Dagur - 07.02.1998, Síða 16
32 — LAUGARDAGUR 7. F E B R Ú A R 1998
Ðagur
LÍFIÐ í LANDINU
................... I.IHIII1.. . ——————
JÓHANNESARSPJALL ■
Konur ekki lengur
heilagar kyr
Konur eru sem
betur fer ekki
lengur heilagar
kýr á Islandi eins
og þær hafa ver-
ið í vissum skiln-
ingi undanfarinn
aldarfjórðung
eða svo. Á þess-
um tíma, eða allt
frá upphafi jafn-
réttisbaráttu rauðsokka, hefur
engum heilvita karlmanni dottið
í hug að sproksetja konur í ræðu
eða riti eða hafa uppi andóf
gegn stöðugum alhæfingum
þeirra um hið ömurlega karlkyn.
Málflutningur margra kvenna á
þessu tímabili hefur oftar en ekki
verið á þeim nótum að helsta
hlutverk og yndi karlmanna á
þessari jörð væri að gera konum
allan þann óskunda sem þeir
gætu. Ein kynslóð karlmanna
hefur mátt taka á sig vammir og
skammir og axla byrðamar af sví-
virðilegri framkomu karla við
konur sl. 10.000 ár eða svo. Við
erum karlrembusvínin og pung-
rotturnar sem hýrudrögum konur
á hárinu (en ekki asnaeyrunum) í
atvinnulífinu og njörfum þær nið-
ur í eldhúsinu. Við erum þrösk-
uldarnir og ljónin í vegi hinna
frjáisbomu kvenna og komum í
veg fyrir að þær fái að njóta sín
heima og heiman.
Þúsund ára misrétti
Það er kannski ekki furða þó
þorri karlmanna þjáist af sektar-
kennd á háu stigi. Enda náttúr-
lega ekkert smáræði að þurfa að
standa ábyrgir fyrir öllu misrétti
sem konur hafa verið beittar á
jörðinni í þúsundir ára.
Og enginn vinnandi vegur
hefur verið að losna við þessa
sektarkennd með því að tjá sig
um málið, lýsa skoðunum sínum
í þessum efnum í ræðu og riti,
því konur hafa verið heilagar
kýr, hinar ósnertanlegu. Og því
miður hafa margir karlar sem
tregt hefur verið tungu að
hræra, brugðist við með því að
snerta konur með hnúum og
hnefum á heimilinu. Slíkt er
auðvitað síðasta úrræði hinna
getulausu og er ófyrirgefanlegt.
Fótakefli kvernia
Á þessum tíma hafa konur vaðið
fram sem boðberar jafnréttis og
réttlætis, undir gunnfánum hins
eina sannleika, vammi firrtar en
undirokaðar af þrælahöldurum
allra tíma, karlmönnum. Og
karlar hafa setið undir áróðrin-
um hnípnir og þögulir. Einstaka
maður hefur maldað í móinn,
auðvitað viðurkennt ríkjandi
misrétti, en einnig sagt sem svo
að hugsanlega væri konum hollt
að líta í eigin barm, e.t.v. væri
það undir þeim sjálfum komið
að hluta hvernig komið væri
þeirra persónulegu og þjóðfé-
Iagslegu högum.
Og nú stendur hrópandinn
ekki Iengur einn í eyðimörkinni.
Kórinn er orðinn margradda og
ekki hreinræktaður karlakór,
heldur blandaður og hann syng-
ur lagið: Konur eru fótakefli
kvenna.
Konuin verstar
Konur eru sem sé konum verst-
ar. Konur kjósa ekki konur. Ef
svo væri þá væru jafnmargar
konur í sveitarstjórnum og á al-
þingi og karlmenn. Konur
treysta sem sé ekki konum til
ábyrgðarstarfa, þær standa ekki
saman. Af þeirri einföldu megin-
ástæðu að konur eiga það sam-
eiginlegt með karlmönnum að
þær eru ekki allar eins, hugsa
öðru vísi, hafa mismunandi
skoðanir á málum.
Konur hefðu líka, á sl. 25-30
árum, getað alið upp syni sína í
anda jafnréttis og innrætt þeim
kvenótta og góða siði. Fátt
bendir til að það hafi tekist og
hinir ungu synir kvenna, jafnvel
einstæðra kvenna, eru hugsan-
lega enn meiri karlrembusvín en
feður þeirra.
Kynstudningur?
Nýlega hefur verið mikil um-
ræða það misrétti sem konur
þurfa að búa við á sviði íþrótta
þar sem öllu fjármagni sé varið í
karlaíþróttir. Þetta er rétt. En
íþróttir karla eru margfalt vin-
sælli en íþróttir kvenna. Hvers-
vegna? Ekki endilega vegna þess
að karlar séu betri íþróttamenn,
heldur vegna þess að konur
koma ekki til að horfa á kynsyst-
ur sínar í íþróttum. Hversvegna
streyma konur ekki þúsundum
saman á landsleiki kvenna í
handbolta og fótbolta eins og
karlar gera þegar karlalandsliðin
eru að spila? Konur styðja sem
sé ekki konur í íþróttum frekar
en á öðrum sviðum, í menning-
arlífi eða pólitík.
Og þetta er ekkert undarlegt.
Það hefur aldrei verið nein
heildarsamstaða karlmanna í
þessu landi í nokkrum málum.
Og engin ástæða til að ætla að
slíkt gerist hjá konum. Það er
feillinn í allri umræðunni und-
anfarinn aldarfjórðung. Fólk
skiptist sem sé ekki endilega
fyrst og fremst í karla og konur.
Fólk er einstaklingar, Reykvík-
ingar, Akureyringar, frímúrarar,
íþróttafrík, sjómenn, læknar,
ríkt, fátækt. Fólk er sem sé mis-
munandi á fleiri vegu en kyn-
ferðslega.
Það er nú allt og sumt.
Jóhannes
Sigurjónsson
skrífar