Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 13
 ÞRIÐJVDAGVR 16.DESEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR L. KR-iiigar féllu út úr bikar- keppniimi Þaö var ekki margt sem kom á óvart í 16 liða úrslitum í bikar- keppni KKÍ og Renault. ÍR-ingar unnu sinu fyrsta al- vöruleik á keppnis- tímabilinu og stórtap stjömuliðs KR fyrir Njarðvíkingum er það sem upp ur stendur. Stjaman-Smári 101-55 Stjarnan úr Garðabæ fór létt með Skagfirðingana í Smára frá Varmahlíð. Kannski ekki við öðru að búast enda sveitamenn úr Skagafirði frægari fyrir hesta- mennsku en körfubolta. Engu að síður er ánægjulegt a'ð sjá hvað körfuboltinn er að breiðast út um allt land. Mikill áhugi og góð frammistaða Ungmennafélags Stafholtstungna og Smára- manna í Skagafirði ætti að hvetja landsbyggðarmenn til að reima körfuboltaskóna á lappirnar og nýta íþróttahúsin þar sem þau eru fyrir hendi. Valur-Höttur 113-62 Valsmenn fóru létt með Hött frá Egilsstöðum og unnu með mikl- um mun eins og við mátti búast, enda leikið á heimavelli Vals að Hlíðarenda. Valsarar eru greini- lega á réttri leið undir stjórn Svala Björgvinssonar. ÍR-Skallagrinuir 66-62 Þessi sigur IR-inga ætti að koma sjálfstrausti Breiðholtsliðsins á rétta braut á ný. Liðið sem hafði ekki unnið leik í DHL-deildinni, þar til að þeir lögðu Skagamenn í vikunni, eru nú komnir áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Tímabilinu er greinilega ekki lokið í Breiðholtinu og þeir ættu að geta unnið einhverja leiki í Marel Gudlaugsson. deildinni í framhaldinu. Haukar-Þór Þorláksh. 110-72 Haukarnir unnu að sjálfsögðu stórsigur á fyrstudeildarliði Þórs- Þorlákshöfn. Annað af topplið- um DHL-deildarinnar á ekki að eiga í erfiðleikum með lið úr neðri deildunum og alls ekki á heimavelli. Þór hefur staðið sig vel síðustu keppnistímabil en er í einhverri lægð sem stendur. Haukar verða í baráttunni um Renault-bikarinn fram í rauðan dauðann. Grindavík-Selfoss 126-72 Topplið DHL-deiIdarinnar, UMFG, átti ekki í vandræðum með að afgreiða gesti sína frá Selfossi. Grindvíkingar hafa ver- ið að leika vel í síðustu leikjum sínum og stefna ótrauðir áfram á sigur í bæði deild og bikar. Darril Wilson, Konstantin Tzartsaris og Pétur Guðmundsson voru bestu menn heimamanna en besti maður Selfyssinga var Birgir Guðfinnsson. ÍA-Reynir Saudgerði 135-52 Tölurnar segja allt sem segja þarf um þennan leik. Reynir, sem fyrir ekki mörgum árum var í efstu deild, má muna fífil sinn fegurri. Það er greinilega eitthvað að hjá Reynismönnum. Þeir hafa að- stöðuna en enga afsökun fyrir arfaslökum árangri undanfarin ár. KR-UMFN 65 85 KR-ingar eru komnir með nýjan leikstjórnanda. Hann átti eina stoðsendingu í bikarleiknum við Njarðvíkinga á sunnudagskvöld- ið. Eftir að hafa sýnt góðá takta í leiknum á móti Grindvíkingum á dögunum, var lítil hjálp í Jermaine Smith í bikarleiknum á móti Njarðvík. Smith tapaði 9 boltum og hitti aðeins úr 8 af 20 skotum sínum í leiknum. Hann hirti reyndar 7 fráköst en það dugði ekki til. KR er fallið úr bik- arkeppninni, nokkuð sem menn áttu alls ekki von á þegar ljóst var hvaða mannskap Vesturbæj- arliðið tefldi fram í haust. „Við mættum tilbúnir til leiks. Orlygur Sturluson, 16 ára leik- stjómandi okkar, fór á kostum sem og hinn unglingurinn okkar, Logi Gunnarsson," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarð- víkinga. „KR brotnaði einfald- lega við mótstöðuna og átti eng- in svör við því sem við vorum að gera.“ Óskar bíður spakur Óskar Kristjánsson, sem sama og ekkert hefur fengið að spreyta sig með KR í haust, hefur verið orðaður við bæði Grindavík og Njarðvík á síðustu dögum. Nú hafa KR-ingar, bæði stjórnar- menn og leikmenn, beðið Óskar að bíða spakan og fara hvergi að svo komnu máli. Öskar sagði það skýrast í dag eða á morgun hvað hann gerir. „Eg bfð að sjálfsögðu eftir því hvað KR-ingar eru að hugsa. Þeir eru jú mitt lið.“ Leik Isfirðinga og Unmenna- félags Keflavíkur var frestað vegna veðurs. — GÞÖ Fridur Skapti Hallgrímsson, formaður SI, svarar Sjónvarpsstríðs-skrif- um undirritaðs í Degi fimmtu- daginn 11. des sl. Þegar moðið hefur verið greint frá matnum í skrifum Skapta stendur eftir að hann staðfestir nánast allt sem fram kom í grein undirritaðs í Degi daginn áður. Ég vil þó biðja Skapta afsökunar á því að hafa látið þess ógetið að ástæða þess að hann stjómaði ekki fundinum 3. des., (sem undirritaður dag- setti óvart 30. nóv.) hafi verið sú að hann var veikur og þvf verið heima. Það er misskilningur hjá Skapta að ég hafi blandað saman tveim fundum. Ég var eingöngu að skrifa um það sem gerðist á fundinum miðvikudaginn 3. des. þegar ekki fór fram atkvæða- greiðsla sem beðið var um og jafnframt að benda á hörkuna sem komin er í baráttu sjón- varpsstöðvanna um bestu bitana sem í boði eru fyrir sjónvarpsá- horfendur. En það sem eftir stendur er þetta: Skapti sagði Stöð 2 hafa sýnt áhuga á að fá þetta efni í fyrra og aftur á þessu ári. Af hveiju tók þá ekki skiptingin milli stöðv- anna gildi nú? Sjónvarpsstöðvarnar sátu ekki við sama borð þegar að úthlutun sýningarréttarins kom. Fundurinn 3. desember, sem var kallaður saman til að af- greiða málið, var klúður. Með því að afgreiða það ekki formlega eins og gera á þegar um slíkar deilur er að ræða. Stjórn SÍ tók ekki formlega af- stöðu til umsóknanna fyrr en alltof seint ef hún hefur þá ein- hvem tímann tekið hana. Guðni Þ. Ölversson. Aðventutónleikar í Glerárkirkju þriðjudaginn 16. des. kl. 20.30. Fram koma Barnakór Glerárkirkju, stjómandi Michael Jón Clarke, og Kór Glerárkirkju, stjórnandi og organisti Hjörtur Steinbergsson. Aðgangur ókeypis. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Laus eru til umsóknar eftirtalin störf á sviði hug- búnaðar- og tölvumála: Forstöðumaður: Starfið felur í sér yfirumsjón með tölvukerfi stofnunarinnar, framþróun þess og stefnumörkun. Starfið fel- ur einnig í sér umsjón með vali á hugbúnaði, forritun hug- búnaðarverkefna, umsjón með útboðum og samningum og ráðgjöf og þjálfun notenda. Gerð er krafa um að umsækjend- ur hafi lokið námi í tölvunarfræði, verkfræði eða hafi aðra sambærilega menntun. Kerfisfræðingur: Starfið felur m.a. í sér eftirlit með staðar- neti, uppsetmngu vinnustöðva, daglegri afritatöku og þjón- ustu við notendur. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi þekkingu á netstýrikerfunum Windows NT og Novel-netware og haldgóða reynslu og þekkingu á notkun almenns hugbún- aðar. Starfsemi FSA fer fram í 35 deildum og fjöldi starfsmanna er liðlega 600. Tölvukerfi sjúkrahússins samanstendur nú af u.þ.b. 150 einmenningstölvum. í notkun er fjöldi sérhæfðra hugbúnaðarkerfa og framundan eru mörg áhugaverð verk- efni. Nánari upplýsingar veita Garðar Már Birgisson, tölvunar- fræðingur og Vignir Sveinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og skulu umsóknir sendast honum fyrir 5. janúar nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 463 0100. Kosningar um sameiningu 6 sveitarfélaga í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar. Sveitarstjórnir eftirtalinna 6 sveitarfélaga: Hvítársíðuhrepps, Hálsahrepps, Reykholtsdalshrepps, Lundarreykjadals- hrepps, Andakílshrepps og Skorradalshrepps, hafa sam- þykkt tillögu sameiningarnefndar þessara sveitarfélaga um, að kosið verði um sameiningu þeirra laugardaginn 17. janú- ar 1998. Vegna þessa mun utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjast miðvikudaginn 17. desember 1997 og Ijúka laugar- daginn 17. janúar 1998. Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslumanna og umboðsmanna þeirra um land allt. Reir sem samþykkja tillöguna skrifa „Já“ á atkvæðaseðilinn en þeir sem ekki samþykkja tillöguna skrifa „Nei“ á at- kvæðaseðilinn. Einnig hafa framantaldar sveitarstjórnir samþykkt, að ef til- lagan verður felld í einhverju/um sveitarfélaganna, verði strax tekin um það ákvörðun hvort kjósa skuli aftur um sam- einingu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa sameiningu. Kosið yrði um nýja tillögu eins fljótt og auðið væri. F.h. sameiningarnefndar framantalinna hreppa Svava Sjöfn Kristjánsdóttir formaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.