Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 8
8- ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 Oxgur Oíuýir. ÞRIDJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 - 9 FRETTASKYRING Greinileg gróðurhúsaáhrif BJÖRN ÞOR- LAKSSON SKRIFAR Söguleg hlýindi eru að eiga sér stað á íslandi miðað við árstíma. Ar- ferði hefur verið gott frá um 1990 og er lík- legt að næstu ár verði einnig mild. Mikil hlýindi hafa verið á landinu að undanförnu og sérstæð miðað við árstíma þótt ekki sé hægt að tala um einsdæmi. Tvö hitamet féllu í fyrradag, í Reykjavík mæld- ist hæstur hiti í desember frá ár- inu 1925 og einnig var slegið met á Vopnafirði frá árinu 1988. Dag- ur grennslaðist fyrir um orsök hlýindanna og afleiðingar og kom m.a. í ljós að fyrrum veðurstofu- stjóri telur gróðurhúsaáhrif vera merkjanleg á breyttu veðurfari. „A hlýindaskeiðum eins og við erum nú að upplifa eru hitamet miklu tíðari en ella þó að ein tala segi ekki mikið. Við höfum búið við mildara veðurfar hér frá árinu i 990 og ég sé ekki betur en næstu ár verði einnig mild. Eg fer mest eftir tveimur þáttum: Ann- ars vegar gróðurhúsaáhrifunum sem eru greinileg þótt þau séu ekki mikil og hins vegar hita- sveiflunum sem eru miklar hér norður í höfum. Þar hefur verið hlýtt undanfarið og er ekki farið að kólna svo ég sjái að ráði. Það ætti að duga okkur í nokkur ár fram í tímann, bærilega góð,“ segir Páll Bergþórsson, fræði- maður og fyrrum veðurstofu- stjóri. Páll treysti sér ekki til að spá fyrir um seinni hluta vetrar en af framangreindu má ráða að hann telur Iíkur á langvinnum harðind- um vera litlar. Páll sagði að um Frá Ferjukoti við Hvítá i Borgarfirði en þar urðu mikiar leysingar í hlýindunum og ollu nokkru tjóni. mynd: ohr mánaðamótin janúar-febrúar væri tímabært að spá fyrir um hafís. Nyr lífsstíll! * Jlöfum opnað nýjan veitingc LISTHÚSINU LAUGARDAL glœsilegur salatbar! LISTHUS ILAUGARDAL LLSTACAFt: □pnunartíml 10-21 Opiö: 12-15 S 18-21 síis cisps mema sunnud. Engjateigi 17-19 S: 568 4SSS Mexikóbúar í hriðarbyl Á sama tíma og Islendingar gætu sprangað um á stuttbuxum hefur kuldakafli og hrfðarbylur orðið fjölda manns í Suður-Ameríku að fjörtjóni. Dagur spurði Pál hvort eitthvert samhengi væri hér á milli? „Það er oft þannig að öfgar í veðri á einum stað kalla á aðrar öfgar annars staðar. Mjög sterk sunnanátt hér kallar á sterka norðanátt á öðrum stað. Það er því ekkert undarlegt við að met séu slegin á báða bóga,“ sagði Páll. „Úlfur, úlfur“ Unnur Ólafsdóttir, veðurfræðing- ur á Veðurstofunni, sagði í gær að skýringin á þessum hlýindum væri að hlýtt loft næði að streyma óvanalega langt sunnan að til Is- Iands, alllt vestur undan Spáni. Unnur sagði að áfram væri spáð miklum hlýindum miðað við árs- tíma en þó gætu landsmenn átt von á næturfrosti inn til landsins á næstunni. Telur Unnur að allt sé að fara til fjandans vegna gróð- urhúsaáhrifa? „Það eru mjög skiptar skoðanir um gróðurhúsa- áhrifin. Nei, ég held ekki. Það er talað um hitasveiflur á löngum tíma en enn sem komið er höfum við mjög stutt skeið til að miða við. Það verða alltaf sveiflur í veðrinu og ég tel þetta ennþá allt innan eðlilegra marka. Það er óþarfi að hrópa alltaf „úlfur úlf- ur“ þegar eitthvað sérstakt gerist. Ég held að landsmenn ættu bara Aurskriður féllu fyr- ir austan laud, ræsi höfðu varla iuidan víðaog hvassviðri setti umferð í hættu, t.d. í Hvalfirði og á Reykj aneshr aut. Vegagerðarmenn sem hlaðið ræddi við sögðu ástandið væg- ast sagt óvanalegt. að brosa vegna hlýindanna. Rok- ið er verst." 1100 mauns biðu eftir flugi Hvassviðrið sem fylgir hlýindun- um hefur lamað allt innanlands- flug. Hjá Flugfélagi Islands feng- ust þær upplýsingar sfðdegis í gær að óvíst væri hvort nokkuð yrði flogið, annan daginn í röð. Reyndar komst ein vél á sunnu- dag til Akureyrar um morguninn en hún varð innlyksa. Atli Vivas afgreiðslustjóri sagði að um 1 100 manns biðu eftir flugi í gær. „Auðvitað hefur svona ástand töluvert tap fyrir fyrirtækið í för með sér en við reiknum alltaf með að nokkrir dagar á ári detti út. Þetta eru fyrstu dagar vetrar- ins sem segja má að allt flug liggi niðri,“ sagði Atli. Vegir illa færlr Hvað samgöngur á jörðu niðri varðar voru vegir sums staðar ill- færir á sunnudag. Ekki er ný- lunda norðan heiða að snjór hafi áhrif á færð á þessum árstíma en hitt er mun sjaldgæfara að aur- bleyta geri mönnum gramt í geði eins og varð t.d. á Lágheiði, Mý- vatnsheiði og Mývatnsöræfum svo dæmi séu tekin. Nærri lá að þjóðvegur 1 um Mývatnsheiði lokaðist fólksbílum á sunnudag vegna aurbleytu og Vegagerðin var víða að störfum með hefla. Aurskriður féllu fyrir austan land, ræsi höfðu varla undan víða og hvassviðri setti umferð í hættu, t.d. í Hvalfirði og á Reykjanesbraut. Vegagerðar- menn sem blaðið ræddi við sögðu ástandið vægast sagt óvanalegt. Vorflódin mikilvæg íyrir orku- búskapiim En hvað þýðir þetta veðurfar fyrir orkuhúskap landsmanna. Því svarar Þorsteinn Hilmarsson hjá Lands- virkjun. „Við notum jökulár að hluta og þaðan kemur alllaf eitthvert rennsli. Þá miðar vatnsrennsliskerf- ið okkar af hálendinu við verstu af- komu. Við reynum að hanna okar virkjanir þannig að kerfið geti skilað forgangsrafmagni við verstu að- stæður. Við höfum oftast fengið hlákukafla á veturna sem koma okk- ur til góða. Það hækkar í lónum og það þykir ekkert óvanalegt við að hálendið sé snjólétt framundir ára- mót. Haustið var einnig sérlega hagstætt, við miðluðum seint úr lónum og ég sé enga ástæðu til svartsýni. A hinn bóginn verður á næstunni mikil aukning í raforku- noktun vegna ÍSAL og við þurfum því að halda vel á spöðunum. Vor- flóðin verða mikilvæg þegar við söfnum í sarpinn í fyrir næsta vet- ur.“ Dagur ræddi ennfremur við nátt- úrufræðinga um gróðurfarið og töldu þeir að hlýindakaflinn núna myndi ekki spilla fyrir í þeim efn- um. Ef auða jörð frystir snögglega gæti það hins vegar haft alvarlegar afleiðingar síðar í för með sér. FRETTIR Björk íhugar kaup á eyju MTV segir Björk með lekanda. Staðhæft hefur verið á bresku sjónvarpsstöðinni Rloomberg að Björk Guðmundsdóttir söng- kona hafi fjárfest í skoskri eyju fyrir 60 milljónir ísl. króna. Dag- ur bar þetta undir Einar Om Benediktsson í gær þar sem hann var staddur í Lundúnum við störf. Hann hafði ekki séð eða heyrt „fréttirnar" og taldi um „Nei, hún er ekki búin að fjár- festa neitt en e.t.v. hefur verið reifað að hún sé að skoða mögu- leikann á að kaupa sér eyju. Ég veit að þau voru nokkur hérna að kíkja á hvaða eyjur væru til sölu í heiminum og þær munu um 190 til sölu alls. En það gengur alltaf einhver orðrómur um Björk sem ekki er á rökum reistur. Samkvæmt MTV er Björk núna sögð með lekanda svo dæmi sé tekið. Finnst mönn- um það ekki geðslegt?" Annars sagði Einar Örn að Björk hefði það mjög gott, hún væri „hraust stelpa“. Samkvæmt orðum Einars er hún nú í hvíld en hún mun búin að ná sér eftir veikindi sem urðu til þess að hún varð að fresta nokkrum tón- leikum fyrir skömmu. Dagur náði ekki viðtali við söngkonuna sjálfa í gær vegna málsins. - BÞ Björk Guðmundsdóttir. hreinar getgátur að ræða. „Þetta er einhver della, en við erum hér að tala um persónuleg mál. Ef fólk kaupir sér íbúð þá er það einkamál þeirra. Eg veit ekki til að hún hafi keypt neina eyju.“ - Ertu að segja að hún hafi þá e.t.v. fjárfest í fasteign á ein- hverri skoskri eyju? JOIATBLBOÐ Jólakjötió á stórmarkaósverði ^ Hangilæri með beini' Bayonneskinka 899 kr. kg -|Hangiframpartur 939 kr. kg~j 815 kr. kg Svínahamborgarhryggur 1.065 kr. kg Hangilæri úrbeinað 1.229 kr. kg JOLAVORUR I URVALI Jólaskreytingar - gjafavörur - jólakerti - jólaservíettur 'Zlmfgóour Nýtt frá Goða: kjötvörur í ofninn og örbylgjuna ^Það vinsælasta hjá krökkunum f dag: Blikkljós - Ijósahálsmen og Ijósahringar Frí heimsendingarþjónusta alla daga SÆKJUM OG KEYRUM 'JOLASENDINGAR HEIMI Það er einfalt og þœgilegt að láta okkur Jfytja jólapakkana innanlands. Gegn vœgu gjaldi getum við sótt til þín pakka sem eiga aðjara út á land, eða keyrt heim sendingu til þín. Afgreiðslutími Landjlutninga-Samskipa.Skútnwgi 8: Mánudaga-fimmtudaja: 8-17, fostudaga S-16, laugardaga 10-14. Afgreiðslutími jólapakkamidstöðrar á Laugaregi: Frá 12.-22. desember: Alla daga frá kl. 12-lokunar verslana. Landfjutningar JJ SÁMSKÍP SKUTUVOGI 8, RFk'KJAVIK. S. 569 8400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.