Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 1
 Stórhert eftirlit með jólaþjófnaði Starfsfðlk sent á nám- skeið, en stolið er fyr- ir hálfan milljarð á ári. „Við erum að minnsta kosti að tala um hálfan milljarð króna í þjófnað í smásöluversluninni, eða 0,5% af 1 12 milljarða króna ársveltu. Eg held að það sé alveg pottþétt að gera ráð fyrir því,“ segir Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna. Hann segir að það sé alveg á hreinu að þarna eigi í hlut bæði viðskiptavinir og starfsfólk. Viðbimaður Töluverður viðbúnaður er meðal kaupmanna fyrir þessi jól til að koma í veg fyrir búðaþjófnaði. A hverju ári verða nokkur hundruð manns uppvísir að þjófnaði úr verslunum og þá einkum á vorin, haustin og í desember. Meðal annars hafa kaupmenn í sam- vinnu við lögreglu staðið fyrir námskeiðum með verslunarfólki vegna búðahnupls og einnig Óformlegar A-vlðræoiir „Þessar viðræður hafa verið al- gerlega óformlegar og ómögulegt að segja hvað verður. Nú sem stendur er fyrst og fremst jólastemmning í mönnum," sagði Gestur G. Gestsson, for- maður fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Hafnarfirði, um viðræður krata og alþýðu- bandalagsmanna um samstarf við komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. Samkvæmt heimildum Dags hafa Gestur og annar maður úr stjórn fulltrúaráðsins og fólk úr fulltrúaráði Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði átt í viðræðum að undanförnu. Sömu heimildir segja að góður andi hafi verið í þessum viðræðum. Menn séu mun bjartsýnni en áður að sam- starf takist þrátt fyrir „hörm- ungasumarið" eins og A-flokka menn í Hafnarfirði kalla síðast- liðið surnar. -S.DÓH vegna þeirra rána sem átt hafa sér stað á árinu í verslunum. Hátt í 300 manns í Kringlunni hafa sótt þessi námskeið og 150 manns af starfsliði verslana í miðbænum. Þá eru dæmi um það að verslanir hafi ráðið til sín sérstaka eftirlitsmenn til að koma í veg fyrir búðahnupl í jóla- versluninni fyrir utan hefðbund- ið eftirlit starfsmanna. Þá er ekki óalgengt að kaupmenn verji sig fyrir hugsanlegum þjófnaði og annarri vörurýrnun með 1,5% rýrnunarálagi sem leggst á smá- söluálagninguna. Færst í vöxt Magnús Pálsson, öryggisstjóri í Kringlunni, segir að búðahnupl hafi færst í vöxt á þeim áratug sem Kringlan hefur verið opin. Hann segir að þarna eigi í hlut fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum. Þegar ungl- ingar og krakkar eiga í hlut er jafnan haft samband við foreldra en mál fullorðinna fara jafnan til lögreglu. Hann segir að oftast nær sé um allskyns smáhluti að ræða sem fólk tekur ófrjálsri hendi s.s. franskar kartöflur, varaliti, fatnað, skartgripi, bækur o.s.frv. Sá stórtækasti sem hann man eftir var staðinn að því að stela fyrir 60 þúsund krónur. Það þýfi var þó ekki allt úr Kringl- unni þar sem viðkomandi virtist hafa farið víða um og safnaði góssinu í bílinn sinn. Omar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að samkvæmt lögregluskýrslum séu ástæðurnar fyrir búðahnuplinu æði misjafnar, eða allt frá því sem flokka má undir strákapör til stelsýki. Sem dæmi um til- greindar ástæður sem menn hafa nefnt fyrir lögreglu er t.d. hag- stæðar aðstæður, varan var svo ódýr að það hefði varla tekið því að borga fyrir hana, skil ekki af hverju varan komst í vasann, ætl- aði að skila hlutnum aftur. -GRH Fanney Oddgeirsdóttir fyssir soninn Kristján Jóhannsson sem kom heim um helgina og hélt tvenna tónleika í Akureyrarkirkju. Sjá Lífið í landinu. Kristín Á Ólafsdóttir, stjórnarformaður Sjúkrahúss Reykjavikur, segir niðurstöðuna vera vonbrigði. Læknar felldu Kjarasamningar lækna við ríkið og Reykjalund voru samþykktir í allsherjaratkvæðagreiðslu sem nær 90% lækna tók þátt í. Hins vegar voru samningar Læknafé- lags Reykjavíkur við Reykjavíkur- borg felldir með 86 atkvæðum gegn 84. „Það eru augljóslega skiptar skoðanir um þennan samning. Hann er samþykktur með 55% á Ríkisspítulunum en felldur naumlega hjá okkur. Hér er sam- setning lækna öðruvísi, hér eru hlutfallslega fleiri læknar sem vinna einnig utan sjúkrahússins og hér eru hlutfallslega fleiri unglæknar, sem margir eru mjög óánægðir," segir Helgi H. Helga- son, talsmaður unglækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. „Þetta eru vonbrigði, en kemur ekki á óvart því mér var sagt að þetta yrði tvísýnt," segir Kristín Á. Ólafsdóttir, formaður stjórnar sjúkrastofnana í Reykjavík. - FÞG 1700 bíða eftir flugi Veruleg röskun hefur orðið á innanlandsflugi síðustu daga vegna hvassviðris. I gærkvöld fengust þær upplýsingar að um 1100 manns biðu flugs hjá Flugfélagi Islands og milli 500 og 600 áttu pantað far með ís- landsflugi. Ekkert hefur verið flogið innanlands frá því snemma á sunnudagsmorgun. Sunnanbelgingnum fy'lgja mikil hlýindi og sérstæð miðað við árstíma. Þannig hafa a.m.k. tvö hitamet verið slegin síðuslu daga, á Vopnafirði og í Reykja- vík. Hálendið er nánast snjó- laust og leysingar hafa haft áhrif á samgöngur á jörðu niðri. Áfram verður hlýtt í veðri miðað við árstíma. BÞ Sjá fréttaskýringu bls. 8-9. Premiu m miðlarar 8 dagar til jóla PottasleiMr Hringrnsardælur Perfecwo SINDRI k ■sterkur í verki SlMI 562 7222 - BRÉFASIMI 562 1024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.