Dagur - 19.12.1997, Síða 7
FÖSTVDAGVR 19. DESEMBER 1997 - 7
ÞJÓÐMÁL
Framsókn til framfara
auknum mannfjölda. Skýrasta
dæmið um slíkt er tvfmælalaust
Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið.
Ekki Ieikur nokkur vafi á að
ákvörðun um til dæmis stóriðju
á Reyðarfirði, olíuhreinsistöð í
Skagafirði og aðrar slfkar
ákvarðanir geta ráðið þar úrslit-
um hvað varðar atvinnuöryggi
skattar lækka, skuldir rfkisins
fara minnkandi í fyrsta sinn í
langan tíma og þannig má áfram
telja. A miðstjórnarfundinum
kom fram eindregin ánægja með
þessa breytingu á undirstöðu-
þáttum efnahagslífs okkar.
Fundarmenn létu mjög í ljósi
þá trú sína að á sfðari hluta kjör-
segir það líklega sitt um viðhorf
flokksmanna að fundurinn kaus
9 einstaklinga í landsstjórn
flokksins. Af þeim voru 5 karl-
menn og 4 konur. Jafnari getur
skipting á milli kynja vart orðið.
Flokkurinn sýndi vilja sinn í
verki til þess að efla jafnrétti
milli kynja.
yrðu sambærileg við það sem
best tíðkast innan ríkja OECD.
Þá var það lagt til að skattalög-
um yrði breytt á þann veg að fyr-
irtæki sæju sér hag í því að fjár-
festa f rannsóknum og eftir-
menntun.
Sjávarútvegsmál
A miðstjórnarfundinum kom
fram að hópur þingmanna hefur
unnið að því frá síðasta flokks-
þingi að ræða við fulltrúa ólíkra
aðila, tengdum sjávarútvegi.
Formaður flokksins benti á í
setningarræðu sinni að nokkur
skref hafa verið stigin í þá átt að
svara gagnrýni á núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi. Meðal
annars hafa verið lögð fram lög
sem setja hámark á aflahlutdeild
einstakra aðila í sjávarútvegi. Þá
lýsti formaðurinn því yfir að ekki
ætti að verða erfitt að ná sátt um
þann þátt, sem harðastur er
gagnrýndur í fiskveiðistjórnun-
arkerfinu, þ.e.a.s. að takmarka
framsal veiðiheimilda. Mið-
stjórnarfundurinn samþykkti f
raun að í byrjun næsta árs
kynnti sjávarútvegshópur þing-
manna niðurstöður af verki sínu
en fram kom að tillögur í 15 lið-
um liggja á borðum hópsins.
Sóknarfæri fyrir frjálslynt
fólk
Þau mál, er hér hafa verið reif-
uð, tóku mest rými á miðstjórn-
arfundinum. Ymis önnur mál
bar vissulega á góma þó þau
skuli ekki rakin hér frekar. At-
hygli vekur, miðað við aðra
flokka, hversu málefnaleg og
hispurslaus umræða fór fram á
miðstjórnarfundinum um alla
þessa málaflokka. I stjórnmálaá-
lyktun fundarins var brugðist
við þeim athugasemdum sem
fram höfðu komið og var álykt-
unin samþykkt með öllum at-
kvæðum. Þetta merkir með öðr-
um orðum að Framsóknarflokk-
urinn fór í gegnum harða um-
ræðu um ýmis af stórmálum ís-
lenskra stjórnmála og komst að
sameiginlegri niðurstöðu. Eg
trúi ekki öðru en frjálslynt fólk,
sem áhuga hefur á stjórnmál-
um, geti fundið sér farveg til að
starfa að þessum stóru málum.
Til þess starfar Framsóknar-
flokkurinn sem stjórnmálaafl.
Nýlega hélt Framsóknarflokkur-
inn aðalfund miðstjórnar sinnar.
I sjálfu sér er það ekki í frásögur
færandi, hér er um reglulegan
atburð að ræða á tveggja ára
fresti. Flokksmenn hittast til
þess að meta stöðu flokksins í
ljósi samþykkta frá síðasta
flokksþingi og athuga hver kúrs-
inn er. Hátt í 200 manns sátu
fundinn og óhætt er að segja að
umræður hafi orðið Iíflegar.
Meginþema fundarins var
byggðastefnan en vissulega var
drepið á fjölmörg önnur mál.
Byggöakjamar - vaxtasvæði
Þrátt fyrir harða viðleitni síð-
ustu áratuga til að verja byggðir
landsins hefur mikil byggðaþró-
un átt sér stað. Athygli vakti sú
niðurstaða í könnun að ástæða
byggðaflutninga er ekki síst sú
að fólk leitar til þéttbýlisstaða í
því skyni að eiga þess kost að
stunda menningu, listir og aðrar
tómstundir sem auðga andann.
Sú spurning hlýtur að vakna
hvað stjórnvöld geta gert og
hvort þau geta á nokkurn hátt
brugðist við þessum þætti.
Vinnuhópi úr þingflokknum
var falið að halda áfram vinnu
sinni við mótun byggðastefnu.
Segja má að sú lína hafi verið
dregin að rökrétt svar sé að ein-
blína á fáa en sterka byggða-
kjarna um landið sem verði mót-
vægi við höfuðborgarsvæðið,
taki við fólki, veiti þjónustu og
styrki bakland sitt á enn stærra
svæði t.d. 50-100 km. radíus.
Segja má að í rauninni ætti slík
ákvörðun ekki að vera svo snúin
enda mótast hún af atvinnuhátt-
um og náttúrulegum skilyrðum.
í kjölfarið þarf að taka ýmsar
pólitískar ákvarðanir svo sem
um samgöngumál, upplýsinga-
hraðbrautina, velferðarkerfið og
menntamál og síðast en ekki síst
menninguna sem ætti að spretta
upp í fjölbreytileika sínum með
„Bjartsýni og uppgangur einkennir efnahagslífid í stað þeirrar kyrrstöðu og svartsýni sem þar ríkti fyrir rúmum tveimur árum,"
segir Hjálmar m.a. f grein sinni.
og fjölbreytileika í atvinnu. Slík-
um vinnustöðum fylgir ásókn
menntaðs fólks á öllum sviðum
og breyting frá einhæfum at-
vinnuþáttum. Með traust at-
vinnulíf að leiðarljósi, styrkt
vönduðu velferðar- og mennta-
kerfi ætti að þrífast blómlegt og
fjörugt tómstundalíf.
Kúvending í efnahagslífi
Ekki Ieikur nokkur vafi á því að
á síðastliðnum tveimur árum
hefur orðið kúvending í efna-
hagslífi þjóðarinnar. Bjartsýni og
uppgangur einkennir efnahags-
lífið í stað þeirrar kyrrstöðu og
svartsýni sem þar ríkti fyrir rúm-
um tveimur árum. Atvinnuleysið
er á hröðu undanhaldi, vextir
fara lækkandi, kaupmáttur mun
vaxa um rúm 20% til aldamóta,
tímabilsins yrði áfram haldið á
sömu braut þannig að góðærið
skilaði sér til þjóðarinnar allrar.
Þess vegna er mikilvægt að
halda markvissum vinnubrögð-
um og láta skammtímasjónar-
mið víkja fyrir langtímahags-
munum þjóðarinnar. Gott dæmi
um þetta er sú ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að tengja ellilífeyri
launavísitölunni - sjálfsagt og
eðlilegt mál.
Jafniéttismál og velferðar-
kerfið
A síðasta flokksþingi samþykkti
Framsóknarflokkurinn metnað-
arfulla jafnréttisáætlun þar sem
stigið er djarft skref til að tryggja
jafnræði kynjanna á öllum svið-
um. Á miðstjórnarfundinum bar
jafnréttismál töluvert á góma og
Menntamálahópur flokksins
reifaði tíllögur á miðstjórnar-
fundinum um að hækkað
menntastig þjóðarinnar væri
Iykill að efnahagslegri sem and-
legri vellíðan þjóðarinnar. Mikil-
vægt væri að rífa þá umræðu úr
þeirri stöðnun sem einkennt
hefur hana að undanförnu - ein-
kenni sem birtast helst í því að
ábendingum um að peninga
vanti. Minna hefur verið um að-
gerðir þó vissulega hafi verið
stigin mikilvæg skref á þessu
kjörtímabili, svo sem við ein-
setningu grunnskóla, lagfæringu
á lögum um Iánasjóðinn og svo
framvegis. Lagt var til að fram-
lög hins opinbera til mennta-
mála, skilgreind sem hlutfall af
vergri þjóðarframleiðslu, yrðu á
fimm árum aukin þannig að þau
Meirafé til meimtamála
ÞORSTEINN
ÓLAFSSON
FYRRVERANDI KENNARI
SKRIFAR
Gæfa og gengi þjóðarinnar bygg-
ist fyrst og fremst á því hvernig
við stöndum að verki í mennta-
og heilbrigðismálum. Fjárfram-
lög til tveggja málaflokka þurfa
að aukast.
I hörðum heimi vaxandi sam-
keppni veltur framtíð komandi
kynslóða mikið á þvf hvernig til
tekst með menntun fólksins.
Mannsævin er sem betur fer að
lengjast. Það kallar á meiri
kostnað við hjúkrun og læknis-
hjálp. Tækni og þekkingu fleygir
ört fram. Læknar eru nú færir
um að gera ótrúlega flóknar að-
gerðir til bjargar sjúklingum og
alltaf eru að koma á markað ný
og dýr lyf. Ef við viljum að hér
ríki fyrirmyndar velferðarþjóðfé-
lag, þá er óhjákvæmilegt að stór-
auka útgjöld til heilbrigðismála.
En hvernig standa skal undir
fyrsta flold<.s velferð og mennt-
un, íyrir fámenna þjóð, er þraut-
in þyngri.
Að sjálfsögðu þarf að kapp-
kosta að efla atvinnuvegi lands-
ins. Þróttmikið, fjölbreytt at-
vinnulíf og góður hagvöxtur eyk-
ur tekjur hins opinbera. En það
dugar ekki til. Nr. eitt er að gera
allt sem hægt er til að uppræta
skattsvik. Það virðist hægara
sagt en gert. Getur ekki verið að
hinn sífelldi söngur gegn bein-
um sköttum sé ein af orsökum
skattsvika? Vegna þessa söngs
finnst mörgum að undanskot frá
löglegum gjöldum sé ekki stór
glæpur og hafa því betri sam-
visku en ella.
Þegar ég var að taka til í plögg-
um mínum fyrir nokkru, rakst ég
á hugleiðingu um skattsvik,
í öðru lagi hefur þaö
slæm áhrif á marga
að horfa upp á ná-
granna sína lifa
miklu lúxuslífi en
horga sáralítið í opin-
her gjöld.
(dagsett 14.12.1987) en aldrei
birt opinberlega. Þar er horft á
þessi mál frá öðru sjónarhorni
en venja er. Eg ætla að Iáta
flakka niðurlag þessarar 10 ára
gömlu greinar:
Rökstuðningurinn fyrir nauð-
syn þess að koma í veg fyrir
skattsvik finnst mér of einhliða,
andlegi þátturinn er sjaldnast
nefndur. Eg ætla hér að nefna
þrjár ástæður fyrir nauðsyn þess
að uppræta skattsvik.
I fyrsta lagi myndi koma í rík-
iskassann stór fjárfúlga sem
verja mætti til margra góðra
verka.
í öðru Iagi hefur það slæm
áhrif á marga að horfa upp á ná-
granna sína lifa miklu lúxuslífi
en borga sáralítið í opinber
gjöld. Sumir fyllast réttlátri reiði
yfir þessum mikla ójöfnuði og
óréttlæti, aðrir verða öfundsjúk-
ir. Með öðrum orðum, þetta
veldur neikvæðum tilfinningum
og verri lfðan hjá áhorfendum
skattsvika.
í þriðja lagi vil ég nefna
skattsvikarana sjálfa. Þeirra
sjálfra vegna er brýnast að skatt-
svik verði með öllu aflögð. Skatt-
svik er eins og hvert annað af-
brot, sem menn bera innra með
sér og veldur sífellt verri líðan
eftir því sem árunum fjölgar og
samviskubitið fer að segja meira
til sín. Það má vel vera að menn
hafi ekki svo miklar áhyggjur af
undanskoti frá skatti um leið og
verknaðurinn er framinn og
sumir gera það að lítt athuguðu
máli. Margir eru því miður of
skammsýnir, horfa ekki nóg
fram á veginn. En sannið til,
samviskan á eftir að segja til sín,
þó síðar verði. Engin byrði í ell-
inni er þyngri en slæm samviska.
Ef tekst að halda uppi blóm-
legu atvinnulífi og draga veru-
lega úr skattsvikum, þá má vera
að koniast rnegi hjá hækkun
skatta. Ymislegt þarf vafalaust
að færa til og lagfæra innan
skattakerfisins. En á heildina lit-
ið skulum við forðast að lækka
beina skatta, frekar í hina áttina.