Dagur - 13.12.1997, Síða 14
30 - LAUGARDAGVR 13. DESEUBER 1997
HEILSULÍFIÐ í LANDINU
Sykur kjörfæða fyrir sveppi
Gersveppaóþol hefurveríð
mikið í umræðunni upp á
síðkastið og margir telja sig
þjástafþví.
Fólk ræðir gjaman um Candida gersveppa-
óþol - eða ofnæmi og telur það eitt og hið
sama, en svo er ekki.
„Það nú svo að ýmsir aðrir en læknar
hafa skrifað um þessi mál,“ segir Davíð
Gíslason, oíhæmislæknir á Vífilsstöðum.
Gersveppaóþol
„Fyrir nokkrum árum var fjallað um „yeast
connetion syndrome", sem þýtt hefur ver-
ið sem gersveppaóþol hér á landi, af sam-
tökum ofnæmislækna í Bandaríkjunum.
Þeir voru afar gagnrýnir á þá umfjöllun
sem þetta efni hefur fengið og töldu ekki
liggja fyrir sannanir um tilvist þess. í því
sambandi er rétt að minna á að læknum
ber að nota þekktar og viðurkenndar að-
ferðir við lækningar sínar, nema þegar um
rannsóknarvinnu er að ræða. Ahugafólk
um gersveppaóþol er hinsvegar óbundið af
slíkum vinnuaðferðum og raunar er afar
vafasamt að draga ályktanir af einstaka frá-
sögnum af lækningum á gersveppaóþoli.
Breytingar á matarvenjum geta haft afar
víðtæk áhrif á líðan fólks án þess að of-
næmi eða gersveppaóþol eigi þar nokkurn
hlut að máli. Það er eðlilegt að fólki Iíði
betur ef það
mataræði og
borðar einfaldan, ferskan
mat, án rotvamarefna eða annarra auka-
efna. Einstaka sinnum er hægt að sýna
fram á ofnæmismótefni hjá fólki fyrir
Gandida sveppnum eða ölgeri og bökunar-
geri. Það er ekki þar með sagt að þessu
fylgi einhver sjúkdómseinkenni. í þessum
tilfellum er rétt að prófa gersnautt fæði
um tfma, ef einhver einkenni gefa tilefni
til þess. Ef gersnautt fæði leiðir til bata, er
næsta skrefið að gera svokallað tvíblint
þolpróf fyrir geri, áður en hægt er að full-
yrða að um geróþol sé að ræða. Ég áætla
að til mín komi kannski tveir sjúklingar á
ári með geróþol," segir Davíð.
Hveiti og sykur
Margir telja sig lítið sem ekkert mega
borða af kolvetnum eins og hveiti og sykri
og finnst þeir fá allskyns sjúkdómsein-
kenni sem þeir kenna gersveppaóþoli. Syk-
ur er kjörfæða fyrir sveppi og sem slíkur
ekki hollur þótt hann valdi ekki beinlínis
veikindum.
„Hvað Candidia sveppinn áhrærir, þá er
hann náskyldur bökunargeri og ölgeri, en
sá er munurinn að hann lifir innan í fólki
og það er ástæða til að fara gætilega í að
dæma hvort hann valdi ofnæmi eða eitrun-
um. Hann fjölgar sér við vissar aðstæður,
sérstaklega eftir notkun fúkkalyfja. Það er
svo meðhöndlað eins og hver önnur sýk-
ing.
Það má því kannski segja að sú umræða
sem verið hefur, að mjög margir hafi ein-
kenni vegna gersveppaóþols og að sumir
séu jafnvel óvinnufærir vegna þess, sé ekki
tímabær og að mun betur þurfí að kanna
þessi mál, eða eins og Davíð segir að lok-
um: „Við ofnæmislæknar viljum ekki meta
fólk með ofnæmi og óþol, án þess að hafa
einhver læknisfræðileg rök fyrir því“. — vs
Enn
I pistli mínum í síðustu
viku fjallaði ég um ung-
linga og fyrstu skrefín í
kynlífinu. Mér til mikillar
ánægju fékk ég viðbrögð
við pistlinum og þá sér-
staklega við setningunni
að unglingar hæfu oft á tíðum sínar til-
raunir á kynlífssviðinu án samráðs og
samþykkis foreldra sinna. Einn faðir orð-
aði þetta mjög skemmtilega þegar hann
spurði mig hvort ég héldi virkilega að ung-
lingar segðu: „Ég er að fara út, er ekki í
lagi að „ég geri það“ í kvöld?!“
Það voru einmitt þessar vangaveltur
sem ég var að leita eftir. Við foreldrarnir
verðum að taka á þessu máli heima fyrir
og finna út hvenær rétti tíminn er til að
fræða unglinginn á heimilinu um kynlff.
Spyija hvað við teljum ásættanlegan aldur
til að hefja það. Hvort sem þau svo fara
eftir skoðun okkar eða ekki. Við gætum
staðið frammi fyrir því, að þurfa sjálf að
axla ábyrgð á uppeldi barnabarns, barnið
okkar væri engan veginn fært um að sinna
foreldraskyldum. Skipti þá ekkj máli þó
hann/hún hafí talið sig fullkomlega fær-
an/færa að takast á við kynlíf og allt sem
Halldóra
Bjarnadóttir
skrifar
KYNIÍFID
um rniglinga og kyulíf
því fylgir aðeins níu mánuðum áður.
15 ára pabbi
Hvar stöndum við þá með okkar framtíð-
aráform ef 15 ára sonur okkar stendur fyr-
ir utan með ungabarn sem hann á með
móður á svipuðum aldri, sem ekki er held-
Viðforeldramirverðum að
taka á þessu máli heima fyrír
ogfinna út hvenær rétti tím-
inn ertil að fræða ungling-
inn á heimilinu um kynlíf
ur nógu þroskuð, eða hefur engan veginn
þær aðstæður í lífinu að geta tekist á við
uppeldi barns?
Mörgum unglingum fínnst erfítt að átta
sig á óiíkum viðhorfum sem ríkja í vina-
hópi þeirra, meðal foreldra eða í þjóðfé-
laginu. Sum þessara viðhorfa eru jafnvel
algjörlega andstæð. Sumir álíta eðlilegt að
stelpa og strákur byiji ung að sofa saman,
en margir aðrir telja sjálfsagt og skynsam-
legt að unglingar fresti því að „gera það“
þar til þeir hafa náð vissum þroska og geta
borið ábyrgð á því sem þeir gera. Enn aðr-
ir telja að kynlíf eigi einungis heima innan
hjónabands. Hvað sem því líður er nauð-
synlegt að foreldrar myndi sér skoðun og
ræði hana við unglinginn. Aður en það er
of seint!
Akvarðanir varðandi kynlíf geta verið
erfiðar vegna þess hve nærgöngular þær
eru, vinir og kunningjar hafa oft mikil
áhrif. Meðal unglinga virðist sú skoðun al-
geng að þegar krakkar komast á unglings-
ár „þurfí“ þau að hafa samfarir. Þetta er
mikill misskilningur. Enginn ákveðinn
aldur segir til um hvenær þú átt að hafa
samfarir og er sjálfsagt að þú bíðir með
það þar til þér finnst þú vera tilbúin/n,
hvort sem það er þegar þú ert 15, 20 ára
eða eldri. Það er ágætt að hlusta á það
sem aðrir segja en mestu máli skiptir að
þú takir slíkar ákvarðanir sjálf/ur og farir
þá eftir því sem þér finnst og berir þannig
ábyrgð á tilfinningum þínum.
Halldóra Bjarnadóttir lijúkrunarfræð-
ingur skrifar um kynlif fyrir Dag og tekur
við fyrirspurnum. Simbréfsnúmer: 460
6171, netfang: ritstjori@dagur.is.
AF LÍFI OG SÁL
Jólin eru
streitutímar
Nú er jólavertíðin komin á fullan skrið
með tilheyrandi streitu og óhemjugangi í
gervöllu þjóðfélaginu. Auglýsingar í sjón-
varpi dynja á öllum skilningarvitum
áhorfenda og auglýsingar í útvarpi láta
engan í friði nema slökkt
sé á viðtækinu. Jólaver-
tíðin hófst í byijun nóv-
ember og því er þegar
búið að byggja upp talsverða spennu. Enn
er þó versti tíminn eftir, þegar auglýsing-
arnar eru svo margar að fréttatímar byija
ekki á réttum tíma og öll dagskrá fer úr
skorðum. Það er engin miskunn sýnd. Nú
skal kaupæði grípa um sig í þjóðfélaginu.
Á þessum tímum er erfítt að vera sam-
tímis neytandi og manneskja. Börnin fara
að sífra, suða og heimta og fullorðnir gera
sitt besta til að mæta kröfum á öllum víg-
stöðvum. Það grípur um sig æði. Það þarf
að vinna fulla vinnu, þrífa og pússa,
skreyta, baka og kaupa jólagjafir. Verkefn-
in eru óendanleg og það ætlar aldrei að
sjá fyrir endann á þeim. Allt hjálpast að
við að byggja upp streitu og vanlíðan hjá
fullorðnum. Á þessum tímum skiptir
miklu að gera sér grein fyrir æðinu sem
gengur í þjóðfélaginu og sérstaklega
íhuga hvernig má draga úr áhrifum þess.
Jólahátíðin verður svo miklu friðsamlegri
og fallegri ef stressið er minna.
í fyrsta Iagi má gjarnan slökkva á útvarpi
og sjónvarpi og fletta hratt framhjá aug-
lýsingasíðum dagblaðanna þegar auglýs-
ingamar tröllrfða öllu. Þetta er þannig
árstími að annars er hætt við
smiti. í öðru lagi má fækka
verkefnum á heimilinu
og láta alla fjölskyldumeð-
Iimi taka þátt í því sem gera þarf þannig
að álagið á hvern og einn minnki. Það
þarf ekki svo mikið jólaskraut og gjarnan
má draga úr bakstri og gjafakaupum.
Ahyggjunum fækkar til mikilla muna þeg-
ar smákökusortunum fækkar úr tuttugu í
þijár eða jafnvel bara eina. Þær lenda
hvort eð er í ruslafötunni á mörgum
heimilum.
í þriðja lagi má breyta jólaundirbún-
ingnum í samvemstund og samvinnu-
stund fjölskyldunnar. Allir geta setið
saman í rólegheitum og skreytt piparkök-
urnar með jólalögin á
fóninum. Þá slaka menn
virkilega á og þá er hægt
að spjalla um skólann eða
sameiginleg áhugamál, Manchester
United eða veðurhorfurnar.
Guðrún Helga
Sigurðardóttir.
ghs@ff.is
í ljórða lagi er gott að slaka á eftir vinnu-
daginn, spara í matarinnkaupum, borða
létt og hollt á kvöldin og leggja meiri
áherslu á afslöppun. Það má til dæmis
leggjast upp í sófa með reyfara, fara í
gönguferð, hlusta á rólega tónlist eða láta
heitt vatn renna í bað-
ið. Það er aldrei
jafn skemmtilegt
að Iesa eins og í
heitu baði.
Allt skiptir
þetta mildu í
stressmánuð-
inum.