Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 7
FIMMTVDAGUR 4.DESEMBER 1997 - 23 JÓLALÍFIÐ í LANDINU Það er alltafgaman og gott að borða góðar kökur. Hvað þá umjólin þegarbrugðið erútaf hversdagsleikanum og allt er leyfilegt. Jólatréskakan er mjög hátíðleg. Jólatréskaka Þessi er ekki bara falleg, hún er mjög góð líka. En ekki beint hitaeiningasnauð ... Mynstur: 25 g mjúkt smjör 25 g flórsykur __________1 egg_________ 15 g hveiti 1 msk. dökkt kakó Kakan: __________3 egg_________ 125 g flórsykur 50 g hveiti 125 g muldar möndlur 50 g bráðið smjör Fylling: VA 1 ís 3 dl rjómi, þeyttur Skraut: 25 g hvitt súkkulaði 25 g venjulegt súkkulaði Kakó Flórsykur Setjið bökunarpappír í rúllutertuform, 26x38 sm. Merkið fyrir tveim linum með 7 sm. millibili langsum. Setjið allt sem fara á i mynstrið í skál og hrærið vel. Lát- ið í kramarhús og sprautið jólatré (sjá mynd) meðfram báðum línunum. Setjið í frysti smástund. Þeytið eggin og sykurinn mjög vel. Sigt- ið hveitið útí, látið möndlurnar með. Hellið smjörinu yfir. Hrærið varlega sam- an svo deigið falli ekki. Hellið deiginu yfir jólatrén og jafnið út. Bakið við 200°C í 10 mín. Setjið bökunapappír í 20 sm. spring- form með lausum botni. Takið kökuna af úr forminu, látið skrauthliðina snúa upp og leggið á rist. Stráið svolitlu af flórsykri yfir. Þegar kakan er orðin köld, skerið hana eftir lengdinni, svo það séu tvær lengjur með jólatrjám. Snyrtið til. Mælið lengd springformsins og skerið kökurnar þannig að það sé nóg hringinn. Leggið kökurnar varlega í formið, þær eru brot- hættar. Setjið það sem eftir var af kök- unni í botninn á forminu. Setjið ísinn í kökuna og frystið. Bræðið súkkulaðið, 200 g aprikósumarmelaði Glassúr: 200 gr. dökkt súkkulaði 50 g flórsykur 'A dl vatn Smyrjið formið að innan(best að nota springform, 24 sm) með smjöri og dreifið raspi yfir. Brjótið súkkulaðið og bræðið yfir vatnsbaði. Hrærið smjörið mjúkt með % af flórsykrinum. Takið kornin úr vanillustönginni og setjið saman við. Setj- Einfaldur marengs, 8 hreiður. 4 eggjahvítur (við stofuhita) 200 g sykur 1 tsk. vanilludropar. Þeytið eggjahvíturnar vel stífar, gætið þesss að engin fita sé í skálinni eða á þeyturunum. Bætið sykrinum útí smám saman og setjið vanilluna með síðasta sykursammtinum og þeytið vel á milli. Þegar hvíturnar verða glansandi og topp- ar myndast á yfirborðinu, er deigið tilbú- ið. Sprautið deiginu á plötu með bökunar- pappír. Notið sprautupoka með fremur stórum stút. Búið til hreiðrin. Bakið við 100-120°C í 45-60 mín, eða þar til kök- urnar verða stífar og eru farnar að taka lit. Súkkulaðibollar 16 stk. súkkulaðibollar Þeytið sykur og eggjarauður saman í eina mín. Bætið við 1 msk. líkjör, vanillunni og ostinum. Þeytið vel. Leysið kaffið upp í 3 msk. af soðnu vatni og bætið afgang- inum af víninu útí. Hellið kaffinu yfir kökuna, látið hana blotna vel. Setjið smávegis af köku í hvern súkkulaðibolla. Látið ostablönduna í bollana og skreytið með smávegis af kakói. Geymið í ísskáp i að minnsta kosti 2 klst. Sacherterta 1 Vín er hótel Sacher og þar var þessi fræga terta bökuð fyrst. Vinsældir hennar eru slíkar að hún er nú bökuð um allan heim og yfirleitt borin fram með ísköld- um þeyttum rjóma og sterku kaffi. Kalt vatn er borið með á Sacher hótelinu. Ef vill má baka kökuna í tveim formum, en þá er bökunartíminn helmingi styttri. 150 g dökkt súkkulaði 150 g ósaltað smjör 125 g flórsykur 1 vanillustöng ________________6 egg______________ 150 g hveiti (2 1/2 dl) Smjör og rasp í formið. ið eggjarauðurnar í smjörblönduna eina í einu og hrærið vel. Látið bráðið súkkulaðið samanvið. Þeytið eggjahvíturnar stífar með af- ganginum af flórsykrinum. Blandið hveit- inu saman við smjörhræruna og hrærið lauslega. Setjið eggjahvíturnar síðast útí og blandið varlega saman. Látið degið í formið og bakið við 180°C í um eina klst. Setjið kökuna á rist og látið hana kólna. Skerið kökuna í tvo botna með beittum hníf. Takið alla stærri bita úr marmelaðinu og hitið það í potti þar til massinn er jafn. Smyrjið marmelaðinu yfir botnana og lát- ið kólna. Leggið botnana saman, þannig að það sé marmelaði efst og í miðju. Glassúrinn: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hrærið flórsykrinum samanvið. Takið af hitanum og setjið vatnið úti. Hrærið vel. Smyrjið yfir kökuna. Kakan er betri ef hún fær að bíða f sólarhring. Berið fram með köldum þeyttum ijóma. báðar tegundir og sprautið því á bökunar- pappír. Myndið lítil jólatré. Látið kólna. Takið kökuna úr fxysti rétt áður en á að bera hana fram. Setjið plastfilmu yfir ís- inn og látið kakó efst á kökuna. Þeytið rjómann og setjið ofaná. Látið jólatré í rjómann og dreifið flórsykri yfir. Berið strax fram. Marengshreiður Þessi Iitlu hreiður eru falleg á borði og hægt að fylla þau með hveiju sem hugur- inn girnist. I hreiðrin er hægt að nota hvort sem er einfaldan marengs eða ítalskan. 3 eggjarauður 1 matskeið flórsykur 3 msk. Marsala líkjör 1 msk. vanilludropar 175 g ijómaostur 1 msk. skyndikaffi 1 lítill svampbotn Fínar jóla- kökur I vuvi ( ( ( >■?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.