Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 1 6.DESEMBER 1997 - S FRÉTTIR Maður hefur játað íkveikju. Óvenjuleg uppákoma þegar ölv- aður slökkviliðsmað- ur var settur í stein- inn meðan á slökkvi- starfi stóð. Starfsmenn fyrirtækisins ásamt gestum fögnuðu á laugardags- kvöldið því að á árinu hefur Norðurströnd unnið úr 1.000 tonnum af hráefni auk þess sem áratugur er liðinn síðan fyrirtæk- ið hóf starfsemi sína. Um full- unna vöru er að ræða á erlendan markað. Mikil grillveisla fór af því tilefni fram í húsakynnum fyrirtækisins að Ránarbraut, þar sem m.a. var grilluð lúða og hvalur. Húsnæðið var keypt fyrir ári síðan. Slökkvilið og Iögregla voru kvödd út klukkan 04.35, en þá logaði eldur í norðausturhorni húsins. Eldsupptök voru í um- búðaherbergi þar sem fram fer skráning og merking á pökkum og mikið af pappír er í herberg- inu, m.a. umbúðum og límmið- um. Eldurinn læsti sig upp í gegnum loftið og þar í plast í íoftklæðningu svo dimmt varð af Hér má sjá fiskvinnsluna Norðurströnd á Dalvík, en á innfelldu myndinni er herbergið þar sem eldsupptökin eru talin hafa verið. mynd: bmnk reyk um allt húsið. Mikið tjón hlaust af eldi, reyk og vatni. Það vakti athygli að hurð stóð opin á húsinu þegar að var komið. Talið er að starfsmaðurinn hafi skilið hana eftir opna þegar veislunni lauk, en síðan komið til baka til að leita áfengra dryklijarfanga. Slökkviliðið er að mestu skip- að sjálfboðaliðum sem koma á vettvang sé um útkall að ræða. Tveir þeirra sem mættu tilbúnir til átaka við eldinn höfðu hins vegar verið að skemmta sér um nóttina og blótað Bakkus. Það var því ákveðið strax að senda þá heim, en annar þeirra þverskall- aðist við, átti í útistöðum við lög- regluna, sem átti því ekki annars úrkosti en að láta hann gista í fangelsi staðarins meðan hann væri að ná áttum. Mál slökkviliðsmannsins mun ekki hafa nein eftirköst. — GG Kveikt í íiskverkim- arhúsi á DalvOk Snupraður fyrir skrop á Alþntgi ULfliildur til Neytenda- samtakanna Ulfhildur Rögnvaldsdóttir, fyrr- um bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, hefur verið ráðin starfsmaður Neytendasamtak- anna með aðsetur á Akureyri. Fráfarandi starfsmanni, Vil- hjálmi Inga Arnasyni, var sagt upp störfum eftir langvarandi erjur við framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson, og því var nokkuð erfitt um vik að ráða nýjan starfsmann, en alls bárust sjö umsóknir. Rætt hefur verið við stjórn Neytendasamtakanna á Akur- eyri, NAN, og er ráðningin í fullri sátt við hana. Vilhjálmur Ingi verður á launum til loka febrúarmánaðar og því ætti slag- kraftur Neytendasamtakanna að verða töluverður fyrir norðan fyrstu vikur næsta árs. Starfs- maður Neytendasamtakanna verður til húsa í Alþýðuhúsinu í Skipagötu. — GG Stemgríiiiur J. Sigfús- son sagði Davíð Odds- son sýna þingræðinu, þinginu, eigin ríkis- stjóm og fjárlaga- frumvarpinu óvirð- ingu. „Steingrímur J. Sigfússon fór í ræðustól í fyrirspurnatíma á Al- þingi í gær og spurði Davíð Oddsson forsætisráðherra hvers vegna hann hefði verið fjarver- andi, án leyfis, við atkvæða- greiðslu um fjárlögin á Alþingi síðastliðinn laugardag. A sama tíma hefði hann verið auglýstur við að lesa upp úr nýútkominni bók sinni í veitingastaðnum Gráa kettinum. Steingrímur sagði að 4 þingmenn hefðu verið fjarver- andi, tveir með leyfi en auk for- sætisráðherra hefði Arni Johnsen verið fjarverandi í Ieyfisleysi við að hlýða á svítu sína á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Steingrímur vitnaði í þingskap- arlög um það að þingmönnum beri að tilkynna forseta um for- föll og meti hann síðan nauðsyn- ina á fjarvist. Þá segir einnig að þingmanni beri skylda til að vera viðstaddur og taka þátt í at- kvæðagreiðslu nema að hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi. Davíð Oddsson fór í ræðustól og sagði: „Það er sjálfsagt að halda mér við aga í þingsalnum ef það verður megin regla að Davíð Oddsson á blaðamannafundi þegar bók hans var kynnt. mynd: þök þannig verði fylgst með öðrum mönnum. Eg veit að háttvirtur þingmaður er eins og grár köttur í ræðustól að öllu jöfnu en ég skal svo sannarlega halda mér við aga ef það verður gert það sama við aðra menn.“ Steingrímur var ekki hrifinn af svari forsætisráðherra og benti á að margir þingmenn hefðu orðið að gera breytingar á sínum hög- um til að geta verið viðstaddir at- kvæðagreiðsluna um fjárlög á laugardaginn. „Eg leyfi mér að segja að það sé í hæsta máta óviðeigandi að sjálfur forsætisráðherra skuli sýna þinginu og þingræðinu og ekki síður sinni eigin rfkisstjórn og fjárlagafrumvarpi hennar svona framkomu. Að láta þjóðina horfa upp á það að hann taki það fram yfir að lesa upp úr smá- sagnasafni sínu á einhverjum Gráum ketti hér út í bæ og vera ekki viðstaddur fjárlagafrum- varpið...“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Frekari umræður áttu sér ekki stað um málið. -S.DÓR Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Söluhæstu bækumar Hér á eftir fer Iisti yfir söluhæstu bækurnar hjá nokkrum bóka- verslunum og höfunda þeirra: Pennion - Eymiuidsson: 1. Fótspor á himnum/Einar Már Guðmundsson. 2. Bert og baðstrandagellurn- ar/Sören Olsson og Anders Jacobsson. 3. Englajól/Guðrún Helgadótt- ir. 4. Einar Benediktsson/Guðjón Friðriksson. 5. Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar/Davíð Oddsson. 6. Kínverskir skuggar/Oddný Sen. 7. Það var rosalegt/Sigurdór Sigurdórsson. 8. Everest/Hörður Magnússon. 9. Margt býr í myrkrinu/Þor- grímur Þráinsson. 10. Sálumessa syndara/Ingólfur Margeirsson. Hagkaup: 1. Veislubók Hagkaups. 2. Kökubók Hagkaups. 3. Bert og baðstrandagellurn ar/Sören Olsson ogAnders Jacobsson. 4. Það var rosalegt/Sigurdór Sigurdórsson. 5. Útkall TF-LÍF/Óttar Sveinsson. 6. Stafakarlarnir/Bergljót Arn alds. 7 Ostalyst/Dómhildur A. Sig fúsdóttir. 8. Gott hjá þér Svanur/Sören Olsson og Anders Jacobs- son. 9 Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar/Davíð Oddsson. 10. Sálumessa syndara/Ingólfur Margeirsson. Bókabúð Brynjars, Sauðár- króki: 1 Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar/Davíð Oddsson. 2. Það var rosalegt/Sigurdór Sigurdórsson. 3. Skagfirsk skemmtiljóð/Bjarni Stefán Konráðsson. 4. Bert og baðstrandagellurn- ar/Sören Olsson og Anders Jacobsson. 5. Fótspor á himnum/Einar Már Guðmundsson. 6. Englajól/Guðrún Helgadótt- ir. 7. Margt býr í myrkrinu/Þor- grímur Þráinsson. 8. Sálumessa syndara/Ingólfur Margeirsson. 9. Af ráðnum hug/Danielle Steel. 10. Blóðmáni/Alistair Macneill. Tölvutæki - Bókval, Akur- eyri: 1. Bert og baðstrandagellurn- ar/Sören Olsson og Anders Jacobsson. 2. Sundur og saman/Helgi Jónsson. 3. Englajól/Guðrún Helgadótt- ir. 4. Latibær í vandræðum 1/Magnús Scheving. 5. Gott hjá þér Svanur/Sören Olsson og Anders Jacobsson. 6. Gæsahúð/Helgi Jónsson. 7. Latibær í vandræðum 2/Magnús Scheving. 8. Bakkabræður/Þjóðsögur. 9. Sögurnar hans afa/Stefán Júlíusson. 10. Dýrin okkar/Hljóðbók. Ath. Ekki náðist að vittna hókalista frá Máli og tnenningu i gær vegna raf- magnleysis ífyrirtækinu ífyrrinótt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.