Dagur - 27.02.1998, Qupperneq 13
FÖSTUDAGVR 27. FEBRÚAR 1998 - 13
GOLF
Verulegur niðurskurður
á landsliðsmáliffium
Fjármálin voru efst á baugi á
Arsþingi GSI, sem haldið var í
Garðabænum um síðustu helgi.
Sambandið tapaði 2,7 milljón-
um kr. á síðasta ári og til að
mæta því var meðal annars skor-
ið niður fé til landsliðsmála um
þriðjung á þessu ári, sé miðað
við framlög til þessa málaflokks
á síðasta ári. Ónnur mál sem
komu til kasta þingsins var fram-
kvæmd næsta landsmóts þar
sem skiptar skoðanir voru á lofti
og þá samþykkti þingið einróma
að heimila atvinnumönnum að
keppa um verðlaun á opnum
mótum í sumar.
Eitt af stærri málum þingsins
var tillaga frá stjórn GSI um að
klúbbarnir greiddu 2200 krónur
af hverjum félagsmanni eldri en
fimmtán ára, í stað 1200 kr.
áður. Sú tillaga fékk ekki hljóm-
grunn, en í staðinn var samþykkt
1700 króna framlag frá hverjum
félagsmanni golfklúbba, sem
væntanlega mun færa samband-
inu tíu til ellefu milljóna kr. tekj-
ur á árinu. A móti kemur að
sambandið fær ekki lengur tekj-
ur af opnum mótum, né lands-
móti, eins og tíðkast hefur. Eftir
þessa afgreiðslu þingsins, var
ákveðið að skera niður framlög
til landsliðsmála, frá þeim áætl-
unum sem Iágu fyrir þinginu.
Ráðgert er að verja um átta millj-
ónum króna til þeirra verkefna í
ár, miðað við tólf milljóna fram-
lag í fyrra.
„Menn geta kannski lesið úr
niðurstöðum þingsins að það
hafi verið íjandsamlegt afreks-
stefnu, en ég tel svo ekki hafa
verið. Klúbbarnir voru þegar
búnir að ganga frá sínum árs-
reikningum og þetta var erfitt
dæmi að leysa,“ segir Hannes
Guðmundsson, forseti GSI.
Hannes sagðist vera ánægður
Hannes Guömundsson, forseti GSÍ.
með að hluti af félagsgjöldum sé
nú látinn standa undir rekstri
sambandsins. „Ég er sannfærður
um að þessi breyting mun-koma
sambandinu til góða, það er erfitt
að reka sambandið með óvissum
tekjum af mótahaldi, þó ég hafi
orðið fyrir vonbrigðum með að
upprunalega tillagan um 2200 kr.
gjald hafi verið felld,“ sagði
Hannes. Hann sagði stærsta
verkefni sambandsins á árinu
vera að rétta fjárhaginn við.
Umræður um framkvæmd
Landsmótsins eru árlegar á golf-
þingi og þingið í Garðabæ var
engin undantekning frá regl-
unni. Eftir nokkrar umræður var
tillaga Suðurnesjamanna um
framkvæmd næsta landsmót
samþykkt. Hannes sagði að
stjórn GSÍ mundi skoða ýmsa
möguleika á næsta sumri og
væntanlega yrði unnt að fjalla
bæði um landsmót 1999 (sem
fram fer í Hafnarfirði) og árið
2000 á næsta þingi. „En á með-
an meirihluti er fyrir því að
halda landsmót í mörgum flokk-
um, í stað eins karla- og kvenna-
flokks, þá verður skipulagning
landsmóts til umræðu á hverju
einasta þingi.“
Joe til GA?
Flest bendir til þess að Skotinn
Joseph McKie, sem var kennari
hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á síð-
asta sumri, taki við starfi Davíðs
Georg Barnwells sem kennari
Golfklúbbs Akureyrar. Norðan-
menn hafa átt í viðræðum við
kennarann að undanförnu og
hann hefur lýst sig fúsan til að
taka að sér starfið. Joseph mun
væntanlega taka til starfa hjá GA
f apríl, en í sama mánuði heldur
Davíð Georg til Noregs, þar sem
hann hefur ráðið sig í sumar.
GSÍ næststærst
GSI er frá síðustu áramótum
orðið næst stærsta sérsambandið
innan ÍSÍ, sé mið tekið af iðk-
endafjölda. Kylfingar eru því
orðnir fleiri en bæði hestamenn
og körfuknattleiksmenn, en
rúmlega sex þúsund manns
stunda þessar greinar.
Jóhaim sigraði á
móti í Pattaya
Jóhann Reynisson, kylfingur
úr Nesklúbbnum, gerði sér
Iítið fyrir í síðasta mánuði og
sigraði á Meistaramóti golf-
ldúbbs á Pattaya-svæðinu,
en 115 keppendur frá ljöl-
mörgum löndum voru á
meðal þátttakenda í klúbbn-
um sem telur 3.500 erlenda
félaga. Jóhann Iék 36 hol-
urnar á 153 höggum og var
með lægsta skor mótsins auk
þess sem hann sigraði einnig
með forgjöf.
„Eg náði „fugli“ á síðustu
holunni, á meðan helsti
keppinauturinn, Englend-
ingurinn Laurie, þrípúttaði.
Það réði úrslitum í mótinu,
en reyndar hafði ég sjálfur
lent f því að þrípútta sautj-
ándu flötina," segir Jóhann,
aðspurður um keppnina,
sem frarn fór á Khao Khew-
vellinum, sem hannaður var af
hinum fræga Pete Dye, en völl-
urinn hefur meðal annars verið
notaður undir úrtökumót fyrir
asísku mótaröðina.
„Völlurinn er 27 holur og
skiptíst í A, B og C-hluta og ég
verð að segja að ég hef aldrei
kynnst jafn hröðum flötum eins
og voru í C-hlutanum. Rennslið
var ótrúlegt og líkast því sem það
væri verið að pútta á marmara.
Ég Jenti í því að Ijórpútta á mót-
inu og vissi til þess að einn ís-
lendinganna var með fimmpútt á
hringnum," sagði Jóhann. Spilað
var af fremri teigum fyrri daginn,
Jóhann Reynisson.
en aftari teigum þann síðari, en
þá mældist völlurinn 5.800
metrar og það mátti sjá muninn
á skori flestra keppendanna á
milli daga. Jóhanni gekk hins
vegar betur á lengri vellinum, því
þá lék hann á 73 höggum, en 78
höggum fyrri daginn.
Nokkrir Islendingar náðu í
aukaverðlaun á mótinu. Kristinn
Helgason var með lengsta upp-
hafshöggíð í B-forgjafarfloldd og
Einar Jóhannsson var næstur
holu eftir upphafshögg. Þá varð
Steindór Eiðsson í 5. sæti með
forgjöf í B-forgjafarflokki.
Lágt verðlag
Jóhann hefur farið til
Thailands árlega á síðustu
sex árum til að leika golf, en
ferðirnar hafa átt vaxandi
vinsældum að fagna og fyrir
þremur árum byrjuðu Sam-
vinnuferðir Landsýn á að
gangast fyrir hópferðum
þangað yfir veturinn. „Ég
held að það sé hvergi í
heiminum hægt að fá annað
eins fyrir peninginn," og
dæmi sínu til stuðnings
bendir hann á að hótelnótt-
in hafi kostað hann andvirði
600 kr. ísl. með morgunmat.
A Pattaya svæðinu er líka
hægt að kynnast mörgum
fyrsta flokks völlum, en
meðal þeirra sem hannað
hafa velli á svæðinu eru Jack
Nicklaus, Astralinn Peter
Thomson, Gary Player og
Nick Faldo svo einhverjir séu
nefndir. Jóhann nefnir það að
hann hafi eitt sinn leikið á
Grand Cypress-vellinum á Flór-
ída og hafi þá þurft að punga út
10 þúsund kr. ísk, sem ekki er
óalgengt verð fyrir hring á fyrsta
flokks velli í Bandaríkjunum. Jó-
hann segir að í Thailandi sé
hægt að spila á velli í sama
gæðaflokki fyrir 1100 krónur og
er þá kylfusveinn innifalinn f
yerðinu. Um ljörtíu kylfingar frá
Islandi voru í Thailandi þegar
mest lét í janúar og í byrjun febr-
úar, en þeir síðustu komu heim
fyrr í þessum mánuði.
m PATTAYA SP0RTS CLUB
Reynisson oyerpowers Khao Kheow to win by one over Lauri
Pattaya Sports Club Golf Chainpionship Plavcr HCP Nrt
Á myndinni frá vinstri: Hreinn Halldórsson, Phil Smith, framkvæmdastjóri sérleyfa
Nevada Bob og Hans Henttinen, sem verður framkvæmdastjóri hinnar nýju
verslunar.
Lofa betri kjörum
Þann 4. apríl næstkomandi mun
golfbúð frá Nevada Bob taka til
starfa hér á landi í 350 fermetra
verslunarhúsnæði í Nethyl 2 í
Reykjavík og verslunin verður
því sú stærsta á landinu sem sér-
hæfir sig í golfvörum. Að sögn
Hans Henttinen framkvæmda-
stjóra mun nýja verslunin bjóða
upp á fjölbreytt úrval af golfvör-
um og kylfingar munu eiga þess
kost að reyna áhöld í sérstökum
æfingabás og á púttflöt. Um 360
búðir með nafni Nevada Bob eru
starfræktar í heiminum og fram-
kvæmdastjórinn lofar því að
verslunin muni bjóða upp á
lægsta verð á hverjum tíma.
Stefnt er að því að verslunin
verði opin alla daga vikunnar á
mestu annamánuðunum.
JARÐIR TIL LEIGU
Hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins eru neðangreindar
jarðir lausar til leigu frá komandi fardögum:
1. Eyri í Mjóafirði, ísafjarðarbæ; (á jörðinni eru 10 ha ræktun,
íbúðarhús b. 1962, geymsla, vóla-/verkfærageymsla,
Ijárhús með áburðarkjallara, reykhús og hlaða).
Greiðslumark sauðljár 46,7 ærgildi.
2. Hæringsstaðir, Svarfaðardalshreppi, Fyjafjaröarsýslu;
(á jörðinni eru 30,2 ha ræktun, íbúðarhús b. 1947, fjós með
áburðarkjallara, hlaða, véla-/verkfærageymsla og hesthús.)
Veiðihlunnindi í Svarfaðardalsá.
3. Leiti, Borgarhafnarhreppi, Austur-Skaftafellssýslu;
(á jörðinni eru 23,5 ha ræktun, íbúðarhús b. 1939, (jós, tvö
ijárhús, hesthús, þrjár hlöður og votheysgryíja).
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560 9750. Grænt síma-
núiner: 800 6800. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu land-
búnaðarr áð uneytisins.
Umsóknir berist jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 7, 150 Reykjavík fyrir 15. mars 1998.
Landbúnaðarráðuneytið, 26. febrúar 1998.
Árangur Jóhanns fór ekki framhjá staðarblaðinu i Pattaya.