Dagur - 07.02.1998, Síða 10

Dagur - 07.02.1998, Síða 10
26 - LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 IMgur LÍFIÐ í LANDINU Rita Hayworth i Gildu. Gilda var hættuleg kona og þvíþótti sígarettan hæfa henni. Eitt mesta skað- ræðiskvendi hvíta tjaldsins, Cruella de Viile, með munnstykki sem sýttdi að þar fðrkona sem lét engan stöðva sig. unni. Samblatid af kvcnleika og karl- mennsku, Mar- leneDietrich í jakkafötum og með sígarettu. Sharon Stone í Basic Instinct, rétt áður ett liún sýnirMichael Douglas að hún erekki í nær- buxum. Ein fræga ástar- sena kvikmynda- sögunnar. Paul Henreidermeð tværsígaretturí munnisínumog kveikiríþeim. Olivia de Haviil- attd lék tvíbura- systuríTheDark Mirror. Það er að sjáifsögðu vonda systirinsem heldurá sígarett- ' jungnakrabba 57 ára gamali 9 * " Varaforseti Bandaríkjanna AI Gore hefur gagnrýnt reykingar í kvikinyndum og forsetafrúin, Hilary Clinton, hefur sömu- leiðis lýst yfir áhyggjum sínum og furðar sig sérstaklega á því að Leonardo DiCaprio hafi keðjureykt í hlutverki Rómeós. Kannanir sýna að 80 prósent þeirra kvikmynda sem gerðar voru á árunum 1991 og 1996 sýndu aðalkarlleikarann með sígarettu í munni. Kvikmynda- mógúlar bregðast við gagnrýn- inni og heita því að draga úr reykingum á hvíta tjaldinu. Ekki eru allir jafn hrifnir af hugmyndinni og segja að A1 og Hilary væri nær að einbeita sér að því að bæta siðferðisþrek forsetans á kynlífssviðinu frem- ur en veitast að sígarettunni sem hefur gegnt margvíslegu hlutverki í kvikmyndum. Sígarettan er karlmennsku- tákn. Töffaramir reykja. Það á jafnt við um höfuðtöffarann, Humprey Bogart, uppreisnar- manninn Marlon Brando og taugaveiklaða töffarann, James Dean. Sígarettan er haldreipi undirmálsmannsins og undir- strikar taugabilun hans. Geof- frey Rush handlék sígarettuna snilldarlega í Shine og sú notk- un undirstrikaði svo ekki var um villst veilumar í karakter persónunnar. I Room with a View hélt Daniel Day Lewis á sígarettunni á þann hátt að enginn var í vafa um að þar var uppskafningur á fljúgandi ferð. Góðu stúlkurnar reykja ekki í kvikmyndum. Hver man eftir að hafa séð Doris Day grípa til sígarettunnar? Sígarettan var og er vörumerki tálkvendisins. Sharon Stone hélt á sígarettu þegar hún glennti út lærin fyrir Michael Douglas í Basic In- stinct og opinberaði fyrir hon- um og milljónum kvikmynda- húsgesta að hún var ekki í nær- buxum. Aratugum áður hafði Marlene Dietrich svifið um kvikmyndatjaldið í allri sinni dýrð og sígarettan var aldrei Ijarri. Dietrich var bisexual og sígarettunni var ætlað að und- irstrika hið kynferðislega frjáls- ræði hennar. Munnstykki Audrey Hepburn í Breakfast at Tiffanys gæddi persónu hennar glæsileika og gerði mönnum ljóst að þar færi kona sem óhrædd færi eigin leiðir. Julia Roberts keðjureykti í My Best Frien’s Wedding og það hæfði óþekkum og yfirspenntum karakter hennar vel. Munn- stykki Cruellu De Vil í teikni- mynd Disneys gerði persónu hennar hins vegar óhugnanlega og Cruella var yfirleitt umvaf- inn hrollvekjandi reykingaskýi. Rómantíkin blómstrar á hvíta tjaldinu þegar karlleikarinn kveikir í sígarettu fyrir kven- Ieikarann. Þegar Humphrey Bogart gaf Laureen Bacall eld í The Big Sleep varð sú athöfn á við djarfan ástarleik. Ein fræg- asta ástarsena allra tíma er Iokaatriði myndarinnar Now Voyager. Paul Henreid setur tvær sígarettur í munn sinn, kveikir í þeim báðum og réttir síðan aðra þeirra að Bette Dav- is sem setur hana í munn sér. Kvikmyndahúsgestir stóðu á öndinni af hrifningu. Það er ólíklegt að sígarettan sé að renna sitt skeið á enda á hvíta tjaldinu. Líklegt er þó að draga muni mjög úr notkun hennar. Kannski verður þróun- in á þann veg að skúrkarnir einir sjáist púa. Um leið er sigarettan orðin að illmennsku- tákni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.