Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 2
18-FIMMTUDAGUR I .DESEMBER 1997 ro^vr JÓLALÍFIÐ í LANDINU Saga hangi- kj ötsins Það er varla hægt að halda jól á Islandi án þess að hafa hangikjöt í matinn að minnsta kosti einu sinni, þá þrett- án daga sem jólahátíðin stendur. Svo sterk er þjóðar- hefðin, þrátt fyrir breyttar matarvenjur landans og alls- konar nýjungar sem komið hafa upp á undanförnum árum og áratugum. En hversu gamall siður skyldi það vera að hafa hangikjöt í matinn á jólunum? Og hvers vegna hangikjöt en ekki nýtt kjöt eða fisk? Hólsfj aUahangikj ötið „Það að reykja kjöt er ævaforn siður og var fyrst og fremst geymsluaðferð, líkt og að leggja það í súr eða þurrka. Eins og víð aðrar slíkar geymsluaðferðir breytist bragðið við reykinguna og skiptir máli hvað er notað til sem eldsneyti til að reykja kjötið. Einnig skiptir máli hversu feitt kjötið er og lengi vel var til þess tekið að ffóisfjallahangikjötið væri sérlega Ijúffengt og kom það til af þvf að féð var sérstaklega vænt og feitt af Hólsíjöll- um. Sjálfsagt hefur reykingin haft sitt að segja, en væn- leiki ijárins réði mestu, þegar munaði um hveija hitaein- ingu, íyrir utan það að feitt hangikjöt hefur löngum þótt betra en magurt,“ segir Hallgerður Gísladóttir, safnvörð- ur á Þjóðminjasafni Islands, sem er vel kunnug matar- venjum okkar Islendinga í gegnum aldirnar og skrifaði m.a. grein um breytingar á jólamat á tuttugustu öld, sem birtist í Gestgjafanum fyrir nokkrum árum. Laufabrauð og hangikjöt Hangikjötið hefur sem sagt verið jólamatur hér á Iandi jafnvel frá landnámi, en meðlætið sem við þekkjum f dag, kartöflur og jafningur eða uppstúf, varla komið til fyrr en í lok síðustu aldar eða byijun þessarar. Kartöflur voru ekki algengar á meðal alþýðunnar fyrr en þá og þekktust raunar varla. Laufabrauð hefur íöngum verið borið fram með hangikjötinu, einkanlega fyrir norðan, en annar brauðmatur í öðrum landshlutum. Nú til dags tíðkast að bera fram ýmislegt meðlæti með kjötinu, eins og rauðkál, kartöflujafning og kartöflusalöt og á stöku stað heita brúna sósu og brúnaðar kartöflur, en það er fremur sjaldgæft. Hvað sem öllu öðru líður þá virðist hangikjötið ætla að halda velli og þeir eru fáir sem ekki tengja ilmandi lykt af nýsoðnu hangikjöti við jól. Þorsteinn í Vallakjöti með vænt hangikjötslæri. „Hefðir við reykingu eru gamlar, ég lærði þetta af föður mínum og hann aftur af föður sínum, afa mín- um.“ mynd: sbs. í Þingeyjarsýslum er hangikjöt reykt á hverjum bæ, sem og magáll, sil- ungurog sperðlar. Hollur erheimafenginn baggi. „Hér um sveitir er hangikjöt reykt á nánast hveijum bæ. Hefðir við reyk- inguna eru gamlar, ég lærði þetta af föður mínum og hann aftur af föður sínum, afa mínum. Svona hefur þetta gengið hér mann fram af manni og er nánast þjóðsiður,“ segir Þorsteinn Rúnar Þorsteinsson, bóndi í Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þing- eyjarsýslu. Ilmur um allar sveitir Þessa dagana leggur reykjarilm um allar sveitir. Við flesta sveitabæi landsins eru lágreistir reykingarkofar með strompi og uppi í rjálfri hangir kjötið, oft af heimaslátruðu. „Yfirleitt slátrum við sauðum og ám hér heima, en lömbin fara í sláturhús. Hluta af heimtekna kjötinu tökum við og reykjum hér. Ymsar aðferðir eru til við að salta kjöt, svo sem í pækli, stæðum eða þá í poka. Þá er kjötið saltað og sett í lokaðan poka, og velt þar í salti. Einmitt þá aðferð notum við hér,“ segir Þorsteinn. Við reykinguna segist hann viðhafa þá aðferð að reykja með sauðataði, en ýmsir nota einnig spæni til að fá við- arbragð af kjötinu. I reykkofanum er kjötið síðan haft í um vikutíma. Nautatimgux og magáU Þorsteinn segir að í Vallakoti sé einnig fengist við að reykja nauta- tungu og magál. „Þegar við verkum magálinn er hann settur í pott og suðunni hleypt upp, og síðan beint í pressuna. I framhaldi af því er mag- állinn svo settur upp í rjáfrið til reyk- ingar.“ Síðan eru það sperðlarnir. I Þingeyjarsýslum er aldrei talað um það sem Sunnlendingar kalla bjúgu, þar heita bjúgun sperðlar og þá er verið að tala um grófhakkað kjöt sem hengt er upp til reykingar. „Bjúgu eru allt annað, það er lagað fars með kartöflumjöli og kryddi. En við borð- um það auðvitað Iíka,“ segir Þor- steinn Heimafenginn haggi Hollur er heimafenginn baggi, segir máltækið, og til sveita er það góður og gegn siður að búa til mat og úr eigin afurðum. Segir Þorsteinn í Vallakoti að þar á bæ tíðkist m.a. að veiða silung í nærliggjandi ám og vötnum, taka mjólkina beint úr tank- inum og jafnvel setja hana í skilvind- una ef þannig stendur á. Og þetta þykir hið mesta hnossgæti, og sé tal- inu beint að heimareykingu þá segir Þorsteinn að vinir og ættingjar sæki mikið í að fá væna flís af feitum sauð - og nokkuð af því kjöti sem reykt sé í Vallakoti fari í munna þess fólks. -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.