Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 15

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 15
Tfc^ur FIMMTUDAGUR 4.DESEMBER 1997 - 31 JÓLALÍFIÐ í LANDINU María Ágústs- dóttir er staif- andi presturí Háteigskirkju, þarsem hún leys- irséra Tómas Sveinsson of, en hann erínáms- leyfiíeittár. MiMð að gera á aðventu Það ersvo áberandi sártað vera einn ájjöl- skylduhátíðinni María var áður prestur í Dóm- kirkjunni, þar sem hún var í fj'ögur ár. „Það er mikið að gera hjá prestum á aðventunni,“ seg- ir María. „Sem betur fer hefur það færst í vöxt að aðventan er orðin mjög hátíðleg og mikið um að yefa í jdr.kjustarfinu á þeim tíma. Fyrsti sunnudagur í aðventu er víða orðin að stórhá- tíð“. Það er mikið um að skólar og leikskólar komi í heimsókn í kirkjurnar á aðventu og svo eru það giftingar og skírnir, sem færast mjög í vöxt á þessum tíma. Fólk gerir Iíka ráð fyrir því að meira sér lagt í messur, falleg tónlist og skreytingar og allt kallar þetta á undirbúning prestanna. Margii einir og sorgmæddir „En svo er það Ifka annað sem ekki er eins skemmtilegt og það er að fólk leitar til okkar prest- anna með fjárhagsvandræði sín í kringum hátfðarnar, því þó fólk sé illa statt fjárhagslega, þá vili það gjarnan halda gleðileg jól og til þess þarf fé. Svo er það oft áberandi á þessum tíma að þeir sem eru einir eða hafa misst einhvern á árinu, leita til okkar eftir stuðningi. Það er svo áber- andi sárt á fjölskylduhátíðinni að vera einn,“ segir María með hluttekningu í röddinni. Prestar vinsælir um liálíðamar Við erum út um hvippinn og hvappinn á aðventunni, það er mikið um að prestar séu fengnir til allskonar félagasamtaka að halda erindi og þá fáum við gott tækifæri til að boða fagnaðarer- indið til fólks sem að öllu jöfnu kemur ekki í kirkju," segir Mar- ía. „Um jólin eru svo þessar venjubundnu messur, kl. 6 á að- fangadagskvöld og aftur um miðnætti. Við erum svo heppnar hér að vera tvær og getum því skipt þessu með okkur. A jóla- dag eru messur líka og Helga Soffía, sem er með mér verður með barnamessu, sunnnudaga- skóla kl. 11 á jóladag og ég held að það sé nánast einsdæmi hér,“ bætir hún við. María verður í eitt ár í Há- teigskirkju, en hvað tekur svo við? „Eg hef ekki miklar áhyggj- ur af framtíðini" segir hún, „ég hef alltaf verið leidd þangað sem mín var þörf hingað til og ég á von á því að svo verði áfram". vs Gjöftn kom stöðugt á óvart í Háskólabíó er nú sýnd kvik- myndin „The Game“ eða Leik- urinn með Michael Douglas og Sean Penn í aðalhlutverki. Þetta er dæmigerð vinsælda- mynd og afbragðs góð afþreying. Ég skemmti mér vel og féll kylli- flöt fyrir fléttu leiksins sem kom stöðugt á óvart eins og einn bíó- gesturinn fyrir aftan mig sagði einmitt stundarhátt í miðri mynd. Douglas leikur þreyttan hrokagikk, leiðan á öllum bján- unum í kringum sig, með öðrum orðum algjöran skíthæl. Hann á nóg af peningum og býr einn en hafði átt konu sem hraktist frá honum vegna kaldlyndis hans. Hún elskar hann samt enn og þegar líða tekur á myndina, og Douglas fer að sýna manneskju- legar hliðar sínar, skilur maður hvers vegna. Sá sem kemur Douglas í nýtt hlutverk er bróð- irinn sem Sean Penn leikur og saknaði ég þess helst að hlut- verkið væri ekki stærra. Þeir bræður hittast á afmæli Douglas og afmælisgjöfin er boðskort á einhvers konar skemmtunarþjónustu. Douglas sem þarf að stýra banka og vera stór karl telur sig engan tíma hafa í svona vitleysu. Þegar hann situr einn yfir viskíglasi hringir hann og er þannig lentur í leiknum. Nú byijar afmælis- gjöfin að gefa af sér en hér má ekkert segja, leikurinn verður að fá að vera leikur. Ég hitti vin minn í hléi sem lét í ljós þá skoðun að honum fýndist myndin full hæg, ég var ekki sammála og þegar ég hitti hann á leiðinni út eftir mynd út- skýrði ég að rólegheitin í byrjun hefðu verið nauðsynleg enda út- koman frábærlega góð persónu- sköpun hjá Douglas. Hann játti því án þess að vera sannfærandi. Douglas tekst að vera ótrúlega sannfærandi leiður og fúll (er það reyndar oftast) en til þess þarf áhorfandinn að hafa fengið nokkurt tóm til að kynnast hola hljóðinu sem eins og alltaf i skáldskap er sárasta hljóðið. The Game er góð mynd og þegar maður gengur út er mað- ur sæll með vini sína og vanda- menn sem halda sig við að gefa hefðbundnar afmælisgjafir. SMÁTT OG STÓRT RíMr ogfátækir Tölvur eru magnaðir hlutir og í raun ein stór- kostlegasta uppfinning mannsins, sérstaklega þegar tölvubyltingin verður gengin f gegn og við skiljum til fullnustu hvað tölvan hefur fært okk- ur. Mogginn sagði frá því í vikunni að skortur væri á tölvunarfræðingum og það hefur lengi verið vitað. Það er því full ástæða til þess að skora á allt unga fólkið, sem er að fara að velja sér braut í lífinu, að nýta sér sókn- arfærin sem þarna skapast þ\'í að möguleikarnir eru nánast óend- anlegir fyrir duglegt og hugmyndaríkt fólk. Tölvan gefur gríðar- legá sérkunnáttu eins og staðan er í dag, gefur for- skot fram yfir aðra, til dæmis á vinnumarkaði, en á sama tíma ótt- ast margir að bil- ið milli „ríkra“ og „fátækra" aukist á tölvuöld, ekki í peningum talið heldur sérþekk- ingu og tölvu- kunnáttu. Það er spurning... Hvilir sig á íslandi Og svo berast fréttir af okkar ást- kæru Björk Guðmundsdóttur sem hefur fengið nýrnakast og kemst ekki til útlanda tii að kynna sína frábæru plötu Homogenic. Björk ku vera á batavegi og er það gott. Bestu kveðjur til Bjarkar og von- andi að hún hressist nógu vel á íslandi um jólin til að geta notið sín almennilega f útlandinu á nýju ári. Eistinn Kjálkarýr Hvalaást Islendinga er alltaf söm við sig og frekar að aukast ef eitthvað er. Búrhvalurinn, sem rak á land í Steingrímsfirði á dög- unum, hefur nú verið nefndur „Kjálkarýr" manna á milli og kem- ur svo sem engum á óvart sem fylgst hefur með fréttum. Aukin- heldur hefur komið í Ijós að ekki vantar bara kjálkann á blessað- an skapninginn heldur vantar líka annað eistað. Það mætti því þróa nafnið svolítið og ættfæra þennan eistleysingja sem Eistann Kjálkarý þó að enginn viti svo sem nákvæmlega úr hvaða Iand- helgi þessi eymingi kemur eða hvar hann hefur komið við á sinni lífsleið. Leiksvæði fyrir Keiko Það er hins vegar mun betur vitað um kvikmyndastjörnuna Keiko, frægasta bval allra tíma fyrir utan Móbý Dick. Bandaríkja- menn hafa verið að vandræðast með Keiko greyið í mörg ár og ekkert vitað hvað þeir eiga við hann gera. Vilja henda honurn í hafið við Island en vita sem er að umhverfis- og dýraverndunar- samtök myndu strax minna á siðferðislega skyldu ef honum væri bara sturtað í sjóinn og látinn bjarga sér sjálfur. Núna er nýjasta hugmyndin að girða af leik- og þjálfunarsvæði fyrir Keiko í Eski- firði þar sem honum yrði „kennt“ að bjarga sér sjálfur áður en honum yrði sleppt lausum. Hugmynd sem kannski er ekki svo galin en auðvitað hlýtur maður að velta fyrir sér hvort Keiko hafi ekki verið hnepptur í ævilangt fangelsi í upphafi eða er kannski einhver von? Það \itum við náttúrulega ekki fyrirfram... Guðriín Helga Sigurðardóttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.