Dagur - 13.12.1997, Page 16

Dagur - 13.12.1997, Page 16
32 — LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 199 7 LÍFIÐ t LANDINU L Það mun rætt í fúlustu alvöru að nauðsynlegt kunni að vera að veita einhveiju fólki áfallahjálp að loknum „jóla- hamförum" og greiðslukorta- gjalddaga í kjöl- farið. Og á dögunum var rætt í út- varpi við starfsmann úr heil- brigðiskerfinu um „andlegt og líkamlegt“ ofbeldi sem starfsfólk á sjúkrastofnunum sætir af hálfu sjúklinga í stórum stíl, og er allt frá alvarlegum líkams- árásum niður í orðaskak sem veldur „lítilsháttar andlegum áverkum." Gengisfelling hugtaka á borð við „áföll" og „ofbeldi" er farin að rugla og fordjarfa alla um- ræðu í Iandinu. Fólk sem upplif- ir ástvinamissi í slysum, fólk sem Iendir í snjóflóðum og stór- kostlegri hættu á sjó og landi og Jóhannes Sigunjónsson skrifar JÓHANNESARSPJALL Afallahjálp eftir jólahamfarir? fólk sem missir aleiguna, er sannarlega að lenda í áföllum og þarf á hjálp að halda. En ekki fólk sem í fyrirhyggjuleysi krítar liðugt á kortin sín fyrir jólin, eða missir hundinn sinn, eða tapar fótboltaleik, eða var næstum því búið að aka yfir á köttinn ná- grannans. Ofbeldi eða séra Ofbeldi? Og hvað ofbeldishugtakið varð- ar, þá er það orðið svo víðtækt að það hefur gjörsamlega glatað merkingu sinni. Nú skal ofbeldi í hvaða formi sem er ekki mælt bót, en ef önugt gamalmenni á sjúkrastofnun stjakar við starfs- manni og skammast yfir matn- um á stofnuninni, þá er það fært til bókar sem líkamlegt og andlegt ofbeldi. Ef maður tekur konu og nauðgar henni ítrekað á hrottalegan hátt, þá er einnig talað um líkamlegt og andlegt ofbeldi - þó óravíddir séu á milli þessara tegunda „ofbeldis“. Hversu oft hefur maður ekki séð útkeyrðar mæður með börn- in sín argandi af frekju í biðröð- um búðanna, hrista þau til og skamma og beita þau þar með ótvíræðu „líkamlegu og andlegu ofbeldi", samkvæmt ríkjandi skilgreiningu. Hvað á maður að gera sem verður vitni að slíku? Hringja í lögregluna? Kæra kon- una fyrir félagsmálastofnun? Spyr sá sem ekki veit í samfélagi sem flokkar smávægilegustu krytur og líkamlega snertingu sem ofbeldi. Og gerir það að verkum að raunverulegt, alvar- legt ofbeldi, fellur í gengi og fórnarlömb þess tapa samúð. Framleiðsla sjukdóma A dögunum kom út bók í Bandaríkjunum sem ku mjög umdeild. Þar fjalla tveir sálfræð- ingar um þá áráttu kollega sinna að „framleiða" sjúkdómshugtök i eiginhagsmunaskyni. Að finna vísvitandi í eðlilegum geðbrigð- um fólks og útrás tilfinninga, sjúkdómseinkenni sem þurfa meðhöndlunar við. Með öðrum orðum, að fólk sem af einhveij- um ástæðum líður illa tíma- bundið, sem er auðvitað eðlileg- asta ástand í heimi, þurfi á ein- hverskonar áfallahjálp og með- ferð launaðra sérfræðinga að halda ásamt og með inntöku töfralyfja. Svipuð hugsun virðist vera að ryðja sér æ meira til rúms í ís- lensku samfélagi, samanber ásókn í Herbalife, Prozac og sjálfsstyrkingarbiblíur af ýmsum toga. Rósadans eða ólgusjór? Hvað er orðið um gömlu góðu þjóðlegu gildin? Að taka því sem að höndum ber með jafnaðar- geði og stíga ölduna ódeigur í Iífsins ólgusjó - vitandi það að lífið er ekki eilífur dans á rósum. Eitthvað virðist rotið í íslensku ríki. Þegar unglingar hlaupa til og hóta eða fremja sjálfsmorð um leið og þeir verða fyrir minnsta andstreymi i lífinu, og manneskjur sem eiga að teljast fullþroska gera hið sama eða þurfa á áfallahjálp að halda ef einhversstaðar skjóta upp kollin- um ljón á lífsveginum. Er búið að afskrifa þann möguleika að ræða vandamál og erfiðleika, sem óhjákvæmilega hljóta að fylgja því að vera á lífi, við sína nánustu og vini sína og leysa vandamálin sjálfur með þeirra hjálp? Hversvegna leita svo margir með smávægilegustu áföll til meðferðar hjá hlutlaus- um sérfræðingum? Á enginn „sína nánustu" lengur í þessu samfélagi, enga trúnaðarvini? Er firringin orðin slík og einangrun einstaklingsins að hann getur ekkert leitað með það sem á honum brennur annað en á vit töfralyfja og sérfræðinga? Við skulum hugleiða þetta yfír jólin í ró og næði, ef hugsanlega er hægt að grafa upp slíkar að- stæður á íslenskum jólum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.