Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 2
.Dafjjur > ■ V ' i . ■ ’ . 2-FÖSTUDAGUH 1 3 » ■>\ aa'i . MARS 199 8 FRETTIR Kom á hvínandi ferð í fangið á mér 20-30 tonn af ís og möl hnmdu yfir gröfu sem Tryggvi Ingólfsson stjóm- aði. Það varð gröfumanni til lífs að framrúðan gekk út. Tryggvi Ingólfsson, verktaki og gröfu- maður frá Hvolsvelli, komst í hann krappann í vikunni þegar hann var að moka möl á vörubíla ofan við bæinn Bjalla í Landssveit. Fylla hrundi yfir gröfu hans og mátti sáralitlu muna að Tryggvi stórslasaðist. „Henti mér í glulima“ Tryggvi er annar tveggja sem rekur verktakafyrirtækið Jón og Tryggvi. Hann var við vinnu sína sl. þriðjudag en mikið frost hafði verið síðustu daga og hrundu klakastykki annað kastið úr haugnum. „Við reyndum að ná þeim niður en FRÉTTAVIÐTALIÐ svo brotnaði allt í einu mjög stórt stykki og þá gerðist það sem ég hef aldrei séð fyrr. Klakastykkið rann niður stálið og valt svo fram yfir sig og á vél- ina. Þetta kom allt á hvínandi ferð í fangið á mér en þegar gröfuhúsið skekktist við hlassið, sprakk framrúðan út um leið. Eg sá hvað verða vildi og henti mér í glufuna sem opnaðist og það var eins gott því að smákrakki hefði ekki komist fyrir í sætinu ef ég hefði haldið kyrru fyrir þar. Þetta var spurning um sekúndur," segir Tryggvi. Tókst að smokra hausnum út Tryggvi beið spenntur eftir því að skriðan gengi yfir en komst svo af sjálfsdáðum út úr vélinni þegar allt var um garð gengið. En hvað hefði gerst ef rúðan hefði ekki losnað frá? „Ja, það er ljóst að þá hefði þetta orðið mjög tvísýnt, ég hefði a.m.k. ekki sloppið jafn vel og raunin varð. Ef mér hefði ekki tekist að smokra efri hluta Iíkamans út, hefði getað farið illa. Þetta slapp alveg ótrú- lega vel.“ F.nginn timi til að hræðast En varð Tryggvi ekki hræddur? „Ég hafði eiginlega engan tíma til að verða hræddur, en ég held að þeir hafi orðið skelkaðir sem voru í kringum mig. Ég var þó fljótur að sjá eftir á hvað hefði gerst ef ég hefði setið fastur í sætinu. Þetta var sekúnduspursmál, en fór vel.“ Skorinn og marinn Vélin er stórskemmd eftir slysið og Tryggvi sjálfur mikið marinn og svolít- ið skorinn. Hann leitaði sér læknisað- stoðar eftir slysið og var saumaður. Tryggvi vísar því á bug að hann hafi farið óvarlega miðað við kringumstæð- ur, enda hafi hann verið með vélina langt frá haugnum og hann hefði aldrei órað fyrir að svona stór íylla gæti farið fram yfir sig þau 28 ár sem hann hefur starfað á gröfu. „Þetta var ekkert smáræði. Við erum að tala um 20-30 tonn,“ segir Tryggvi. — BÞ Sjálfstæöismaðurmn í licita pottinum var áhyggjufullur í gærmorgun. Hann hafði feng- ið brcf og boðskort frá D-list- anum í Reykjavík. Þar sagði að D-listinn vær lagður í hann og hæfist förin með bar- áttuhátíð á Hótal Borg sem Árni Sigfússon. boðuð var í gærkvöld. Dag- skrá hátíðarinnar var kynnt og fyrst á dagskrá að tekið væri á móti fólki og boðið upp á „kosningatöfradrykkinn Bláa bomban." Á boðsmiðanum stóð „...smökkum á Bláu bombunni og hristum okkur saman...“ Þctta þótti sjálfstæðismanninum hið versta mál. Á sama tíma og verið er að berjast gegn vímuefnaneyslu ungs fólks væri flokkurinn hans að boða það á hátíð og hrista það sainan ineð töfradrykknum Bláu bombunni. Þetta taldi hann ekki efnilegt upphaf kosningabaráttu. Nema Bláa bomhan sé vímuefnalaus? Stundum er því haldið fram að grunnt sé á kyn- þáttafordómum hjá landanum. Sjaldgæft er samt að sjá slíkar tilfinningar brjótast út á prenti mcð þeim hætti sem lesa mátti á íþrótta- síðu Moggans í gær. „Leikurinn var annars afar leiðhilegur, varla fyrir svartan mann að horfa á.“ ??? Ætli „svartir menn“ taki þá við af „stjömum" í einkunnagjöf Mogga uin íþrótta- leiki? í DV könnun í gær er fylgi Rcykjavíkurlistans talið slefa hátt upp í 9 borgarfulltrúa. Glöggir talnamenn sögðu að eitthvað hefði þeim bragðist bogalistin, aðeins eitt at- kvæði vantaði upp á 10 menn inn! V Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Slæm reynsla af einka- framkvæmd almannaþj ónustu Margie Jaffe frá UNISON, samtökum launa- fólks í almannaþjónustu í Bret- landi. Friðrík Sophussoti fjár- málaráðherra hefurboðað upptöku einkafjármögnun- arleiðarínnar eða einkafram- kvæmdar almannaþjónustu. Bretarhafa reynslu afþess- arí leið ogfékk BSRB Margie Jaffe frá UNISON til að flytja fyrirlestur um málið. - Stjómvöld tala utn að talia upp einka- fjármögnunarleið eða einkaframkvæmd almannaþjónustu á íslandi. Hver er reynsla Breta af þessari leið? „I síðasta mánuði komu fram upplýsingar um fangelsin sem voru hönnuð, byggð, fjár- mögnuð og reMn af einkaaðilum. Fangelsis- yfirvöld fullyrtu að sparnaðurinn væri 10%, en þegar nefnd þingsins fór í saumana á málinu kom í ljós að sparnaðurinn var vegna þess að fangavörðum var boðið upp á 30- 35% Iægri Iaun en gerist í hefðbundnum fangelsum. Hins vegar reyndist bygginga- kostnaðurinn hærri en hann hefði orðið í gamla kerfinu og fólst sparnaðurinn því í láglaunastefnu. Þá er búið að byggja fyrstu fjóra þjóðvegina eftir þessu kerfi og niður- staða Rfkisendurskoðunar Bretlands er að sparnaðurinn er 40% minni en spáð var og að tveir þjóðveganna hefðu orðið ódýrari samkvæmt gamía kerfinu. Það er fyrst og fremst fjármögnunarleiðin sem gerir þessa leið óhagstæða.“ - Kemur þar út kostnaður setn á endan- urn lendir á skattborgurunum? „Já. Einkageirinn fær fjármagn að láni og fær ekki eins góð kjör og hið opinbera. Stjórnvöld segja að þetta skipti ekki máli þar sem reksturinn verði hagkvæmari hjá einka- geiranum. Staðreyndin er sú að þessi einka- Qármögnunarleið er að reynast dýrari en hefðbundnar leiðir í opinberum fram- kvæmdum og rekstri. Þessi leið er dýr, það er á huldu hversu dýr og ríkið er hundið samningi sem þarf að uppfylla þótt ýmsar forsendur breytist." - Þú nefndir í fyrirlestri þtnum að í til- felli sjúkrahúsanna hefðu allar áætlanir um kostnað farið úr böndunum? „Niðurstöður Heilbrigðisstofnunarinnar á kostnaði vegna 14 sjúkrahúsa segja sína sögu. Mismunurinn á upphaflegum áætlun- um og nýjustu áætlunum reyndist að meðal- tali 72%, svo mikill var umframkostnaður- inn orðinn og þó eldd byrjað að byggja sjúkrahúsin." - Er þá ekki efnt til útboðs ogfast verð geirneglt? „Nei. I þessu kerfi er ekki lögð fram verk- Iýsing, heldur er einkageiranum Ieyft að setja saman „pakka" þar sem hugmynda- fræðin gengur út á að allir græði. Það kem- ur bara annað í Ijós.“ - íhaldsflokkurinn byrjaði á þessu hjá ykkur. Hvað hefur Verkamannaflokkur Blairs gert? „Hann er fylgjandi þessu og hefur gengið lengra en áður var gert. Ástæðan er að í byrjun sparast opinber útgjöld og það dreg- ur úr opinberri lántöku. Þetta vill Verka- mannaflokkurinn að gerist. Lántakan flyst yfir á einkageirann og stjórnvöldum er ekki umhugað um Iangtíma afleiðingarnar. Um- framkostnaðinum er velt yfir á kynslóðirnar á eftir okkur. Það var spurt að því í þinginu 1996 hver yrði lokakostnaður af samþykkt- um einkafjármögnunarverkefnum, en Fjár- málaráðuneytið gat ekki svarað því. I skýrslu þingsins komu fram töluverðar áhyggjur vegna þessa, enda Ijóst að það er verið að skuldbinda ríkissjóð töluvert í framtíðinni, þótt einhver sparnaður kunni að vera í nú- tíðinni. Sem þó er ekki einu sinni víst.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.