Dagur - 13.12.1997, Síða 18

Dagur - 13.12.1997, Síða 18
34 - LAUGARDAGUR 13. DESEMRER 1997 POPPLÍFIÐ í LANDINU Það kom mörgum á óvart í fyrra þegar Stef- án Hilmarsson sendi frá sér plötuna Eins og er. Ekki vegna þess að hún væri svo vond, heldur vegna þess að hún var hreinræktuð poppplata í nútímalegasta stíl, þar sem Máni Svavarsson og Valgeir Sigurðsson áttu stóran þátt með hljómborðum og tölvum sínum. Rokk og sálarpopp var sem sagt víðsíjarri, sem verið hafði aðalsmerki Stefáns lengstum með Sálinni o.íl. sveitum. Platan gekk hins vegar vel og þótti ýmsum hin þokkalegasta og víst er að Stefán átti skilið hrós fyrir að brjóta upp stflbragð sitt. Á nýju plötunni, Popplin, sem nú er nýkomin út er söngvarinn skær- raddaði á svipuðum slóðum, í fönk/djass tölvupoppi, með Mána áfram sér við hlið og má einna helst hkja efni plötunnar, samtals 9 Stefán á sömu slódum lög, við trip hopið breska frá Bristol. Lög eins og Hún heyrir ekki, Lokaðu augun- um og Enginn efi, eru hinar þægilegustu lagasmiðar, en S(efán Hi/mars er áfram á kafj f töivu. samt er það nu poppinu á nýju plötunni, Popplin. þannig að plat- ---------------------------- an rís ekki mjög hátt og bætir htlu við það sem Eins og er hafði fram að færa. Engu að síður eru vinnu- brögðin vönduð og stfllinn mörgum að skapi. I þágu rokkhjartans að er alveg á hreinu, að rokkhjarta margs íslendingsins slær nú hraðar, loksins þegar orðið hefur af því sem fyrr hefði mátt vera, að Uppteknir, fyrsta plata Pelican og ein af minnistæðari rokkplötum íslandssögunnar, hefur verið endurútgefin á geislaformi, 23 árum eftir að hún kom upphaflega út. Peir Pétur Kristjánsson söngvari, Jón Ólafsson bassaleikari, Ómar Óskarsson gítarleikari, Björgvin Gíslason gítarleikari og píanóleikari með meiru og Ásgeir Óskarsson trommari, höfðu svo sem áður skapað sér nafn og gert góða hluti, en með þessari plötu (og reyndar fleiru líka seinna meir) skráðu þeir nöfn sín gylltu letri í rokksöguna. Jenny darling, Sprengisandsútgáfan ódauðlega og öll hin lög- in verða hfandi að nýju og má með sanni segja að platan hafi elst dável. Þarf vart að tí- unda frekar, að Uppteknir er ómissandi í safn allra áhugamanna um íslenska rokksögu, ef hún er þar þá ekki fyrir í gamla vinyl- forminu. Ann- ars varð saga Pelican í framhaldinu býsna skrautleg þeim að segja sem ekki þekkja. M.a. var Pétur rek- inn með skömm og Herbert nokkur Guð- mundsson fenginn í staðinn, en ekki er ástæða að rekja það frekar. Hér er „heyrn sögu ríkari“. Pelican skrifaði nafn sitt á spjöld ís- lenskrar rokksögu með Uppteknir. Greifarnir geta ekki þagnað Eins og gengur koma hljómsveitir og fara á íslandi, rétt eins og annars staðar. Það er hins vegar ekki svo algengt að einstakar hljómsveitir sem komið hafa og farið, snúi aft- ur og það oftar en einu sinni. M.ö.o. geti hreinlega ekki hætt. Stuðmenn eru að sumu leyti dæmi um það, þó „dánartilkynning" hafi reyndar aldrei formlega verið gefin út og svo eru það gaurar nokkrir, flestir ættaðir frá Húsavík, Greifarnir, sem þetta gildir um líka. Er kunnara en frá þarf að greina, að þeir pilt- ar voru gríðar vinsælir fyrir áratug eða svo, gáfu út plötur á borð við Dúbl í horn og Blauta drauma (safnplata með nýjum lögum og eldri í bland) sem innihéldu smelli á borð við Útihátíð, Frystikistulagið, Þyrnirós og fleiri sem teljast nú sígild í íslensku gleðipoppi. í kringum upphaf þessa áratugar voru Greif- arnir hins vegar hættir, en hafa að sögn aldrei fengið frið, alltaf verið þrýstingur á kappana að láta í sér heyra að nýju. Það gerðu þeir svo endrum og sinnum, en meiningin var aldrei að byrja aft- ur á fullu, a.m.k. lengi vel. En fyrir tveimur árum eða svo gerðist það þó samt og hafa þeir verið áberandi í skemmtanalífinu upp frá því. í sumar áttu Kristján Viðar, Sveinbjörn, Jón Ingi, Gunnar Hrafn og nýjasti meðlimurinn, trommarinn Ingólfur Sigurðsson, svo eitt vinsælasta lagið, Skiptir engu máh, sem hitaði vel upp fyrir nýju plötuna, í ljósaskiptunum. Þar eru bara hin fínustu lög og kemur skemmtilega á óvart hversu kraftmikil þau eru sum hver, t.d. Slappaðu af, Smá stund, Skiptir engu máli og ekki hvað síst, í engum kjól, sem nú er býsna vinsælt. Kemur krafturinn á sviðinu þarna betur fram en oftast áður hjá Greifunum á plötum. Annars er annað með „gömlum Grcifabrag" og ekki sem verst. Magnús Geir Guðmundsson skrifar UTOAFU FftETTIR 'HLHíhnotskum Þegar Saturday night fever og Greaseæðið stóð sem hæst komu fram á sjónarsviðið allskyns hljómsveitir víða um heim sem stældu þennan upphafskafla í rokksögunni. Island var þar engin undantekning og má segja að hér hafi æðið verið ansi magnað. Þar voru auðvitað að verki HLH flokk- urinn, Halli, Laddi og Helgi, betur þekktur sem sönggoðið Björgvin Halldórsson. Komu þeir fram á sjónarsviðið með plötunni, I góðu lagi, árið 1979, sem varð gríðarlega vinsæl. Á nýrri safnplötu, sem nú er komin út, er einmitt lunga þeirrar plötu að finna auk fleiri laga sem komu í kjölfarið og urðu vinsæl. Eru þetta lög á borð við Riddara götunnar, Hermínu, Vertu ekki að plata mig, (sem skaut Siggu Bein- teins upp á stjörnuhimininn) Er það satt sem þeir segja um landann, Seðill og titillagið, I útvarpinu heyrði ég lag, allt lög sem nánast hafa orðið sígild í hugum margra landsmanna. Er þessi safnplata ein af mörgum sem nú koma út og gleður eflaust ófáa. '\mmmhga,jlæði ^Svanur Kristbergsson heitir maður sem sent hefur frá sér fimm Iaga geislaplötu, undir listamannsnafninu Svanur Sink. Nafnið kem- ur e.t.v. sumum spánskt fyrir sjónir, en ef nafnið Birthmark er jafnframt nefnt, rennur upp Ijós. Svanur var nefnilega ásamt Valgeiri Sigurðssyni (í Unun og ekki Lhooq eins og hér hefur verið haldið fram á síðunni) í dúettinum Birthmark og sendu þeir frá sér plötuna, Unfinished novels árið 1994, sem vakti athygli fyrir vönduð og góð vinnubrögð. Valgeir hefur verið áberandi eftir þetta, en Svanur öllu síður. Nú hefur hann hins vegar sent frá sér fimm laga verk, sem minnir um margt á Birthmark, með fljótandi og flauelsmjúku tölvupoppi. Þeir sem hafa áhuga á íhugun í tónlist og textum, vönduðum og yfirveguðum, ættu að gefa þessari plötu Svans gaum. lAlmættissöngvar 'Undanfarin ár hafa trúarsamtökin Krossgötur m.a. staðið f)TÍr útgáfu á trúartónlistarplötum, gospel, í samvinnu við Björgvin Halldórsson, sem haft hefur umsjón með útgáfunni að mestu. Kom heim og Hærra til þín nefndust tvær fyrstu plöturnar í flokknum (innihélt sú íyrri m.a. hið geysivinsæla Iag Gullvagninn) og nú er sú þriðja, og e.t.v. sú síðasta í bili, Alla leið heim, nýkomin út. Þar syngja Björgvin, dóttir hans Svala, Guðrún Gunnarsdóttir og Páll Rósinkranz ellefu lög á trúarlegu nótunum, sem t.d. koma frá Banda- ríkjunum og Irlandi. ui „Syngurhverá sínum nótum‘ ^Fyrrum fréttahaukurinn, fótboltapotarinn og núverandi fiskveiði- stjórnunarprédikarinn Haffi Helga, sem einhverra hluta vegna fór að heita Bjarni Hafþór Helgason eftir að hann vann söngvakeppni vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur fyrir rúmum áratug, hefur tekið sig til vegna þess að hann er eilífðar tónskáld að upplagi og gefið út allar sínar fornfrægu perlur og meira til. Þið þekkið, Tengja, Aukakílóin og fleiri sem ódauðleg urðu í flutningi Skriðjöklanna, en á ferðinni hér eru hins vegar túlkanir skáldsins sjálfs. Mikil djörfung verður þetta tiltæki kappans að teljast um leið og hann er að láta gamlan draum rætast með útgáfunni, en hætt er við að ekki falli öllum flutningurinn vel í geð. En eins og þar stendur, „syngur hver á sínum nótum“ og það gerir Hafþór um leið og að segjast vera „Með á þeim“. Góða skemmtun. ÍTímamótumfagnad ^Ásamt fleiri görpum á borð við Gretti Björnsson, Reyni Jónasson, Karl Jónatansson og Guðjón Matthíasson, hefur Örvar Kristjánsson (faðir Grétars, Karls og Atla, sem allir eru þekktir í ís- lensku tónlistarlífi) haldið nafni harmónikunnar hvað mest á lofti á íslandi. I tilefni af 60 ára af- mæli Örvars og þess, að 25 ár eru liðin frá því að hann sendi fyrst frá sér plötu, kom út fyrir stuttu vegleg safnplata þar sem 20 Iög, mörg af hans vinsælustu er að finna. Kallast platan Stefnumót og verður að teljast góður glaðningur í safn íslenskra nikkuunnenda.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.