Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 19 9 7 - 25
„Nei, það er af og frá. Ýmsar
kenningar eru uppi um Jtað hvað
olli hvarfi síldarinnar. A þessum
árum mokveiddu Norðmenn og
síðar líka Rússar uppvaxandi síld
sem gengur norður með strönd
Noregs inn á firði og flóa fyrstu
fjögur ár sín. Þarna var mjög
Blaðamaður sekkur i síld. Kristján Ingólfsson blaðamaður Timans var um borð, fór út i
kösina, sökk lengra og lengra, þar til komlð var með gilsinn og blaðamaðurinn híföur
upp áður en hann fór upp fyrir haus i silfur hafsins.
rún ekki norður fyrir Langanes,
rótuðu upp síldinni, - og voru
komnir í toppsæti listans þegar
vertíðinni lauk.
Draumux rætist
Þrátt fyrir fjölbreytt störf til sjós
og lands átti Þorsteinn þó alltaf
einn draum sem ekki hafði ræst,
að Iæra verk- og handmenntir!
En þegar Þorsteinn hafði lokið
skipstjóraferli, þingmennsku,
stjórnarformennsku í Síldarverk-
smiðjum ríksins og látið af
störfum sem fiskimálastjóri, Iét
hann til skarar skríða.
„Mig langaði í smfðadeildina
fyrir 45 árum þegar ég var við
kennaranám. Það varð nú ekki af
því, ég fór í Stýrimannaskólann í
staðinn. Svo leyfði ég mér að láta
drauminn rætast, 66 ára gamall.
Þegar ég lít yfír þessi fimm ár frá
því að ég lét af starfí, þá eru þau
þrátt fyrir þennan sjúkdómsferil,
tvímælalaust skemmtilegustu ár
ævinnar. Eg gat leyft mér að fara
að leika mér. Fyrst tók ég að mér
að gerast dagafi Iitlu dótturdóttur
minnar, og síðan fór ég um
haustið í skólann. Það var gríðar-
lega gaman að vinna með ung-
mennunum. Það æxlaðist nú svo
til að okkar ágæti lektor í smíða-
deildinni, Ingólfur Ingólfsson,
féll frá. Eg dagaði uppi í deild-
inni og tók við og sinnti störfum
hans í heilan vetur,“ segir Þor-
steinn.
Ekki áhugasamur fyrir þing-
mennsku
Þorsteinn viðurkennir að hann
hafði aldrei haft mikla ánægju af
þingstörfum. Hann var af og til
á Alþingi sem varaþingmaður,
og í fullu starfí eftir að Bjarni
Benediktsson féll frá. Þorsteinn
segir að hann hafi kynnst Ólafi
Thors á sínum tíma, og síðar
Bjarna Benediktssyni, sem lagt
hafi hart að sér að taka þátt í
pólitíkinni. Hann segir að þing-
störfin hafí opnað augu sín fyrir
ýmsu og viðhorf sín til starfa Al-
þingis hafi gjörbreyst.
Ahugamál Þorsteins í dag eru
smíðar úr trjáviði og málmi og
þær stundar hann af kappi.
Hann hefur alla tíð fengist við
að smíða, meðal annars fallegar
innréttingar í hús þeirra Vilborg-
ar Vilmundardóttur að Sunnu-
vegi 9 í Reykjavík. Húsgögn, til
dæmis forláta skápur úr gegn-
heilli eik, stórkostlegir hlutir úr
málmi og viði, renndir og út-
skornir af mikilli list, prýða
heimili þeirra hjóna.
Þorsteinn vinnur vel að upp-
byggingu eigin heilsu. Hann fer
út í flestum veðrum og gengur,
þau hjónin fara í heimsins besta
nuddpott í Breiðholtslauginni,
og stunda líkamsæfingar í jóga-
stöðinni Heilsubót. Hjartamein
verða læknuð í dag, en þeir sem
þau hafa fengið verða að gæta
að hollustu og hreyfingu. Ella er
hætta á áð sæki.ksama Jiorfið.
þegar fregn barst um skipið að
kokkurinn væri horfinn og lík-
lega í sjóinn. Það var leitað um
allt skip án árangurs. Þegar ég
skoðaði koju kokksins, fannst
mér einhvern veginn óeðlilega
hátt í kojunni. Kokksi var hins
vegar ekki undir sænginni. Af
rælni fletti ég dýnunni við. Og
viti menn, þar lá þessi grann-
vaxni maður, blindfullur, og svaf
úr sér vímuna. Við vorum auð-
vitað búnir að missa tíma við
þessa uppákomu. En ég átti eftir
að fyrirgefa kokknum. Allur flot-
inn var kominn út á miðin. En
við hins vegar lendum á leiðinni
á vaðandi síldartorfum, og kjaft-
fyllum bátinn. Við héldum inn á
Vopnafjörð til löndunar og vor-
um komnir í síldveiði þegar þeir
fyrstu komu þarna uppeftir, -
allt týnda kokknum að þakka!“
Þorsteinn segir skemmtilega
sögu af Jóni Kjartanssyni sýslu-
manni og alþingismanni á Siglu-
fírði sem óbeint tengist áfengi.
Hann kom einhverju sinni að
máli við Þorstein á bryggjunni á
Siglufirði og sagði að hann væri
að koma á sig óorði! Þorsteinn
segist hafa hváð.
Jú, skýringin var sú, að bátur-
inn Jón Kjartansson, sem Þor-
steinn stýrði var manna á meðal
kallaður „Jón sífulli", vegna þess
hversu fljótir menn voru að fylla
hann. Þá þekktist ekki nema
einn Jón Kjartansson á Siglu-
fírði, og hann var kallaður „Son-
ur Siglufjarðar". Nú stóð hann
þarna, sjálfur Jón Kjartansson,
framsóknarþingmaður og rak
baksíðu Tímans upp að nefinu á
Þorsteini Gíslasyni skipstjóra.
Þarna stóð feitletrað: „A sama
sólarhring kom Jón Kjartansson
tvisvar sinnum fullur til Siglu-
fjarðar." Þorsteinn segir að þetta
hafí verið fyrstu kynni hans af
alnafna bátsins, upphaf að mik-
illi vináttu við Jón Kjartansson
alþingismann, sýslumann og
templara í ofanálag!
Þorsteinn Gíslason segir að
honum og bræðrum hans hafi
verið innprentuð reglusemi í
hvívetna á æskuheimilinu í
Garði. Þorsteinn gekk í stúkuna
á staðnum, Siðsemd. Síðar tók
hann við starfí Unu miðils, sem
landsfræg var sem Völva Suður-
nesja, stórmerk kona, og varð
stjórnandi stúkunnar, sem starf-
aði af miklum krafti.
Aflamennskan keppnisíþrótt
,fi síldarárunum var afla-
mennskan eins konar keppnis-
fag, ekkert ósvipað og spennan
við handboltann. A hvetju
mánudagskvöidi hlustaði öll
þjóðin á lestur aflaskýrslunnar
Jón sífulli var þessi litli Jón Kjartansson SU oft kallaöur, enda kom hann „fullur“ tvisvar
á sama sólarhringnum að sögn dagblaðanna. Sonur Siglufjarðar, framsóknarþingmað-
urinn, og nafni bátsins, sagði / gríni að þetta kæmi óorði á sig, templarann.
Draumar benda á físk
Sjómenn eru sagðir hjátrúarfull-
ir. Þeir eiga það líka til að ráða í
drauma sína. Þorsteinn segir að
þetta hafí hent hjá sér. I eitt
skiptið var flotinn á siglingu
vestur fyrir, frést hafði af síld í
Húnaflóa. Þorsteinn réð draum
sinn á þann veg að hann ætti að
snúa við. Það var gert, og viti
menn, eftir tveggja til þriggja
tíma stím voru þeir komnir í
bullandi síld. Þegar þetta var,
blés ekki byrlega fyrir Guðrúnu
Þorkelsdóttur frá Eskifirði, báti
Þorstseins og félaga. Hann var í
82. sæti á síldarskránni sem les-
in var vikulega í útvarpinu. Eftir
þennan draum fóru þeir á Guð-
frá Fiskifélaginu, byijað á afla-
hæsta skipi og síðan lesið niður
á við, spennan var víða mikil.
Afkoman byggðist mikið á síld-
inni meðan síidarævintýrið
varði, líklega meira en þorskur-
inn í dag, og skapaði miklu
meiri vinnu. Margir byggðu af-
komu sína á síldinni, meðal
annars ungt fólk sem var í
námi.“
- En var ekki talsverð keppni
milli ykkar bræðra um konungs-
tignina?
„Ég get ekkert neitað því.
Þetta var þegjandi keppni á sín-
um tíma. Við ræddum þetta
aldrei, bræðurnir. En það var
svo skrítið að eftir að ég hafði
einu sinni náð toppnum, þá ein-
hvern veginn minnkaði metnað-
urinn.“
Þegar síldin hvarf 1967 var
veiðunum beint að Norðursjáv-
arsíldinni, landað í Þýskalandi
og Danmörku. Þorsteinn tók þá
upp á því að setja síldina í kassa
og flytja hana ísaða til erlendra
hafna. Þessi aðferð bókstaflega
bjargaði nótaflotanum, að veiða
Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og kennari. Sennilega hafa fáir menn aflað annað eins og
Þorsteinn um ævina. Hér er hann við Reykjavíkurhöfn á aöventunni. mynd: bg.
í Norðursjó á sumrum og fram
undir áramót, allt fram að því að
loðnuævintýrið fór á fullt skrið.
- Síldin hvarf. Var það græðgi
íslenskra sjómanna sem olli því?
mikið gengið á stofninn," segir
Þorsteinn. Hann segist auk þess
telja að stór hluti hrygningar-
stofnsins hafí drepist, eitthvað
hafi gerst í náttúrunni, meðvirk-
andi með rányrkju frænda vorra
Norðmanna og Rússanna.
„Við tókum töluvert, Islend-
ingar, en það var alltaf innan
marka. En ofveiði og eitthvert
ætisleysi í Norska hafínu var
ástæðan. Arið 1969 var geysi-
mikið af síld í Norðurhöfum, en
hún stóð alltaf djúpt og til henn-
ar náðist ekki,“ sagði Þorsteinn.
Leikfélag
Akureyrar
jólafrumsýning
Á ferð með
frú Daisy
eftir Alfred Uhry
Daisy: Sigurveig Jónsdóttir
Hokc: Þráinn Karlsson
Boolic: Aðalsteinn Bcrgdal
Þýðing: Elísabet Snorradóttir
Lýsing: Ingvar Bjömsson
Leikmynd og búningar:
Hlín Gunnarsdóttir
Leikstjóm: Ásdís Skúladóttir
Hjörtum mannanna svipar sam-
an í Atlanta og á Akureyri.
Nú er tígullinn tromp. Á
iauftrompið okkar, Hart í bak,
náðum við 90% sætanýtingu á
25 sýningar. Látum tígulinn
trompa laufið.
Frumsýning á Renniverk-
stæðinu á annan í jólum,
26. des. kl. 20.30.
Fá sæti laus.
2. sýning 27. des. kl. 20.30.
3. sýning 28. des. kl. 20.30.
4. sýning 30. des. kl. 20.30.
í tilefni afhendingar
Nóbelsverðlauna í
bókmenntum:
Kona
einsömul
eftir Dario Fo
í samvinnu við
Café Karólínu
Þýðing Olga Guðrún Ámadóttir
Lcikstjóm: Ásdís Thoroddsen
Lciklestur: Guðbjörg Thoroddsen
Flutt í Deiglunni
fóstudaginn 12. des. kl. 21.
Njótið með okkur þessa
verks Nóbelsverðlauna-
hafans og leikhúsmannsins
Darios Fo.
Aðgöngumiðar við
innganginn.
Verð: 800 krónur.
Söngvaseiður
frumsýning í Samkomu-
húsinu 6. raars
Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir
Markúsar-
guðspjall
einleikur Aðalsteins Bergdal
frumsýning á Renniverk-
stæðinu um páska
Gjafakort í leikhúsið.
Jólagjöf sem gleður.
Kortasala í miðasölu
leikfélagsins, í Blómabúð
Akureyrar, Bókvali og á
Café Karólínu.
Sími: 462 1400
Gleðileg jól!
Munið Leikhúsgjuggið
HUGFÉLAG ÍSIANDS
sími S70-3600