Dagur - 20.12.1997, Side 11

Dagur - 20.12.1997, Side 11
LAUGARDAGUR 20.DESEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Með vísmdin í vasanum Bandarísk þingnefnd birti á íiinmtiidagiim þúsundir blaðsíðna af leyniskjölum frá tób- aksframleiðendum í Bandaríkjunum. Þeir eru meðal annars bréf og minnismiða sem sýna hvernig Iögfræðingar þeirra hafa áratug- um saman varið milljónum doll- ara til að fá vinveitta vísinda- menn til að bera vitni við réttar- höld og dreifa athyglinni frá þeim hættum sem fylgja reyking- um. Skjölin afhjúpa ekki beinlínis neitt sem elcki var vitað áður í stórum dráttum, en þau leiða í ljós greinilegt langtíma munstur í „viðleitni tóbaksiðnaðarins til að finna vísindamenn sem eru reiðubúnir til að grafa undan þeirri hugmynd að reykingar séu hættulegar, og afvegaleiða al- menning," segir Henry A. Wax- mann, þingmaður Repúblikana- flokksins. Leyniskjölin eru frá fjórum áratugum, og er einkum um að ræða bréfaskipti milli lögfræð- inga tóbaksfyrirtækjanna þar sem þeir Ieita leiða til að hafa áhrif á niðurstöður rannsókna á reykingum og reykingavenjum ungs fólks, og velta fyrir sér þeim lagalegu og stjórnmálalegu gryfj- um sem forðast þyrfti í tengslum við það. „Vinveittir“ vísmdamenn I Ijós kemur að tóbaksiðnaður- inn hefur fjármagnað rannsóknir „vinveittra" vísindamanna og jafnvel staðið straum af fram- færslu þeirra um lengri eða skemmri tíma. Sem dæmi má nefna að sam- kvæmt minnisnótu frá 1967 lagði einn lögfæðinga tóbaksiðn- aðarins til að efnt verði til rann- sókna sem sýni fram á að reyk- ingar séu góðar „fyrir marga“, og megi nota niðurstöðurnar sem „vísindalega staðfesta afvega- leiðslu" til að draga úr áhyggjum almennings. Lögfræðingurinn skýrði frá því að ákveðinn „sér- valinn" vísindamaður væri til í að skrifa greinar í tímarit og koma fram í sjónvarpi án þess að nefna „sína eigin skoðun“, sem væri sú að reykingar valdi sumum teg- undum krabbameins og hjarta- sjúkdóma. Annað minnisblað frá 1967 sýnir hvaða áherslu tóbaksiðnað- urinn lagði á að ná til ungs fólks. Lögfræðingar eins fyrirtækisins voru að velta fyrir sér að nota „æskulýðshetjur“ á borð við sjón- varpshljómsveitina vinsælu The Monkees og fræga íþróttamenn til að koma fram í sjónvarpsaug- lýsingum. Fallið var frá því vegna þess að talið var að andstæðing- ar tóbaksiðnaðarins gætu reynt að nota slíkar auglýsingar til að koma höggi á tóbaksframleiðsl- una. „Það gætu sem sagt orðið boomerang-áhrif,“ sagði einn þeirra sem kom að umfjöllun málsins. „Sýnir að fyrirtækjimiun er ekki treystandi í skýrslu frá 1983 var lagt til að tóbaksframleiðendur legðu til fjármagn til stofnunar baráttu- samtaka fyrir réttindum reyk- ingafólks, og í minnisblaði frá 1990 var rætt um sérstakt verk- efni sem „beinir athyglinni að ýmsum einkennum barna áður en þau taka ákvörðun um hvort þau eigi að byrja að reykja eða ekki.“ I minnisblaði frá sjöunda ára- tugnum er fjallað um kannanir á sjónvarpsáhorfi, en þá höfðu framleiðendur nýlega samþykkt að draga úr sjónvarpsauglýsing- um með þáttum þar sem börn og unglingar eru meira en 45% áhorfenda. Tóbaksframleiðend- urnir voru búnir að komast að því að þeir gætu staðið við þetta Ioforð sitt en samt náð til áhorf- enda á besta sjónvarpstíma þeg- ar áhorf barna og unglinga er 39% Tóbaksframleiðendur hafa í lengstu lög reynt að koma í veg fyrir birtingu skjalanna, en eftir að þau voru birt almenningi á fimmtudag sagði Bruce Reed, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í innanríkismálum, að „þessi skjöl staðfesti að þörf sé fyrir víð- tæka tóbakslöggjöf" og nokkrir þingmenn sögðu þessar nýju upplýsingar fyrst og fremst sanna það að alls ekki sé hægt að treysta framleiðendum. Vilja sátt um framtíðar- stefnu Tóbaksfyrirtækin neita að ræða einstök skjöl í safninu, en hvöttu þingið til að hrinda í framkvæmd samkomulagi stjórnarinnar og tóbaksframleiðenda og báðu Bandaríkjamenn um að „læra af atburðum fortíðarinnar, en ekki vera með þá á heilanum, og við- urkenna gildi þess“ að ná fram sátt um framtíðarstefnu meðal þjóðarinnar. Samkomulagið sem gert var í sumar felur í sér að tóbaksfram- leiðendur greiði tæpa 370 millj- arða dollara gegn því að fallið verði frá málaferlum gegn þeim vegna þess skaða sem tóbaks- reykingar hafa valdið. Þá kveður samkomulagið á um að mikið verði dregið úr tóbaksauglýsing- um. I yfirlýsingu tóbaksframleið- endanna segir að þessar greiðsl- ur og þær takmarkanir sem sam- komulagið setur á starfsemi tób- aksfyrirtækja væru brot á banda- rísku stjórnarskránni ef þær væru lagðar á „einhliða af ríkis- stjórninni" þess vegna væri ekki hægt að ná þeim fram „nema með samkomulagi sem fyrirtæk- in fallast á.“ Þá segir í yfirlýsingunni að það ætti ekki að koma neinum á óvart „þótt tóbaksfyrirtæki hafi þurft á ráðgjöf lögfræðinga að halda og leitað eftir henni.“ Richard Daynard, prófessor í lögfræði i Boston, sagði hins veg- ar að þessi skjöl sýndu „að þessir náungar vissu í aðalatriðum strax á sjötta áratug aldarinnar að framleiðsla þeirra yrði við- skiptavinum þeirra að bana. Allt sem þeir voru að gera miðaðist að því að hámarka söluna og gróðann þrátt fyrir það.“ -The Washington Post og Los Angeles Times HEIMURINN Sigraði í íjörðu tilraun SUÐUR-KÓREA - Kim Dae-jung, sem verið hefur einn ákafasti tals- maður stjórnarandstöðunnar um áratuga skeið, bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Suður-Kóreu á fimmtudag. Þetta er í fjórða sinn sem hann býður sig fram til forseta, og jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem frjálsar kosningar valda stjórnarskiptum í landinu. 1 gær hét hann því að koma á efnahagsumbótum í Iandinu, og vinna náið með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til þess að vinna bug á efnahagskreppunni sem nú ríkir þar. ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurmálun á fasteignum ÍTR og Borgarbókasafna. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000,-. Opnun tilboða: fimmtud. 15. janúar 1998, kl. 11:00 á sama stað. bgd142/7 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í endurmálun í leikskólum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000,-. Opnun tilboða: fimmtud. 15. janúar 1998, kl. 14:00 á sama stað. bgd 143/7 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í endurmálun í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000,-. Opnun tilboða: þriðjud. 20. janúar 1998, kl. 11:00 á sama stað. bgd 144/7 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í nýbyggingu og viðgerðir á Háteigsskóla. Helstu magntölur eru: Steypumót: 3.700 m2 Steinsteypa: 700 m3 Þakpappalögn: 1.850 m2 Utanhússklæðningar: 1.120 m! Viðgerðir á steyptum útveggjum: 570 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skila- tryggingu. Opnun tilboða: þriðjud. 20. janúar 1998, kl. 14:00 á sama stað. bgd 145/7 HFfl innkaupastofnun RHYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 • 121 Reykjavfk Sími 552 5800 Bréfsfmi 562 2620 Netfang: isr@rvk.is AÐALGEIR ÓLAFUR JÓNSSON frá Hóium, Eiðsvallagötu 9, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 22. desember kl. 13.30. Systkinabörn og aðrir vandamenn. Bróðir okkar, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, tæknifræðingur, til heimilis að Slátervegen 3, Kristianstad, Svíþjóð, lést þann 5. þessa mánaðar. Jarðarförin hefur farið fram. Klara, Guðjón, Guðrún og Gyða Guðmundsbörn. Þökkum öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, BJÖRGVINS JÓNSSONAR, Hlíðarvegi 2, Kópavogi. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Ólína Þorleifsdóttir, Hansína Ásta Björgvinsdóttir, Ingvi Þorkelsson, Þorleifur Björgvinsson, Inga Anna Pétursdóttir, Jón Björgvin Björgvinsson, Halldóra Oddsdóttir, Eyþór Björgvinsson, Ágústa Benný Herbertsdóttir, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Stefán Baldursson, Elín Ebba Björgvinsdóttir, Sigurður St. Jörundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.