Dagur - 22.01.1998, Qupperneq 10

Dagur - 22.01.1998, Qupperneq 10
10- FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 ÞJÓÐMÁL T>gpu- Rokþrota iiiinnililuti tj allar um emkavæðingu öryggis „Ef eftirlit á að vera virkt verða menn að vera i persónulegum tengslum við þá sem verkið vinna og ábyrgðina bera," segir Sveinbjörn m.a. í grein sinni. SVEINBJORJV GUÐMUNDS- SON FYRRVERANDI UMDÆMISEFTIRLITS- MAÐUR Á AUSTUftLANDI SKRIFAR Undirritaður skrifaði grein í Dag í síðasta mánuði þar sem sam- viskusamlega var lýst því ástandi sem ríkt hefur í rafmagnseftir- litsmálum hér á landi um nokk- urra ára bil. Margt var þó látið ósagt í greininni, er þá m.a. átt við hin hæpnu og allt að því sak- hæfu vinnubrögð, þegar hug- myndasmiðum stjórnvalda var gefið sjálfdæmi um að leggja í rúst Rafmagnseftirlit ríkisins, RER, og alla þá uppbyggingu er þar hafði verið unnin um ára- tuga skeið. Það er ljóst að stórmál sem þetta verður ekki leyst eða út- skýrt til hlítar með blaðaskifum, enda verður nú innan tíðar að gera marktæka úttekt óhlut- drægra manna á þeim þætti ör- yggismála er lýtur að rafmagns- öryggismálum í landinu. Fara verður ofan í samskipti eldri mála auk þess hvað hugsanlega hefur áunnist síðan skoðunar- stofur tóku við eftirliti, með hvaða hætti þessar róttæku breytingar bar að og hvernig skipað hefur verið f yfirstjórn og ráðgjafanefndir auk annars sem þykir vægast sagt tortryggilegt en Iítt hefur verið rætt opinberlega. Vanjekking og útúrsnúningar Tilefni þess að ég kveð mér hér enn hljóðs er grein í Degi hinn 3. janúar sl. Þar andmælir sá mæti maður, Asgrímur Jónasson iðn- skólakennari með meiru, nær öllu því sem ég segi í minni fyrri grein. Ásgrfmur skrifar mjög Iipr- an stíl. Sjálfum finnst mér hann þó skrifa af mikilli vanþekkingu og stundum með viljandi útúr- snúningi og með lítilsvirðingu fyrir rafmagnseftirlitsmönnum og jafnvel rafverktökum einnig. Telur hann að samræming og samvinna hafi áður verið f lág- marki enda menn tvístraðir um landið og vissu þar e.t.v. ekki hverjir um aðra. Þetta eru svo rangar og rætnar fullyrðingar að við svo búið verður ekki látið sitja. Þetta er áburður sem ekki er hægt að svara í stuttri blaða- grein en verður tekið upp á öðr- um vettvangi. Eða eins og eldri starfsfélagar mínir hafa sagt: „Við látum ekki níða af okkur æruna á þennan hátt eftir trú- verðugt ævistarf.“ I grein A.J. er talað í hæðnis- tón um að hafa eftirlit með tenglum og ísskápum. Nær hefði verið að minnast á háspennu- virki af ýmsum stærðum og gerð- um, atvinnufyrirtæki, t.d. skóla, fiskiðjuver, hótel og fleira vítt um land, sem enginn veit hvern- ig ástatt er um, a.m.k. hefur ekki farið fram úttekt eða skoðanir á nefndum stöðum svo menn viti. Kannski vita tryggingafélögin betur? Þar sem Asgrímur er eigandi og framkvæmdastjóri skoðunar- stofunnar Rafskoðunar ehf., sem er önnur af tveimur „stofum" sem enn starfa í landinu, reynir hann auðvitað að gera þeirra hlut góðan. Verra er þegar hann telur það móðgun við rafverk- taka að haldið skuli uppi eftirliti og úttekt á verkum þeirra! Nú eru að því er mér skilst A.J. og hans „stofa" með endurskoðun á rafteikningum fyrir Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Er hann þá að misbjóða eða tortryggja arki- tekta, verkfræðinga og aðra er umhverfisráðuneytið faggildir? Meðal annarra orða, er það þá í anda laganna að sami aðili geri nú athugasemdir við teikningar af verkum sem hann síðan tekur út? Fyrir rúmu ári sendu á átt- unda tug rafverktaka mjög harð- orð mótmæli til iðnaðarnefndar Alþingis, iðnaðarráðherra, auk þingmanna, þar sem skorað er á þingið að fara ekki með raf- magnseftirlitið út á þessa svo- kölluðu einkavæðingarbraut. Sér i lagi þar sem menn höfðu þá fengið af þessu 3ja ára hörmu- Iega reynslu. Menn voru ekki virtir viðlits, hvað þá meira. Jafn- vel „týndust" áríðandi gögn í fór- um manna. Nýlega birtist f Ijölmiðlum yf- irlýsing frá LÍR (Landssamtök- um rafverktaka) þar sem lýst er yfir að verktakar séu mjög sáttir við þetta einkastofu-fyrirkomu- lag. Nokkrir stjórnarmenn LÍR heyrðu þessa tilkynningu fyrst í útvarpi og urðu að vonum æfir. Enda höfðu þessir sömu menn skrifað undir áðurnefnda áskor- un. Hér verða rafverktakar að sjálfsögðu að svara fyrir sig en það mál verður fyrst að fá um- fjöllun annarsstaðar en á opin- berum vettvangi. Kannski er þennan rökþrota minnihluta sem A.J. talar úm að finna nær honum en hann grunar. Hér má upplýsa að deildir inn- an Sambands sveitarfélaga hafa sent frá sér mótmæli ásamt BSRB. Gjörningur þessi hefur verið ra'ddur á vettvangi VIS og hjá Samtökum ísl. tryggingarfé- laga, Samtökum slökkviliðs- stjóra, á fundum hjá Slysavarna- félagi Islands, Stéttarsambandi bænda og e.t.v. víðar. Kannski verða þessi samtök þá bara gerð rökþrota, eftir að Löggildingar- stofan hefur útskýrt málið. (sbr. orð Á.J.). Eftirlit á að vera virkt Auðvitað byggist öll fagvinna á traustum, faglegum vinnubrögð- um, sama í hverju er. Um þetta erum við Á.J. sammála sem báð- ir höfum kennt við iðnskóla um dagana, þótt ég Iéti af því starfi eftir að ég hóf störf hjá RER. Ef eftirlit á að vera virkt verða menn að vera í persónulegum tengslum við þá sem verkið Rafmagnsöryggismál í landinu, sem eru einn veigamesti ör- yggis- og brunavama- þáttur er iiieiin Jiekk ja, veröa aldrei leyst með því sjónarspili sem menn hafa fengiö aö kynnast sl. fjögur ár, þar sem gróða- sjónarmið fárra inaiiiia í Reykjavík eiga að ráða. vinna og ábyrgðina bera. Þarna unnu t.d. eftiríitsmenn rafveitna ómetanlega gott starf. Eg þekkti þessa menn flesta hverja og þeir- ra störf eftir áratuga samvinnu. Flestir hafa þessir menn hætt eftirlitsstörfum eftir að RER, sem óháður samstarfsaðili, varð að víkja fyrir STOFUNUM AÐ SUNNAN. Það er m.a. slitum á þessum tengslum sem verktakar o.fl. eru nú að mótmæla. Auk þess er ljóst að þar sem ríkja verður góð samvinna og traust milli manna þýðir ekki (sbr. skrif Á.J.) að þylja yfir þeim hótanir um brottrekstur og vanhæfni f starfi, refsipunkta og háðsglósur um að fara heim að læra betur. Þetta er ég viss um að stunda- kennarinn við Rafiðnaðarskól- ann, Ásgrímur Jónasson, veit manna best. Svo biðja þeir um Mð Mestur hluti minnar vinnu fólst í eftirliti með dreifikerfum raf- veitna (RARIK aðallega). Sífellt var verið á ferðinni enda svæðið frá Bakkaflóa til Hverageröis býsna stórt. Hér var verið að taka út ný verk, þar á meðal að mæla jarðskaut, miðla öðrum reynslu og kynna reglur. Veit ég að starfs- félagi minn sem búsettur var á Akureyri frá árinu 1977 og ann- aðist engu minna svæði en ég hafði sömu reynslu. Hér var ver- ið að vinna hrein löggæslustörf þar sem byggja varð á gagn- kvæmu trausti manna á milli. Þessu verður aldrei breytt í neitt annað, ef árangur á að nást. A.J. hættir sér út í umræður um kostnað og samanburð fyrr og nú. Það hafa áður verið birtar kostnaðartölur er sýna svimandi upphæðir sem rafveitur og aðrir hafa borgað fyrir viðskipti við skoðunarstofur. Ásgrímur segir að þar sem RARIK greiddi tæpa milljón fyrir viku heimsókn til Austurlands þá sé um að kenna klaufaskap. Menn völdu ekki réttu og ódýrustu stofuna. Ber þetta ekki keim af atvinnurógi í garð keppinautanna? Sannleikurinn er einfaldur. Rafmagnsöryggismál í landinu, sem eru einn veigamesti öryggis- og brunavarnaþáttur er menn þekkja, verða aldrei leyst með því sjónarspili sem menn hafa feng- ið að kynnast sl. fjögur ár, þar sem gróðasjónarmið fárra manna í Reykjavík eiga að ráða. Svo biðja þeir um frið. Látið okkur í friði. Iðnaðarráðherra segir m.a. að þeir séu að stíga fyrstu sporin og hafi bara starfað í eitt ár (síð- an 1993). Ja, „ill verður öll þeir- ra ganga,“ stendur einhversstað- ar. Eftirlit með rafkerfum og því er að rafmagnsnotkun Iýtur verð- ur alltaf einskonar löggæsla eins og aðrar slysa- og hrunavarnir, er menn þekkja sbr. Vinnueftirlit ríkisins og Brunamálastofnun. Þær stofnanir vinna þarft og ábyrgðarmikið starf, þar sem ver- ið er að draga úr hverskonar tjóni. Um þetta er þó ekki hægt að birta bein töluleg gildi fremur en um aðra wnnu sem lögð er af mörkum til öryggismála. Á þess- um sama grunni vann RER. Allt er má verða til að draga úr hætt- um hverskonar á að vera mönn- um heilagt. Svo mikið hefur reynslan kennt manni. Gleymum því heldur ekki að raforkukaup- endur halda áfram að greiða fyr- ir þá þjónustu er þeir áður höfðu en verða nú að kaupa dýru verði ef hún þá fæst. Löggildingarstof- an meira að segja gaf út bækling fyrir jólin, sem hefst á þeim sönnu aðvörunarorðum að raf- magnið sé mesti brunavaldur er menn eigi við að stríða. Þó þykir þeim besta ráðið að leggja niður þá stofnun er ötulast gekk fram í að halda uppi skipulegu eftirliti, samræmingu og gerð reglna að ógleymdri fræðslu og útgáfu- starfi. Samanburður á kostnaði Ef vikið er nánar að RER þá munu 26 manns hafa starfað þar þegar flest var. Um tíu menn unnu við bein eftirlitsstörf, þar af tveir deildarstjórar þ.e. há- spennu- og Iágspennudeildar og gengu þeir jafnan í eftirlitsstörf- in þegar því varð við komið. Einn úr þessum hópi sá nær eingöngu um úttektir og gamalskoðanir einkarafstöðva (til sveita). Þetta var mjög þarft verk enda.margur bóndinn þakklátur fyrir það óeig- ingjarna starf sem þar var unnið. Þessar stöðvar skiptu hundruð- um í landinu. Einn fræðslufull- trúi hafði starfað hjá RER um nokkurt skeið. Annað starfsfólk eða 16, sem skiptist milli raf- fangaprófunar, yfirstjórnar, sam- skiptamála við útlönd og al- mennrar skrifstofuvinnu. Árið 1993 mun heildarkostnaður RER frá ríkinu hafa verið rúmar 80 milljónir og fóru 40% til raf- fangaprófunar. Þessi deild innan RER mun af mörgum hafa verið mjög um- deild og því fór sem fór. Því má svo bæta við að 30 menn unnu við tengingar, eftirlit, gjaldskrá og notendaþjónustu hjá rafveit- um en hafa nú að miklu leyti lát- ið af.eftirlitsstörfum, enda á það víst að vera bannað hér eftir. Þá er víst fundin sú heilaga tala 40 sem mildð er vitnað til. Skoðun- arstofurnar, sem eru tvær þessa dagana, munu hafa á að skipa sjö eftirlitsmönnum. Kostnaður rík- isins til Löggildingarstofu sem tók við af RER er sagður fyrir sl. ár 131 milljón. Ég vil að lokum fullyrða að þeir starfsmenn Rafmagnseftir- lits ríkisins sem unnu að eftirlits- málum gerðu það af alúð, metn- aði og samviskusemi og hefur starf þeirra nokkurn árangur borið. Það er m.a. þess vegna sem menn ekki sætta sig við þær hnútur, sem f þá er kastað af alls ókunnugum mönnum. Þeir hinir sömu hafa a.m.k. ekki verið áberandi á vettvangi öryggismála hingað til svo eftir hafi verið tek- ið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.