Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 6
22 - FIMMTUDAGUR 4.DESEMBER 1997 LISTHÚSIIMU LAUGARDAL LISTHÚS í LAUGARDAL IISTACAFF Dpnunartími 10-21 glœsilegur sa latbar! Engjateigi 17-19 S: 568 4S55 Ostakringlur 50 g pressuger 2 dl volgt vatn 200 g kotasæla 3 msk olía 1 tsk sykur 1 'A tsk salt 60 g sesamfræ 450-500 g hveiti egg til penslunar Leysið gerið upp í vatninu, setjið sykurinn yfir. Látið freyða. Setj- ið hveitið og saltið saman við, blandið rétt saman og setjið að því búnu olíuna, kotasæluna og sesamfræin út í. Hnoðið vel. Látið lyftast í um 1 klst. Setjið á hveitistráð borð og skiptið í smá- hluta. Rúllið hvern út í pylsu, sem er látin mynda hring. Penslið hvern hring með egginu og stráið sesamfræi yfir. Látið lyfta sér aftur í 30 mín. Bakið við 200°C í 15 mín. Sætt jólabrauð 75 g smjör eða smjörlíki 2'A dl mjólk, volg 25 gpressuger 50 g sykur 500 g hveiti 'A tsk salt Fylling: 50 g fínt hakkaðar möndlur 100 g smjör 75 g Ijós púðursykur 1 msk kanell Egg til penslunar og möndlu- eða hnetuflögur. Smáglassúr ef vill. Látið mjólkina og gerið í skál, stráið sykri yfir. Látið freyða. Setjið hveiti, sykur, salt og smjör pl |»4 hotna jólasveinamir i heimsóhn til Irí. Þeir skemmta í verslunum KEA og ^ . En jóíasveinamir vilja lika senda Efþú skrifar nafn, heimili og í neðan, klippir út miðann og 7 í umslag og merkir það svona: weinanna, frá jólasveininum iréfið í póst ekki Aldur: Aldur: Heimili: Póstfang: Staöur: llndirskrift foreldri/forráðamanns út í og hnoðið vel. Látið bíða í um 1 klst. Setjið á hveitistráð borð og fletjið út í um 2 cm þykka köku. Hrærið smjöri, kan- el og púðursykri vel saman. Setj- ið möndlurnar þar út í. Smyrjið blöndunni á botninn, og brjótið hliðar hans inn að miðju. Penslið með eggi og stráið möndluflögum yfír. Látið lyfta sér í 30 mín. Bakið við 200°C í 40 mfn. Ef vill, má sprauta glassúr yfír brauðið þegar það er orðið kalt. Jólabrauð 200 g smjör 2 dl volg mjólk 50 g pressuger ___________4 egg___________ 4 msk sykur 500 g hveiti 3 tsk kardimommur 2 bollar rúsínur 4-5 msk súkkat (má sleppa) 1 tsk salt Bráðið smjör til penslunar Setjið mjólkina í skál, myljið gerið út í og stráið svolitlum sykri yfir. Látið bíða smástund eða þar til gerið fer að freyða. Látið hveitið saman við og hnoðið létt, rétt svo að vökvinn fari saman við hveitið. Setjið allt annað út í og hnoðið vel. Látið það lyfta sér í um 30-50 mín. Hnoðið aftur og skiptið í tvennt. Setjið á bökunarplötu. Látið lyfta sér í 30 mín. (má vera meira ef vill). Skerið í brauðið og penslið með brædda smjör- inu. Bakið við 200°C í ca. 30 mín. Best nýbakað. Súkkatbollur 50 gr pressuger 150 gr smjörlíki 5 dl mjólk ____________1 egg__________ 100 gr sykur 1/2 tsk salt 1 kg hveiti 40 gr grófhökkuð kokteilber 100 gr rúsínur Rifið hýði af einni sítrónu 50 gr fínhakkað súkkat Bráðið smjör til penslunar og ef vill flórsykur til að dreifa yfir. Velgið mjólkina, setjið pressuger- ið út í og smá sykur yfír. Látið bíða smástund. Látið allt annað saman við, bráðið smjörlíkið síð- ast. Látið hefast í um 45 mín. Búið til boliur og setjið á bökun- arplötu. Látið þær lyfta sér í að minnsta kosti 30 mín. Bakið við 210°C í 15-20 mín. Penslið þær með bráðnu smjöri eftir bakstur og dreifið flórsykri yfir ef vill.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.