Dagur - 07.02.1998, Page 17
LAUGARDAGVR 7. FF.BRÚAR 199 8- 33
LÍFIÐ í LANDINU
Skipulagður
fótbolti
„KSÍþarf að setja sér langtíma markmið til að ná betri árangri i alþjóðaknattspyrnu, “ segir Rolf R Ingvaldsen, sem er einn af mönnun-
um á bak við norska „knattspyrnuundrið". mynd: hilmar.
Norðmenn og íslend-
ingarvoru fyrir
nokkrum árum álíka
sterkirá knattspymu-
vellinum. Nú em
frændur vorir langtum
fremri. Ástæðan er
skipulögð vinna þjálf-
ara og leikmanna.
Rolf P. Ingvaldsen er norskur
prófessor í tauga- og íþróttasál-
fræði og einn af þjálfurum
knattspyrnustórveldisins Rosen-
borg. Dagur hitti Rolf að máli og
spurði hann fyrst hver væri lyk-
illinn að uppgangi norskra
íþróttamanna.
„Ef við snúum okkur að skíð-
unum fyrst þá er Ingimar Sten-
mark upphafspunktur þess
mikla skíðaáhuga sem nú er í
Noregi og víðar á Norðurlönd-
um. Stenmark var mjög fjölhæf-
ur og mikill íþróttamaður.
Skíðaþjálfarar í Noregi horfðu á
hvernig Stenmark gerði hlutina,
en tóku ekki eftir af hverju hann
gat gert þá. Ingimar Stenmark
var alhliða íþróttamaður, í mjög
góðu líkamlegu úthaldi, sérlega
lipur og hafði þann líkamlega
styrk sem til þurfti auk tækninn-
ar.
I dag hafa norskir þjálfarar
lært að greina vandamálin. Þeir
vita að það eru margir hlutir
sem þurfa að fara saman í
þjálfuninni. Þol, kraftur og lip-
urð eru grundvöllurinn sem þarf
þegar farið er að æfa tæknilegu
atriðin. Þegar þessir hlutir fóru
allir saman hjá norska skíðafólk-
inu skilaði það sér í Olympíu- og
heimsmeistaratitlum.“
Norska fótboltaundrið
Fyriri 10-15 árum síðan stóðu
íslenska og norska knattspyrnan
jafnfætis. Nú er himinn og haf á
milli. Norska landsliðið og Ros-
enborg eru skýrustu dæmi þess.
„Mikil uppbygging hefur átt
sér stað í norskri knattspyrnu.
Við fundum 10 efnilegustu og
bestu leikmenn landsins í hverri
stöðu. Þá höfðum við 110
norska leikmenn til að byggja á.
Þessir leikmenn voru vel á sig
komnir og þjálfaðir í öllum
grundvallaratriðum knattspyrn-
unnar. Hlaup með bolta, send-
ingar á ferð, móttaka bolta á
ferð, skot í skrefinu og öll þau
atriði sem prýða þurfa framúr-
skarandi knattspyrnumann voru
kjarninn í þjálfuninni. Lykilat-
riði hvers leikmanns er að geta
tekið á móti boltanum á hlaup-
um og kunna að vinna úr send-
ingunum.
Kjarninn í þessu starfi öllu var
og er vinnan með unglingana.
Það má passa sig á því að af-
skrifa ekki unga leikmenn of
snemma. Það er aldrei hægt að
segja til um það hvort Ieikmaður
verður góður eða ekki eftir tvær
til þrjár æfingar og leiki. Sumir
þurfa eitt eða jafnvel tvö tímabil
til að sanna sig. Um það eru
fjölmörg dæmi.“
Tveir góðir en ólíkir
þjálfarar
Velgengni norska landsliðsins og
stórveldisins Rosenborg er eink-
um tveim mönnum að þakka.
Það eru landsliðsþjálfarinn Egil
„Drillo" Olsen og fyrrum þjálfari
Rosenborg, Nils Arne Eggen.
„Egil Olsen þjálfaði landsliðið
og tók ekki mikla áhættu í Ieik
sínum. Hann byggir allt á varn-
arleik, sem ekki er skemmtilegt
fyrir áhorfendur. Liðið fær á sig
fá mörk en skorar líka lítið af
mörkum.
Nils Arne er alger andstæða
Drillo. Hann leggur ofuráherslu
á sóknarleikinn. Sóknin hefst
hjá markmanni og þaðan gengur
boltinn hratt fram í fremstu víg-
línu þar sem leikmenn reyna að
afgreiða hann í net andstæðing-
anna. Liðið skorar mikið en fær
að vísu frekar á sig mörk. Um
þetta snýst einfaldlega fótbolt-
inn og sé rétt á málum haldið
skilar þetta árangri. Samt er
kerfið þannig að einstaklings-
framtakið getur notið sín innan
þess. Þess vegna er árangur Ros-
enborg í Evrópukeppninni engin
tilviljun. Real Madrid fékk að
kynnast því.
Æfa sig í að skora mörk
Nils Arne þjálfar alla þættina
jafnhliða. Allar æfingar eru með
bolta. Leikmenn eru löngu
hættir tilgangslausum lang-
hlaupum á vegum úti. Styrkur,
úthald, knatttækni og leikskipu-
lag verða að haldast í hendur og
það næst best sé boltinn nýttur
á æfingum.
Hjá Rosenborg fer mikill tími
í að æfa sig í að sækja og skora
mörk. Þetta er gert á kerfis-
bundinn hátt en ekki með tilvilj-
unarkenndum sendingum. Hver
einasta hreyfing hvers einasta
Ieikmanns er þræl skipulögð.
Leikmennirnir \áta alltaf hver af
öðrum og hvað hver og einn á
að gera. Liðið vinnur sem heild.
Leikmennirnir eru ekki að gera
neitt annað en það sem þeir eru
búnir að gera hundrað sinnum á
æfingum. Þess vegna þarf ekki
stjörnuleikmenn í hverja stöðu
heldur góða og trausta leikmenn
sem geta unnið sarnan."
Iimárásm í England
Öll toppliðin í Englandi hafa
Norðmenn í Ieikmannahópum
sínum. Hvernig má þetta vera?
„Norskir knattspyrnumenn
eiga tiltölulega auðvelt með að
aðlaga sig enska fótboltanum.
Svo freistar England þeirra.
Miklir peningar eru í enska bolt-
anum og því eftirsóknarvert að
komast að hjá enskum liðum.
Þeir eru vel þjálfaðir, duglegir og
vinnusamir og því er gott að
hafa þá í liðum."
Nú er enski boltinn er mjög
ólíkur fótboltanum sem Rosen-
borg Ieikur og önnur norsk lið
eru að reyna að ná tökum á.
„Það er rétt. Ensku liðin leika
oft illa skipulagðan og tilvdljun-
arkenndan fótbolta. Þjálfararnir
gera lítið að |)ví að byggja leik-
menn sína upp. Þeir gera ráð
fyrir að þeir séu full þjálfaðir og
þeir geti lítið bætt sig. Þetta sést
best þegar norskir landsliðs-
menn, sem leika í Englandi,
koma í landsleiki. Þá eru þeir yf-
irleitt lakari en þegar þeir héldu
til Englands. Eg held að mikið
vanti upp á að enskir þjálfarar
séu nægilega vel menntaðir.
Þegar ensk lið lenda á móti vel
skipulögðum liðum eru þau í
vandræðum."
íslendinganýlenda í Noregi
Nánast er hægt er að tefla fram
heilu landsliði með leikmönnum
sem leika með norskum liðum.
Hvað er það í fari íslensku leik-
mannanna sem hrífur Norð-
menn?
„Þegar bestu norsku leik-
mennirnir fara í víking verður til
gat sem þarf að stoppa í. Bestu
íslensku leikmennirnir falla vel
inn í norskan fótbolta. Þeir eru
svipaðir okkar knattspyrnu-
mönnum en oft illa þjálfaðir.
Þeir eru oft í góðu úthaldi en
það skortir mikið á knatttækni
þeirra. Þessu höfum við kynnst
hjá Rosenborg. Þeir geta tekið
við bolta í kyrrstöðu en geta
undantekningalítið ekki tekið á
móti bolta á hlaupum. Þarna
skortir á þjálfun þeirra. Þeir sem
gera sér grein fyrir þessu og vilja
bæta sig geta staðið sig vel í
Noregi."
Framtíð íslenska fótboltans
Hvað þurfa Islendingar að gera
til að bæta árangur sinn í alþjóð-
legri knattspyrnu?
„Hér þarf fyrst og fremst að
setja sér langtímamarkmið.
Knattspyrnusambandið þarf að
hafa forgöngu um það og ákveða
hvaða stefnu á að taka. Síðan
þurfið þið miklu fleiri og betur
menntaða þjálfara. Fræðilegi
þáttur þjálfunarinnar skiptir
miklu máli. Þjálfarar koma og
fara og því þarf grundvöllurinn
fyrir starfi þeirra að vera stöðug-
ur. Þar kemur að hlut KSI. Það
verður að vera aðgangur að
miklu fræðsluefni. Annars verð-
ur stöðnun og við hver þjálfara-
skipti þarf alltaf að byrja á byrj-
unarreit í stað þess að byggja á
því sem fyrir er.“ GÞÖ