Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 2
2 —ÞRIÐJUDAGUR 16.DESEMBER 1997 FRÉTTIR Frítt kaffi og skjólfatnaður virdist vera allra meina bót. I þaö minnsta hefur þaö náð að skapa frið á milli grunnskólakennara i Hjallaskóla í Kópa- vogi og bæjaryfirvalda. Kaffi og útigallar skapa frið í Köpavogi Kennarar í Hjallaskóla hættir við að hætta. Frítt kaffi og útigaHar gerðu útslagið. Jafnræði hæjar- starfsmanna. Mikill meirihluti þeirra kennara sem sögðu upp í Hjallaskóla í Kópavogi hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Það gerðu þeir eftir að bærinn kom til móts við óskir þeirra um frítt kaffi og útigalla handa þeim sem þurfa að sinna gæslu í misjöfnum veðrum. Jafnræði Kristinn Kristjánsson fræðslustjóri seg- ir að þarna sé ekki um neinn kjara- samning að ræða. Þetta hafi fyrst og fremst verið spurning um að gæta jafn- ræðis meðal starfsmanna bæjarins sem fá kaffið frítt sem og skjólfatnað vegna starfa utandyra. A meðan skólinn var hjá ríkinu hefðu kennarar t.d. þurft að greiða 500-600 krónur í kaffisjóð á mánuði, auk þess sem þeim var ekki séð fyrir útigöllum. Kennarar höfðu bréflega farið fram á það við bæjaryfir- völd að þeir nytu sama réttar og aðrir starfsmenn hæjarins í þessu. A það var fallist, enda ekki gert ráð fyrir öðru. I framhaldi af þessari ákvörðun fræðsluyfirvaida hafa 12 af þeim 15 kennurum sem sögðu upp ákveðið að draga uppsagnir sínar til baka. Aður höfðu 9 kennarar gert hið sama, en alls sögðu 24 kennarar upp störfum þegar kjaraviðræður kennara og sveitarfélaga voru í brennidepli. Það verða því að- eins þrír kennarar sem halda uppsögn- um sínum til streitu en bærinn fram- lengdi ekki uppsagnarfrest kennara á sínum tíma. — GRH Val kratamia á frambjóð- endum í prófkjörið er inál málanna í heita pottinum. Það þótti tíðindum sæta að Helgi Pé gekk alla leið í Al- þýðuflokkinn á meðan Gunnar Gissurarson vara- horgarfulltrúi náði ckki inn í sjö inanna hópinn. Skýringin er sögð sú að Guimar hafi vanrækt að sinna sínuin fyrrum aðal stuðningsmönnum, ungkrötum. Því hafi þeir snúist gegn honum með fýrrgreind- um afleiðingum... Alþýðuflokksmenn hafa valið sjö kandídata fýrir prófkjör Reykjavíkurlistans og vakti eðilega mesta athygli að varahorgarfufltrú- anum Gunnari Gissurarsyni í Gluggasmiðj- unni var hafnað. Hitt vekur eiirnig athygli pottverja að hlnn ungi stjómmála- og þjóð- hagfræðingur Stefán Jóhami Stefánsson náði með vasklegri framgöngu eyrum uppstilling- armanna og hefur þá áreiðanlega ekki sakað að liami er alnafni fyrrum formanns Alþýðu- flokksins og í ofanálag ættaður frá ísafirði. Stefán Jóhann er síðan formaður knatt- spyrnudeildar ÍR og húinn að koma liðinu upp í efstu deiid og liefur kannski formúluna fyrir flokkslegum uppgangi í pólitíkinni. í pottinum benda memi á að íýrir er í Alþýðuflokkn- um amiar alnafni fyrmm formanns krata, Gylfi Þ. Gíslason „yngri“, en hvorki í tilfelli hans né Stefáns er um hlóðhönd að ræða, hcldur hafa foreldr- arnir sannað hoilustu sína við skírnarlaugina. Skyldi ekki einhver Hannihal vera á leiðinni að skíra? V Gylfi Þ. Gíslason Helgi Pétursson Hali spítalans er aUtaf að lengjast Ingibjörg Sól- rún Gisladóttir borgarstjóri. Hart er nú deilt um fjár- veitingar til Sjúkrahúss Reykjavíkur (SR) með sífellt dramatískari yfirlýsingum. Stjómendur og eigendur spítalans hafa verið sakaðir um að ýkja vandann. - Er verið uð ýkja vanda SR í innræð- unni um fjárskort spítalans, setn sögð er orðin árlegt brauð? „Staðreyndin er, að árlega er vanáætlað í fjárframlagi til spítalans og halinn verður sí- fellt lengri. Það mátti þola hann 1995 en árið 1996 var hann orðinn 178 milljónir króna vegna þessara tveggja ára og það bæt- ast um 140 milljónir vegna jiessa árs. Síðan er fyrirséð að það er allt of naumt skammt- að í frumvarpinu fyrir næsta ár og að þar vantar 400 milljónir króna. Þessi hali er ýkjulaust alltaf að lengjast með tilheyrandi erfiðleikum fyrir stjórnendur og starfsfólk. Það er ekki hægt að ætlast til þess að spítal- inn dragi svona langan hala á eftir sér.“ - Er þetta jyrir utan jjárvöntun vegna stojnkostnaðar og viðhalds? „Já. Fjárveitingar vegna t.d. tækjakaupa og viðhalds og eru mjög lágar upphæðir ætl- aðar í þetta, þótt mikil viðhaldsþörf sé fyrir hendi. Húsnæðið liggur undir skemmdum og skemmdirnar smita út frá sér og við- haldsþörfin verður um Ieið stöðugt dýrari.“ - Bæði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðlierra og Sturla Böðvarsson í jjár- laganejnd geja í skyn að það sé verið að „dramatísera“ vanda spítalans. Ertu ósammála þessu? „Þau vita það með sjálfum sér að þetta er ekki rétt Iýsing. Við erum ekki að tala um nýjar upplýsingar. Það er búið að funda um málið í allt haust, með þingmönnum Reykjavíkur, með fjárlaganefnd, með heil- brigðisráðherra og fjármálaráðherra. Það er búið að tjá þessum aðilum hvað það þýðir ef fjárveiting samkvæmt frumvarpinu breytist ekki. Þá þarf að loka allt að 100 rúmum og segja allt að 200 starfsmönnum upp. Og það yrði erfitt jiví að þetta er bráðasjúkrahús með ákveðinni jrjónustu sem ekki er hægt að skera og það er dýrasta þjónustan. Við munum nú fara fram á viðræður við heil- brigðisráðherra um hvernig hún vill að spít- alinn komist út úr þessum vanda.“ - Telur þú að meðvitað sé skammtað oj naumt til SR með í huga að bjarga mál- um síðar meir með aukajjárveitingum? „Ég held að það hljóti að vera meðvituð stefna og e.k. stjórnunarstíll. Það er naumt skammtað og síðan kemur eitthvað á auka- fjárlögum sem enginn veit hvað verður og það gerir alla áætlanagerð ómögulega." - En er borgin ekki stikkjrí gagnvart SR hvað jjárveitingar varða? „Borgin er eigandi SR og það er eigandinn sem gengur í ábyrgð fyrir spítalann. Rfkis- spítalar hafa ríkisvaldið sem ábyrgðaraðila sem greiðir á endanum ef Ríkisspítalar fara frammúr. Sama á að gilda um SR en ríkið getur alltaf sveiflað því sverði yfir hausa- mótum okkar að borgarbúar verði látnir blæða vegna SR.“ - Að lokum. Eru bæði meirihluti og minnihluti í borgarstjórn sammála í þessu máli? „Það er ekki ágreiningur um málið í borg- arráði eða innan stjórnar sjúkrastofnana. Það eru allir þar sammála um þennan vanda." — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.