Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 11
 ÞRIDJVDAGUR 16.DESEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Vilja ræða við „Satant6 toganum Khomeini. Augljósar breytingar í frjálsræðisátt má merkja í íran frá því nýr forseti tók vlð embætti í vor. Óvenjulegan sáttatón gagnvart Bandaríkjunum var að heyra í ræðu forseta Irans, Mohammed Khatemi, síðastliðinn sunnudag þegar hann hvatti til þess að rík- in tæku upp viðræður um ágreiningsmál sín. „Ég lýsi virð- ingu minni á hinni miklu þjóð sem býr í Bandaríkjunum," sagði hann á fréttamannafundi í Teheran, höfuðborg Irans, og kvaðst vona að í náinni framtíð fengi hann tækifæri til að ræða við „bandarísku þjóðina". Að sumu leyti endurspegla ummæli Khatemis aðeins fyrri yfirlýsingar íranskra stjórnvalda um að þau eigi í engum deilum við bandarísku þjóðina, heldur aðeins við bandarísk stjórnvöld. Khatemi sagði bandaríska stjórn- málamenn vera „á eftir tíman- um“ og staðfesti enn andstöðu Irana við friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs, sem verið hefur undir sérstakri umsjón Banda- ríkjanna. Engu að síður er þessi sátta- tónn greinileg umskipti frá því sem venjan er í máli íranskra stjórnvalda, þar sem talað er um Bandaríkin sem „hinn mikla Sat- an“. Khatemi hefur lagt á það áherslu að bæta tengsl Irans við umheiminn, eins og sjá mátti í síðustu viku þegar hann efndi til Ieiðtogafundar íslamskra ríkja í Teheran. Þangað mættu jafnvel þau Arabaríki sem vinveittust hafa verið Bandaríkjunum, svo sem Sádi-Arabía og Kúveit. Slakað á ritskoðun Khatemi vann áhrifamikinn sig- ur í kosningunum í vor þegar frambjóðandi klerliastjórnarinn- ar varð að láta í minni pokann. Khatami hefur greinilega ýmsar aðrar áherslur en aðrir valda- menn landsins sem stjórnað hafa frá því í byltingunni árið 1979, og í kosningabaráttunni lagði hann sérstaka áherslu á að land- ið þyrfti að vera opiö gagnvarl öðrum menningarheimum. Þess hefur þegar sést merki að nýr maður er sestur í forsetastól- inn. Aukið frelsi í menningar- málum er kannski hvað mest áberandi af þeim hreytingum sem orðið hafa á daglegu lífi fólks. Bækur sem voru bannaðar hafa verið leyfðar aftur, slakað hefur verið á ritskoðun og útgef- endur bæði dagblaða og tímarita sem áður voru litnir hornauga hafa aftur fengið útgáfuleyfi. „Ég er mjög bjartsýn," sagði Tahmineh Milani, einn þekktasti kvikmyndaleikstjóri Iandsins. Henni var bannað að starfa fyrir fjórum árum eftir að átta ára stúlka birtist í einni mynda hennar - höfuðklútslaus, sem greinilega þótti ófyrirgefanleg synd. í síðasta mánuði var hún hins vegar tekin af Iista yfir bannaða listamenn, þannig að hún getur aftur hafist handa við kvikmyndagerð. „Ég held að fólk hafi nú meira málfrelsi," sagði hún. „Það hefur fengið meira sjálfstraust. „Fótboltabyltingin“ Greinilega mátti sjá að eitthvað hafði breyst þegar milljónir manna streymdu út á götur höf- uðborgarinnar í síðasta mánuði til þess að fagna sigri íranska fót- boltaliðsins í heimsbikarkeppn- inni. Lögreglan fylgdist aðgerð- arlaus með þegar ungt fólk dans- aði á götum úti, þandi bílflautur sínar óspart og spilaði tónlist á fullum styrk í bílaútvarpinu. Nokkrar hugrakkar konur létu meira að segja höfuðklútinn falla. „Þetta er það sem ég kalla fót- boltabyltinguna," sagði einn er- lendur stjórnarerindreki sem gekk heim til sín þetta kvöld gegnum fagnandi mannfjöldann. „Allar götur voru troðfullar af fólki ... Þar með eru hlutirnir farnir af stað í þessu lokaða þjóð- félagi." Umbreyting Irans er þó langt í frá gulltryggð enn. Oftast er litið svo á að Khatemi sé sá þriðji efsti í valdapíramídanum. Efstur trjóni Ali Akbar Hashemi Raf- sanjani, fyrrverandi forseti sem er formaður ráðgjafaráðsins, sem er afar valdamikil stofnun. Þar næst komi hinn íhaldssami Ali Khameini æðstiprestur, en hann er ekki bara æðsti leiðtogi klerkastéttarinnar og þar með andlegur Ieiðtogi þjóðarinnar heldur einnig yfirmaður bæði ut- anríkisráðuneytisins og öryggis- sveita Iandsins. Nýtur milrilTa vindsælda Bandamenn Khameinis hafa enn töglin og hagldirnar á þinginu, eins og sést til dæmis á því að nýlega hófu þeir rannsókn á spillingarmálum borgarstjórans í Teheran, Gholam Hossein Kara- baschi, en hann nýtur mikilla vinsælda og er auk þess einn af nánustu skoðanabræðrum Khateimis forseta. Agreiningur í æðstu stjórn landsins kom líka berlega í ljós í síðustu viku þegar leiðtogafund- ur íslamskra ríkja hófst í Teher- an. I opnunarræðum sínum drógu Khameini og Khatemi upp tvær gerólíkar myndir af sam- bandi Islams og Vesturlanda, því meðan Khatemi kallaði á viðræð- ur og gagnkvæman skilning gætti mikillar andúðar í garð Vesturlandi í máli Khameinis. Khatemi nýtur hins vegar tví- mælalaust mun meiri hylli með- al almennings en aðrir ráða- menn, og fólk virðist trúa á að honum takist að koma á breyt- ingum. Hann gerir sér far um að vera alþýðlegur og forðast til dæmis að ferðast um í löngum bílalestum, öfugt við Rafsanjani og Khameini. Hann hefur líka gefið skipun um að ekki skuli hengja upp myndir af sér í opin- berum byggingum. Hann ferðast mikið um landið og talar þá beint við almenning, sem á sjald- an slíku að venjast af öðrum ráðamönnum. - The Washington Post Tyrkjiiii! sagt að grandskoða tilboðið BELGIA - Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ráðlagði í gær Tyrkjum að setjast niður í rólegheitum og skoða vandlega aðildartil- boðið sem samþykkt var á leiðtogafundi sambandsins í Lúxemborg. Tyrkland hafði gagnrýnt Evrópusambandið harðlega vegna þess að landið var eitt þeirra ríkja sem ekki teljast uppfylla aðildarskilyrði sambandsins. A fundinum var öllum ellefu umsækjendunum boðin aðild. Fimm þeirra, Pólland, Ungverjaland, Tékkland, Slóvenía og Eistland, uppfylla nú þegar aðildarskilyrði E\TÓpusambandsins. Onnur sex ríki, Búlgaría, Rúmenía, Slóvakía, Lettland, Litháen og Tyrkland, teljast ekki uppfylla skilyrðin, en af mismunandi ástæðum og var þeim m.a. boðin aðstoð sambandsins við að vinna að því að svo geti orðið. Lögmeim Carlosar hættir FRAKKLAND - Réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Carlosi, sem hófust á föstudag f París, var frestað í gær eftir að lögmenn hans hættu. Fyrr um daginn hafði dómstóllinn neitað að taka til greina rök Carlosar um að sér yrði sleppt úr haldi vegna þess að handtaka sín í Súdan árið 1994 hafi verið ólögleg. Carlos, eða Illich Ramirez Sanchez eins og hann heitir réttu nafni, er fyrir rétti vegna morðs á tveimur frönskum leyniþjónustumönnum og einum Líbana árið 1975. Það voru franskir leyniþjónustumenn sem handtóku Carlos í Kartúm árið 1994 og í framhaldi af því var hann fluttur til Frakk- lands. Jólafrí á Kúhu, aldrei þessu vant KÚBA - Fídel Kastró, forseti Kúbu, hefur ákveðið að gefa íbúum landsins frí á jóladag í virðingarskyni við Jóhannes Pál páfa sem væntanlegur er í heimsókn til Kúbu í janúar. Jóladagur hefur ekki verið opinber frídagur á Kúbu frá því 1968, og að sögn Kastrós mun svo ekki heldur verða í framtíðinni. Þetta árið verður aðeins gerð sérstök undantekning vegna heimsóknar páfans. „Tígrisdýrin66 hiðja um fjárhagsaðstoð MALASÍA - Á tveggja daga leiðtogafundi Suðaustur-Asíuríkja í Ku- ala Lumpur, höfuðborg Malasíu, var lítið rætt um annað en efna- hagskreppuna sem þar ríkir. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum sagði ríkin þurfa á alþjóðlegri fjárhagsaðstoð að halda, og sögðu fjár- hagsvanda sinn vera alþjóðlegt vandamál. Kína, Japan og Suður-Kór- ea tóku þátt í ráðstefnunni þótt þessi þrjú ríki séu ekki aðilar að sam- tökum Suðaustur-Asíuríkja (ASÉAN). Kjúkliugamarkaði lokað vegna flensu HONG KONG - Einn af stærstu alifuglamörkuðum Hong Kong var lokaður í gær og verður ekki opnaður aftur fyrr en á fimmtudag þeg- ar búið er að gera allsheijarhreinsun á markaðnum. Lokunin kemur í kjölfarið á því að tvær manneskjur hafa látist af inflúensuveiru sem áður hefur aðeins fundist í fuglum. Heilbrigðiseftirlitið í Hong Kong segir enga smitaða kjúklinga hafa fundist á markaðnum, en talið er að veiran hafi smitast úr fuglum í svfn og þaðan áfram í menn. Kastró: Hefur einsett sér aö taka vei á móti páfan- um. Eldsvoði í Kaupmanuahöfn DANMÖRK - Þrír menn fórust í bruna á Vesterbro í Kaupmanna- höfn í fyrrinótt, og hátt í tuttugu manns þurftu að fara á sjúkrahús vegna meiðsla. Tveir þeirra sem fórust brunnu inni, en sá þriðji lést þegar hann annað hvort datt eða stökk niður á götu til að forðast eld- inn. Oslóhúar óhressir með menguuiua NOREGUR - Nærri 80% íbúa í Osló væru fylgjandi því að settaryrðu reglur til að takmarka notkun einkabíla, og gildir það jafnt um bíleig- endur sem þá sem ekki eiga bíl. 55% væru t.d. fylgjandi því að bíla- umferð verði bönnuð í miðborginni á ákveðnum árstímum. Greini- legt er þ\á að íbúum borgarinnar þykir upp til hópa nóg um loftmeng- unina í borginni. Þá væru 52% borgarbúa fylgjandi því að lagður verði sérstakur skattur á notkun nagladekkja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.