Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 3
ÐMýir ÞRIÐJVDAGVR 16 .DESEMBER 1997 - 3 FRÉTTIR L Gj aldtakan breytti öllu til hins verra Jún Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar. Yfirskólataimlæknir segir núverandi form skólatannlækninga gengið sér til húðar og gerir tillögur iiiu hreytingar. „Skólatannlækningar í þva' formi sem þær eru nú í eru gengnar sér til húðar, á því leikur enginn vafi. Aðal ástæðan er sú að farið var að innheimta komugjöld af börn- unum og þá um leið gátum við ekki kallað börnin inn eins og áður. Við urðum að fá það skrif- legt frá foreldrunum hvort þau óskuðu eftir þjónustu skólatann- lækna eða ekki,“ sagði Stefán Finnbogason, yfirskólatann- læknir í Reykjavík, í samtali við Dag. Hann segir að inn í þetta allt saman hafi líka spilað sam- keppni milli tannlækna og niður- staðan hafi orðið sú að ekki nema 30% skólabarna óskuðu eftir því að vera áfram hjá skóla- tannlæknum. Stefán segir að hann hafi skil- að inn til heilbrigðisráðuneytis- ins tillögum að breytingum á skólatannlækningum. Þar leggur hann til að aðstoðarfólk tann- Yfirskólatannlæknir segir að forsendan fyrir skólatannlækningum hafi brugðist þegar farið var að rukka komugjöld. lækna verði Iátið annast ákveðin verk, sem það er sérmenntað til. Síðan komi tannlæknarnir sjálfir að þeim verkum sem engir geta né mega vinna nema þeir. „Með því móti tel ég að við getum sparað stórfé og um leið aukið þjónustuna," sagði Stefán Finnbogason. Hann segir að sú skýrsla um skólatannlækningar sem Dagur skýrði frá síðastliðinn laugardag sé mjög ítarleg og að skoða verði hana alla í samhengi. Hins vegar sé það ótvírætt að þar sé talið að skólatannlækningar í núverandi formi séu tímaskekkja. -S.DÓR Stoppað í fjárlagagat Fjárlögin verða ekki afgreidd með halla og ef svo ólíklega færi að auknar tekjur vega ekki upp þann eins milljarðs halla sem var á fjárlögum eftir 2. umræðu verður útgjaldahliðin skorin nið- ur .“Mér sýnist ljóst að tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins verður eitt- hvað fram yfir áætlun í veltu- sköttum. Ég tel nú samt varlegt að gera ráð fyrir því að þar verði um stórar upphæðir að ræða en nægilega miklar til þess að vega upp þann milljarð króna sem hallinn var á fjárlagafrumvarp- inu við 2. umræðu þess,“ sagði Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, í samtali við Dag í gær. Hann sagði að þessa dag- ana væri verið að reikna upp tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins og það mál væri komið á loka- stig. „Ég geri mér vonir um að verkinu verði lokið á miðviku- daginn og þá munum við fara í að ganga frá tillögum okkar fyrir 3. umræðu fjárlaga," sagði Jón Kristjánsson. -S.DÓR Áfram óMður um Laugaveg 53b Það ætlar ekki að ganga þrautalaust fyrir borgaryfirvöld að ákveða skipulag á lóðum tveggja gamalla húsa við Laugaveg 53 i sátt við samtök íbúa. Grenndarkynning erþó eftir og þá gefst íbúum kostur á að koma fram með sínar athugasemdir. Hætt vlð íbúðahæð- ina. Málamiðlun. R- listiun klofnar aftur. íbúasamtökin æf. Meirihluti skipulagsnefndar samþykkti á fundi sínum f gær að hætta við áformaða íbúðahæð á bakhúsi byggingarinnar sem ætlunin er að reisa á Laugavegi 53b. Guðrún Ágústsdóttir, for- seti borgarsljórnar og formaður skipulagsnefndar, segir að sam- þykkt nefndarinnar sé málamiðl- un sem hún sé sátt við. Ibúasam- tök Skólavörðuholts átelja nefndina hinsvegar fyrir að hunsa sjónarmið íbúa og telja gærdaginn vera svartan dag í sögu skipulagsmála sem ekki sér enn fyrir endann á. Það voru tveir fulltrúar R-list- ans sem samþykktu þessa til- lögu, þær Guðrún Ágústsdóttir og Margrét Sæmundsdóttir að viðbættum þremur fulltrúum sjálfstæðismanna. Á móti voru þau Guðrún Jónsdóttir og Óskar Dýrmundur Ölafsson frá R-lista. Þau greiddu einnig atkvæði gegn tillögunni sem tekin var fyrir á fundi nefndarinnar fyrir viku sem leiddi til þess að málinu var frestað fram að fundinum í gær. Til móts við íbúa Guðrún Ágústsdóttir segir að með þessari samþykkt meiri- hluta nefndarinnar hafi verið komið til móts við andmæli íbú- anna á svæðinu. Sérstaklega þegar haft er í huga að helsta krafa þeirra hefur gengið út á það að ekki væri verið að reisa íbúðir sem mundu skyggja á þá íbúðabyggð sem væri fyrir. Hún ítrekar fyrri rök þess efnis að Laugavegur 53b er á miðbæjar- svæði samkvæmt aðalskipulagi. Af þeim sökum sé starfsemi á því svæði rétthærri en annað þegar kemur að skipulagsmálum. Auk þess miðar öll framtíðarsýn svæðisins í þá átt að efla það til mótvægis í samkeppni við aðra miðbæjarkjarna. Formaður skipulagsnefndar segir að það eigi ekki að koma neinum á óvart að ekki sé til deiliskipulag fyrir þetta svæði. Af miðbæjarsvæðinu sé það aðeins til fyrir Kvosina og Skúlagötu. Engu að síður fór fram deiliskipulagskynning á málinu samkvæmt lögum sem stóð á sfn- um tíma yfir í fjórar vikur. Hún segir að málið fari síðan f grenndarkynningu eftir að bygg- ingarnefnd hefur afgreitt teikn- ingar af því húsi sem ætlunin er að reisa á lóðum ó'eggja gamalla húsa við Laugaveg 53b. Þá geta íbúar komið fram með sínar at- hugasemdir. -GRH INNLENT Ágústa hættir á Akureyri Ágústa Johnson hefur ákveðið að hætta rekstri líkamsræktarstöðvar Ágústu og Hrafns sem starfrækt hefur verið í KA-heimilinu. Allir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf og hyggst Agústa hætta rekstr- inum um áramót. Varaborgarfulltniiim ekld með Athygli vakti ao þegar AJþýðuflokkurinn gekk frá vali á þeim sjö fram- bjóðendum senr taka þátt í prófkjöri R-listans í janúar var Gunnar Leví Gissurarson varaborgarfulltrúi ekki með. Þó sóttist hann eftir kjöri. Helgi Pétursson gekk í Alþýðuflokkinn á sunnudag og verður meðal sjömenninganna. Þeir sem taka þátt verða þessir: Bryndís Kristjánsdóttir, Helgi Pétursson, Hrannar B. Arnarsson, Magnea Marinósdóttir, Pétur Jónsson, Rúnar Geirmundsson, og Stefán J. Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.