Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 5
r FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1997 - 21 Glasasett Ingibjörg Johnsen býr í Vestmannaeyjum, rekur þar blómaverslun og tekur mikinn þátt í félagslífi bæj- arins. „Sú jólagjöf sem mér er minnistæðust, er þannig til komin að pabbi minn kom eitt sitt heim með pakka, sem hann afhenti mömmu minni og sagði: „Þetta er jólagjöfin til ykkar allra,“ en við börnin vorum þá sex. Mamma opnaði pakkann, og í hon- um var glasasett, - kanna og 12 glös með skútu- mynstri. Pabbi minn var mjög vínhneigður, en sagði við ’þetta tækifæri, að aldrei færi áfengur drykkur í þessi glös. Þetta var mikil gleði, en þar sem jólin voru ekki á næsta leyti, þá var viss kvíði í okkur. Svo komu blessuð jólin og pabbi stóð við það sem hann hafði sagt. Ekkert áfengi var haft um hönd og aldrei meir. Þar með var komin dýrlegasta jólagjöfin sem ég man eftir,“ segir Ingibjörg. Ú tlendui Uðsbúningui Atli Hilmarsson fþróttamaður man ekki alveg strax eftir neinni sérstakri jólagjöf sem er eftir- minnileg, en svo kemur íþróttamaðurinn upp í honum og hann segir: „Eg fékk einu sinni erlendan félagsbúning, ætli ég hafi ekki verið u.þ.b. tíu eða ellefu ára. Það var alveg frábært og ég held að ég hafi meira að segja farið í hann á aðfangadagskvöld og notað hann sem jólaföt eftir að ég tók upp pakkann. Þetta er held ég, sú jólagjöf sem ég gleymi síst, af öllum þeim sem ég hef fengið um ævina,“ og það er greinilegt að þetta skipti hann miklu þegar það var. Atli segist því miður ekki eiga þennan búning enn, „því það hefði verið gaman að geta gefið hann næstu kynslóð," en hann er horfinn í ald- anna skaut. Atli Hilmarsson minnist liðsbúningsins. FótstLginnbíU Jóhannes í Bónus var fimm ára gutti í Norðurmýrinni þegar hann fékk jólagjöfina sem hann man best eftir. Það var skömmu eftir stríð og ekkert allt of mikið til af vörum í landinu. „Ég held að ég gleymi aldrei þessari gjöf,“ segir Jóhannes. „Þetta var það stórkostlegasta sem hægt var að hugsa sér, fót- stiginn bíll, straumlínulaga og með hvítum röndum. Foreldrar mínir pöntuðu hann frá útlönd- um og ég átti hann lengi og hann var alltaf í miklu uppá- haldi hjá mér.“ Hressir krakkar á aðventu Hópurinn sem tekur þátt í æskulýðsstarfínu. myndir: hilmar. I kirkjunum ervíða unnið æskulýðsstarf og einn þátturþess er T.T.T. semþýðirtíu til tólfára. Krakkar á þessum aldri hittast vikulega og halda fundi þar sem leikir og létt gaman eru aðal- uppistaðan, ásamt kristilegri fræðslu. Þau fara líka í stutt ferðalög og finna upp á ýmsu. Dagur hitti nokkra hressa krakka sem voru á slíkum fundi og spurði þau um aðventuna. Sandra Olafsdóttir er í kirkjukór Bústaðakirkju. Hún á einn yngri bróður og tvo eldri bræður. Andri Guðmundsson á þtjár yngri systur. Aðalheiður Sif Agústsdóttir á þrjá bræður, alla eldri. Andri: Aðventan er spenn- andi, ég hlakka alltaf svo mikið til jólanna. Sandra: Ég veit nú ekki, jú ég hlakka auðvitað til jólanna. Aðalheiður: Ég hef ekkert spáð í aðventuna. Hvað finnst þeim um aðvent- una, er hún eins og þau vilja hafa hana? Andri Guðmundsson. Andri: Það mætti alveg vera þannig að við færum meira sam- an, að gera eitthvað. Við förum saman að kaupa jólagjafir, nema þegar mín gjöf er keypt, þá má ég ekki fara með. Sandra: Ég er alveg ánægð með okkar aðventu. Aðalheiður: Okkar aðventa var mjög fín í fyrra. Hvað gera þau svo á aðvent- unni með fjölskyldunni? Andri: Við kveikjum á kert- um, tölum um Jesú, förum í kirkjuna. Og svo förum við á að- ventukvöld hjá kvennakórnum sem mamma er í og aðventu- kvöld í Grensáskirkju. Aðalheiður: Við föndrum og bökum og skreytum, kaupum jólagjafir og förum í bæinnn. Sandra: Við skreytum húsið, kveikjum á kertum á hveijum sunnudegi og bökum og búum til jólaskraut. Andri: Við búum líka til jóla- skraut, kannski gerum við ekki mikið af því núna, því við eigum orðið svo mikið. Við bökum líka kökur. Stundum bökum við þær svo seint að það eru til kökur langt fram á vor. Söndru finnst gaman að teikna og búa til ljóð og hún ætlar að búa til sínar jólagjafir sjálf eftir því sem hún getur. Andri segist stundum hafa búið til jólagjafir, einu sinni dúkku- hús handa systur sinni. Hann er reyndar byrjaður að búa til gjafir að þessu sinni og ætlar ekki að verða of seinn. Aðalheiður: Ég veit ekki hvað mig langar í í jólajöf, ég bý sjálf til jólagjöfina handa pabba og mömmu. Stundum gef ég bræðrum mínum sokka og bindi. Ef þau mættu ráða alveg hvað Ijölskyldan gerði um aðventuna, Sandra Ólafsdóttir. hvernig myndu þau vilja hafa hana? Andri: Ég myndi vilja að við færum öll saman meira í bæinn, kannski út úr bænum líka. Það er mest gaman að vera með fjöl- skyldunni. Sandra: Sama segi ég, það Aðalheiður Sif Ágústsdóttir. væri gaman að fara meira og skemmta sér. Sjá leikrit og bíó og bara skoða. Aðalheiður: Ég veit ekld, bara eitthvað. Kannski fara á skíði og í bæinn. Þessir krakkar eru nokkuð ánægð með sínar Ijölskyldur en þó eru það smáatriðin sem þau vildu kannski breyta. Líklega er það svo hjá öllum Qölskyldum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.