarreykjadal, áður starfsmaður Bifreiðskoðunar og verk- stæðiformaður hjá Stillingu í Reykjavík. Hann hefur einnig unnið ýmis störf hjá Vegagerðinni. Björn verður með söluumboð fyrir nýja og notaða bíla frá Heklu hf. auk hefðbundinnar sölu notaðra bíla. * Frakkar bursta skóna sína vel og vand- lega á aðfangadag og fara í miðnætur- messu. Síðan er gengið til borðs, um kl. 1.30 eftir miðnætti. Taka svo upp gjafirnar, sem ekki eru pakkaðar í dýr- indis jólapappír, snemma ájóladag. * Snemma á jóladag fara Grikkir í sín fínustu föt og halda til messu. Taka svo upp gjafir og börnin syngja jólalög fyrir ættingja og vini og fá í staðinn peninga og sætindi. * Englendingar fara oft á krána á að- fangadag og síðan í miðnæturmessu. Fara snemma á fætur á jóladag og opna gjafirnar sem jólasveinninn setti undir tréð. Um kl. 15 safnast fjöl- skyldan saman og hlustar á drotting- una flytja jólaávarp í sjónvarpinu. * í Þýskalandi hefjast jólin 6. desember þegar fjölskyldan setur skó fyrir fram- an dyrnar. Hann fyllist af sælgæti og út mánuðinn er verið að baka kökur af öllum stærðum og gerðum. A aðfanga- dag eru gjafír gefnar og pylsur og kart- öflusalat í matinn. A jóladag er hins vegar oft boðið upp á gæs eða vatnakarfa. * A Spáni er ungur geldhani borðaður á aðfangadagskvöld. Fólk fer gjarnan í miðnæturmessu en Spánveijar gefa ekki gjafír fyrr en á Þrettándandum, sem þeir kalla Vitringadag. HVAÐ Á É G A Ð GERA Jólagjafir Sæl Vigdís. Spurningin sem mig langar til að spyrja er hvorki sérlega frumleg né tilfinningaþrungin. Mig vantar bara eitt ráð: Hvað á ég að gefa tengdamömmu í jólagjöf? Hún á bókstaflega allt, er orð- in 68 ára og vel hress. Við hjónin höfum velt þessu fyrir okkur fram og til baka og komumst ekki að neinni niðurstöðu. Velkomin í klúbbinn! Það að finna jólagjöf handa þeim sem á allt er meira en lítið erfitt. Þið gætuð gefíð henni ársáskrift af einhverju tímariti sem hún myndi hafa ánægju af, en er ekki tibúin að eyða í sjálf. Eða flug- miða til einhvers staðar úti á landi þar sem hún á ættingja eða vini. Eða ánafnað henni tíma til að fara með henni eitthvað sem hana langar til. Eða sólbaðstíma, nuddtíma, leikfími- tíma, eitthvað sem hún vill ekki eyða peningum í sjálf (margt fullorðið fólk telur allt eftir sjálfu sér en er alltaf tilbúið til að eyða í aðra). Vonandi koma einhverjar af þessum tillögum þér til hjálpar, eða geta að minnsta kosti vakið upp aðrar hugmyndir. Vigdís svarar í símanu! Ertu með ráð, þarítu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdis svarar í simaun kl. 9-12. Siminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Pðstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is ILOAMARKAÐUR 'Sv'.líifZi'*ra -i.- V ;"' Gamlir bollar óskast Hún Erla er að safna notuðum bollum, úr gömlum stellum og hana langar til að vita hvort einhverjir lesendur eiga í fórum sín- um bollapör sem þeir vilja láta henni í té. Hún segist bara þurfa eitt af hverri gerð og það skipti engu máli hvernig mynstrið lítur út. Erla er í sfma 462 3046 á kvöldin og nú er bara að taka til í eldhússkápun- um og losa sig við gömlu stöku bollana sem eru búnir að þvælast þar lengi. Notið aðventuna til að hengja upp jólaskraut smám saman, sérstak- lega ef það eru börn á heimilinu. Þau hafa gaman af því og það léttir líka á manni á Þorláksmessu. Skoðið jólaseríurnar í tíma til að athuga hvort allar perur eru heilar. Gott er að eiga nokkrar perur til vara. Setjið jóladúkana og gardínur í hreinsun núna strax. Eftir því sem líður á mánuðinn verður erfiðara að fá hluti hreinsaða fyrir jól. Bakið og borðið jólasmákökurnar á aðventunni. Það er ekkert vit í því að geyma þær allar til jóla og sitja svo uppi með þær til páska. Gest- ir og gangandi kunna vel að meta jólakökur í kaffinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.