Dagur - 13.12.1997, Síða 19

Dagur - 13.12.1997, Síða 19
LÍFID í LANDINU LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1997 - 3S Sigurður Bogi Sævarsson skrifar Landogþjóð Göngum yfir brúna. Þessi mynd var tekin 1991 þegar hatdid var uppá 100 ára afmæli brúaryfir Ölfusá við Selfoss, en brúin varð til þess að leggja grundvöll að þéttbýlismyndun á staðnum. Hver er sá kappi sem stóð að byggingu fyrstu brúar yfir ána? Glaðhlakkalegur maður. Hér á myndinni sjáum við Ameríkana einn, forstjóra Columbia Ventures Corporation, en fyrirtækið er nú að reisa álver á Grundartanga við Hvalfjörð. Hvað heitir maður- inn? Keppt I þekkingu. Myndin er tekin I lok úrslita- þáttar spurningakeppni Framhaldsskólanna 1992, þar sem lið MA bar sigur úr býtum. Hér sést þá- verandi stjórnandi keppninnar, Stefán Jón Haf- stein, nú ritstjóri Dags, afhenda liði MA farand- verðlaun kepnninnar, Hljóðnemann svonefnda. En hvað heitir þessi keppni? 1. Hann heitir Jón Kr. Ólafsson og hefur getið sér orð fyrir margt. Einna þekktast- ur er hann fyrir dægurlagasöng og gerði ódauðlegt lagið Eg er frjáls, sem hann söng með hljómsveitinni Falcon fyrir mörgum árum. Jón býr í litlu kauptúni á Vestfjörðum. Hvert er það? 2. Jóhannes skáld úr Kötlum orti hinar frægu Jólasveinavísur, sem hvert manns- barn hér á landi kann að minnsta kosti eitthvað hrafl úr. Hvað hét Jóhannes fullu nafni? 3. Hvaða á er gjarnan nefnd Fúlilækur? 4. Hvar á landinu eru bæirnir Sunnuhlíð, Guðrúnarstaðir, Grímstunga, Haukagil, Saurbær, Þormóðstunga og Asbrekka? 5. Hvaða leið er oftast farin þegar gengið er á Esju? 6. Fyrir um tuttugu árum lagði eitt af at- hafnaskáldum landsins, Sverrir heitinn Runólfsson, vegspotta uppi á Kjalarnesi. Aðferðin við Vegagerðina var nokkuð sér- stök en vegavinnslutækin „spýttu" bein- línis aftur úr sér fullbúnum vegi. Kom á daginn að þessi aðferð hentaði ekki ís- lenskum aðstæðum. Hvað var þessi að- ferð við vegagerð kölluð í daglegu tali? 7. Hann er frá bænum Fljótstungu í Borg- arfirði og nú fyrir jólin sendir hann frá sér bók um Iandafundi Islendinga í Vest- urheimi. Hann hefur starfað að náttúru- vísindum og veitti um skeið forstöðu stofnun, sem tengist eftirlætisumræðu- efni landsmanna. Hver er maðurinn? 8. Hvaðan eru togararnir Björgúlfur, Bliki og Björgvin gerðir út? 9. Patrekur Jóhannesson, handknattleiks- maður, gat sér gott orð meðan hann lék með KA-mönnum. En síðar hélt hann í víking út til Þýskalands og leikur nú með þarlendu liði. Hvert er það? 10. Spurt er um fjall á Austurlandi. Það sést vel af sjó - og hvort heldur séð þaðan eða af landi er það einstaldega formfagurt. Gæti mönnum jafnvel dottið í hug pýramídar í Egyptalandi. Undir fjallinu er kauptún, einn elsti verslunarstaður landsins. Hvert er fjallið og hvert er kauptúnið? Varnir æfðar. Þessi mynd er tekin á sl. sumri þeg- ar efnt var tii heræfingarinnar Norðurvíkings ‘97, en þá æfðu norskir og bandariskir hermenn að- gerðir sem eiga að styrkja varnir Islands. Hvaða ár varþað sem íslendingar ákváðu, á örlagaríkum fundi á Alþingi, þar sem æstur mannfjöidi stóð úti fyrir, að ganga i bandalag með vestrænum rikjum, sem meðal annars fól í sér staðsetningu her- stöðvar Bandaríkjamanna á Miðnesheiði? Á Eyrarbakka. Þessi mynd var tekin á Eyrarbakka sl. sumar þegar haldið var uppá 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps. Hvað heitir húsið sem við sjá- um hér á myndinn/, og fólksfjöldinn stendur við? Svör: unSoAidnfQ qi -un}dntn[ 8o inpupspuejna 13 9HIBfd ‘01 •uassg gaui imjiaj in^jaitea '6 •5JIA -jbq ejj jn iigia8 njo iiuieieSoj iijjy '8 •eipfjsrtjojsingaA ipueioAiiíj ‘uossipiJSiaa jej um jinds la lajj 'þ „•uinugejs e unpuoja" '9 ‘?sIÍ89W ‘Í9J!IBII°>I i jsuui nfsg eddn giSuaS io JsejjQ 'S •njsXssmeAeunjjj i jepsujeyy i nio uæq iissoij iijjy -j, •ipueseuiiaqjps e esjnqpf •£ •uinjoQ j uinppjseppoo eij ieA 3o uosseupf juiefa souueqof uueq joq lujeu njjnq •jepnpjiay ‘l •eSuisauiy ujesegSSÁá nu i3 ie<j 'iipje uin uinugejs e njes ui3s ‘euueuidneqeqqeqieiAg nqsuop euuiq snqmsAi uias lepje '81 qoj i }88Áq 13 8o gisnjq -tptaq SPH * •upj3j ieA uusuieþjiiepuea giA SuiuuiesieuieA epjispuin uuiq mn ungiOAqe ui3s 6F61 9P? JBA 9®<3 * •injsq n}j3Q ijljaq euuejpijspjeqmeij luddoqeSuiuindq * •uosisjsa qjsuusyj iijisq issocj inpej\j * •esnjjo JiJÁ icniq njsiÁj n8u;88Áq ge gojs ui3S ‘iipþsequeq 8o iiofjs -dneq ‘uossieuunQ iaSSÁij^ QEcj * Fluguveiðar að vetri (48) Jólagjöfíníár Veiðiflugur íslands - handbók fluguveiðimannsins ber tæpast nafn með rentu. Hún er stofustáss frekar en handbók og ekkert veiðivesti nægilega rúm- gott til að hún verði gripin með í veiðitúr. En ég spái að hún verði jólagjöf fluguveiðimannsins í ár. Fróðleikur um íslenskar flugur, veiðireynslu og vötn hefur verið af skornum skammti, eða öllu heldur afskaplega ókerfisbund- inn. Biöð og tímarit hafa gert sitt besta, bækur geymt frásögur frekar en fræði. Nú hefur einn fremsti fluguhnýtingamaður Stefán Jón Hafstein skrifar Jólagjöf fluguveiði- mannsinsíár, fram mikið göfuglyndi þeirra veiðimanna sem koma við sögu. Sérkaílar Almenni laxaflugnakaflinn er sá sem ég beið lengst með að rann- saka, og hef varla gert enn, enda kannski fæst sem kemur á óvart þar. Og svo eru þama kaflar um „óvenjulegar" flugur og saltvatns- flugur. Mér áskotnaðist um daginn ein af þessum óvenju- legu flugum, Slangi Sigurðar Pálssonar. Mér sýnist að hér eftir þurfi maður aldrei að kasta túbu. Slanginn er í bók- heims (að sögn Ásgeirs Ingólfs- DOtlin VeiOlJlUgUT inni ásamt öðrum óvenjuleg- sonar í inngangi) komið á fram- íslands CT um ^uSum- færi öllum helstu flugum sem „ „ „ - Og ekki má gleyma kafla notaðar eru hér á landi, fagur- SlOJUStaSSJTetiaT um skordýralífið í vötnum en handbók. lega hnýttum, frábærlega ljós mynduðum og oftast prýðilega prentuðum. Þessi frábæri flugu- hnýtingamaður er rétt rúmlega tvítugur að aldri og löngu kunnur fyrir fágæta hæfni: Jón Ingi Ágústsson. Mörg hundruð flugur eru sýndar, gefin af þeim uppskrift og síðan fylgja dýrmæt- ar leiðbeiningar með. Góðir hnýtinga- menn leggja Jóni Inga lið. Margar þessara flugna má fá á öðrum bókum, erlendum. En mjög margar eru þarna sem hafa annað hvort verið hnýttar á Islandi af heima- mönnum, eða verið „lagaðar“ að íslensk- um aðstæðum og þá oft sýndar í mismun- andi afbrigðum. Laxa- flugan Blue Charm birtist til dæmis í mörgum myndum fyr- ir mismunandi að- stæður! Það besta við bók- ina er að þar hafa þjóðkunnir veiðimenn „opnað boxin“ fyrir stráknum og sýnt honum nokkur Ieynd- armál. Þetta gerir bókina mjög eigulega. Fyrir minn smekk er kaflinn um sil- ungapúpur mj°g áhugaverður. Þar koma fram skæðar púpur sem maður hefur heyrt um, og nú sýndar í allri sinni dýrð. Fræg bleikjuvötn eins og Hlíðarvatn, Þingvallavatn og Ell- iðavatn fá nú sérstakt aðdráttarafl næsta vor þegar maður prófar þessar gersemar! Þama er af nógu að moða til að halda mikilvirkum fluguhnýtingamönnum upp- teknum alveg fram yfir páska. Kaflinn um klassískar laxaflugur er annars eðlis. Fáir hafa hæfni, efni eða getu til að nýta sér verklegar leiðbeining- ar um þær, en allir hljóta að hafa fagur- fræðilega þroskað auga til að njóta. Mig grunar að fyrir flesta sé þessi kafli sagn- fræði frekar en verkfræði, en eigulegur sem slíkur. Straumflugukaflinn er í góðu lagi. Þar koma fram margar þekktar flugur sem enginn getur án verið. Nokkuð ber á að ráðgjafar Jóns Inga hafi verið trúir sfnum flugum, því full margar eru „einhver veiðnasta fluga" sem um getur. En margir snillingar leggja sitt af mörkum til að gera þennan kafla áhugaverðan. Þarna skiptir miklu að gefið er upp á hvaða fiskitegund flugan virkar best, bleikju, urriða eða lax, og fróðleikur látinn fylgja með þegar við á hvenær sumars og í hvaða ám og vötnum flugan hefur reynst best. Þarna kemur um landsins. Æti silunganna. Þarna koma pöddurnar í sínu litla ummáli - en mikla veldi - yfir svöngum silungum. Mjög vel til fund- ið að byrja á byrjuninni! Uppsöfnuð veiðireynsla Hnýtingaefni eru kynnt með myndum og nöfnum, og mun sá kafli reynast mörgum dijúgur. Ekki er verra að hafa með lista yfir latnesk, ensk og ís- lensk heiti ijaðra og fana. Nú verða er- lendar uppskriftir leikur einn, og enginn hefur afsökun fyrir því að sletta ensku í lærð- um umræðum. Sá kafli sem ég átti síst von á og gladdi mig einna mest var listi yfir bestu flugur í öllum helstu ám og vötnum landsins. Þarna liggur að baki mikil heimildavinna og skemmtilegt að bera saman þessa uppsöfnuðu veiði- reynslu valinkunnra spekinga við sína eig- in. Undrandi var ég til dæmis að sjá hvergi minnst á Watson Fancy við Hlíðarvatn! Fleiri munu skemmta sér við að finna „göt“ í kaflanum, því kostur- inn við svona lesningu er að hún getur aldrei orðið tæmandi. Hér er um „frumráðgjöf* að ræða, og getur komið sér vel þegar maður gengur til fiskjar í fyrsta skipti á einhveijum stað. Og þarf þó ekki að vera í fyrsta skipti. Nú þegar hef ég fengið margar nýjar ábend- ingar í bókinni varðandi urriðasvæðið í Laxá í Þing. Og svo sem þóst koma auga á eyður sjálfur! MiMl skcnuntun Bókin er prentuð í Lettlandi og yfirleitt í mjög góðu lagi með prentið. Sums staðar hefur þó valist illa litur á bakgrunn flugna, og á stöku stað hafa litir blandast illa: Þingeyingur er óþekkjanlegur á myndinni. En þetta eru algjör smáatriði, því heildarmyndin er mjög góð. Og ljós- myndun til fyrirmyndar. Bókin er ekki aðeins verklegur leið- beinandi við fluguhnýtingar, heldur veið- ar líka. Og stórkostleg draumasmiðja hveijum þeim sem tekur sér í hönd á skammdegiskveldi. Þetta er tímamóta- verk. Hvorki meira né minna. Án efa jóla- bók fluguveiðimannsins í ár. Reykholt fær þakkir fyrir útgáfuna. Leiðbeinandi verð er milli 8-9000 kr.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.