Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 10
10 - FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998
ÞJÓÐMÁL
Laitdsmótíð hf.
(Kári Amórsson ehf.)
HARALDUR
HARALDS-
SON
SKRIFAR
Yfirleitt er ekki hægt að elta ólar
við að svara mönnum sem ekki
vilja eða geta ekki skilið það sem
er í umræðunni, en ég tel að Ies-
endur blaðsins eigi þó rétt á að
fá skýringu sem þeir skilja, en
Kári Arnórsson pistlahöfundur
blaðsins um hesta getur ekki eða
vill ekki skilja. Hann er nú þann-
ig farinn í eðli sínu að vera á
móti, kannski bara til þess eins
að vera á móti. Menn kannski
muna að það voru 2 af liðlega
100 þingfulltrúum LH sl. haust
á Egilsstöðum á móti samein-
ingu LH og HÍS segir það alla
söguna. Það var Kári og aðrir vita
„Þarinig bera ekki aðrir skaðann en þeir sem eiga, né heldur fá þeir arð í öðru hlutfalli, ef vel gengur, “ segir greinarhöfundur.
Myndin er frá Landsmóti á Hellu 1994.
Bflaskipti • Bílasala
Subaru Legacy 4x4 st.
‘96 vínr. ek. 10 þ.km. álf. spoi. o.fl.
V: 1.850.000,-
Mazda 323 st.
4x4 '92 hvítur ek. 85 þ.km. álf. krók
V:790.000,-
Toyota Corolla XLI sedan
‘95 vínr. ek. 37 þ.km. V:1.030.000,-
Bflaskipti • Bílasala
Renault Twingo RN
‘94 svartur ek. 30 þ.km. V:670.000,-
Subaru Legacy 4x4 sedan
‘96 vínr. ek.10 þ.km. álf. spoi.
V:1.700.000,-
Subaru sedan 4x4
‘88 hvítur ek.153 þ.km. einn eigandi
V:450.000,-
Bflaskipti • Bflasala
hver hinn aðilinn er og hvernig
hann er stemmdur í félagsmál-
um almennt, þetta heitir í göml-
um slagaratexta „fúll á móti“.
Ekki ætla ég að draga í efa
reynslu Kára af Landsmótshaldi
„fyrr á öldinni" en hann er bara
þeim ókosti gæddur að fylgjast
ekki með breyttum tímum og þar
af leiðir að allt hans orð og æði
tileinkast af fortíð en ekki fram-
tíð, það verður hans og er hans
að lifa með öðrum þeim sem til-
einka sér fortíðina.
Eg ætla ekki að svara í einstök-
um efnisatriðum „skítkasti" Kára
i mig og mína persónu. Eg læt
aðra dæma. Eg er og mun verða
af mínum verkum dæmdur eins
og gengur. Mér leiðist ekki fjöl-
mennur vinahópur minn í hesta-
mennsku. Mér finnst frekar fá-
mennt í fótgönguliði Kára, ef
dæma á af viðbrögðum lesenda
sem hringt hafa til mín og talað
við mig og lýst stuðningi við það
sem ég skrifaði. Eitt get ég þó
sagt að sjálfsdýrkun mín gengur
út á að hagsmunir heildarinnar
nái fram að ganga og hef ég ver-
ið í hópi þeirra sem tilheyra
fjöldanum og unnið með þeim.
Kári þarf ekki stóran fundarsal
til að hýsa aðdáendur sína, eða
málstað hans, eins og td. á fram-
angreindu LH þingi, en ekki
meira um það.
Toyota Corolla XLI sp. series
‘96 blár ek. 37 þ.km. álf. spoi.
V: 1.170.000,-
Toyota Hilux X-C dísel
‘91 blár ek. 165 þ.km. 36“ br.
V: 1.250.000,-
w
;
Nissan Terrano DT
‘94 grænn ek. 78 þ.km. sóll. 31“
aufe m/mæli V: 1850.000,-
Yantar vélsleða á skrá og á
staðinn - Góð inniaðstaða
- - fRÍLASALÍNNj
HoUur ehf.
B í L A S A L A
við Hvannavelli, Akureyri
Símar 461 3019 & 461 3000
Hlutafélagið um laudsmót
Víkjum nú að því sem er mergur
málsins, hlutafélag; samkvæmt
grein Kára er eins og að ég sé um
það bil að fara á fund Einkaleyf-
isskrifstofunnar með þessa bráð-
snjöllu hugmynd sem fyrst væri
að skjóta rótum í heiminum úr
huga mínum, Haraldur Haralds-
son er sem sagt búinn að finna
upp nýtt rekstrarform sem hugs-
anlega allur heimurinn getur far-
ið að nota, nefnilega hlutafélag.
Ætla ég nú að fara nokkrum orð-
um um þetta hlutafélagsmál
þannig að Iesendur skilji málið,
ég geri ekki ráð fyrir að Kári skilji
þetta, þrátt fyrir kennaramennt-
un sína, en það gildir einu.
Aætlað áhættufé Landsmóts er
að hámarki kr. 17.500.000. Það
er það sem gengið er út frá að
geti tapast að hámarki. Fákur er
tilbúinn að vera með áhættu fyr-
ir allt að kr. 7.000.000 eða 40%
heildaráhættunnar. Síðan, eins
og fram kemur í öllum gögnum
um þetta mál, stendur öllum
hestamannafélögum til boða að-
ild, í þeim mæli sem þau eru til-
búin að leggja sem áhættufé og
getur það verið allt frá t.d. kr.
50.000 og uppí kr. 10.500.000
hvort sem það er á einni eða 100
höndum, einasta er að engin
klafabindur sig eða sitt félag fyr-
ir meira en að það félag hefur
tapþol fyrir.
Ef ekki fæst nægjanleg áskrift
hjá hestamannafélögum geta
einstaklingar og fyrirtæki komið
til liðs við félagið. Ef allt fer á
versta veg eru það þessar kr.
17.500.000 sem tapast. Þannig
bera ekki aðrir skaðann en þeir
sem eiga, né heldur fá þeir arð í
öðru hlutfalli, ef vel gengur,
þetta heitir að dreifa áhættunni
eins og hver getur axlað. Þetta er
nú allur galdurinn, þessi „þriðji
aðili“ sem Kári tönglast á er að-
eins orðagjálfur hans, því þessi
aðili er ábyrgur aðili sem hefur
ákveðið að taka áhættu miðað
\áð tapþol, en ekki eins og mörg-
um félagshyggjumanninum er
gjarnt að segja „við gerum þetta
einhvernveginn".
Nei takk Kári!
Eg ætla ekki að Kári sé svona
einfaldur eins og hann lætur Iíta
út fyrir, og ef hann vill frekar
vera kallaður „verktaki“ við
greinarskrif heldur en „leigu-
penni“ þá gildir það einu í þessu
samhengi, hann fær greitt fyrir
að skrifa og þá skulu menn
vanda verk sfn, það er það sem
kom fram í greininni frá minni
hendi. Samkvæmt þessu er vont
að vera leigubílstjóri, leigusali,
leigumiðlari o.s.frv. Nei takk,
Kári!
Hvort orðabók Háskólans túlk-
ar orðið leigupenni á annan hátt,
læt ég mér í léttu rúmi liggja, en
eitt er víst að eitthvað fer það
fyrir brjóstið á Kára að þetta þýð-
ir lágkúra, en það er einmitt það
sem skrifin eru, að skrifa níð um
annan mann, gegn greiðslu frá
þriðja aðila, meti hver fyrir sig.
Hvað varðar föðurlega um-
hyggju Kára um mig og félags-
legan þroska minn, þá get ég að-
eins sagt það að ég mun ekki
leita í smiðju Kára eftir félagsleg-
um þroska. Að lokum ætla ég að
minna þig á það Kári að ein-
hverjir þínir líkar reyndu að fella
mig úr stjórn Fáks, með mikilli
smölun, en þrátt fyrir óvinsældir
mínar fór ég með sigur af hólmi,
án þess að ég hafi haft mig í
frammi við einn einasta mann.
Eg skrifaði þér sem Haraldur
Haraldsson, ekki sem stjórnar-
maður í Fáki, ég þarf ekki aðstoð
titla til að skrifast á við þig. Ég
skrifa þér einungis í umboði
sjálfs míns og bið þig að blanda
ekki félagsstörfum né minni
vinnu inn í þessa umræðu, ég
skrifa þér í mínum frítíma án
þess að vera „leigupenni". Ég var
bara að reyna að upplýsa þig, en
í raun er það til að æra óstöðug-
an að reyna að tjónka við menn
eins og þig og þína líka sem eru
ekki margir sem betur fer, sem
dæmin sanna.